Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 5
 á Dalvík lýsingu á keppninni svo sem, „keppandi sýnir mikið öryggi“, ,,hér fer mikil valkyrja" og ,,hún glímir faglega við hliðin“ sagði hann um keppenda frá Glímu- félaginu. Einn keppandi var frá Dalvík, Ingigerður Júlíusdóttir. í fyrri umferð hlekktist henni á og var þar af leiðandi með lélegan tíma. Spenna var þess vegna minni varðandi seinni umferð- ina hjá henni. Inga fór brautina mjög vel og náði þriðja besta brautartímanum, en það nægði ekki til verðlauna vegna fyrri umferðarinnar. Inga varð í öðru sæti daginn áður. Tilkynnt varð strax eftirstór- svigið að skoðun svigbrautar hjá körlum stæði yfir. Það merkti, að keppendur höfðu um það bil klukkustund til að kynna sér brautina. Að þessu loknu komu undanfarar og síðan keppnin. Greinilegspenna var í lofti. Okkar maður Daníel Hilmarsson var með bestan tíma úr fyrri umferð. Hann var með rásnúmer 5, svo helstu keppendur hans voru ræstir á undan honum. Guðmundur Jóhannsson frá ísafirði var þriðji af stað og fór af miklu öryggi niður og náði góðum tíma. Næstur var Haukur Bjarna- son KR. sem náði aðeins betri tíma. Þá var komið að Danna og spennan orðin mikil. Starfs- fólk í stjórnstöð hafði við orð að erfiðast væri að sinna störfum þegar mikið lægi við hjá okkar fólki. En í stjórnstöð fór allt fum- laust fram og Danni lagði af stað. Það fór ekki framhjá neinum að snillingur fór nú brautina. Satt best að segja er Danni í algjörum sérflokki íslenskra skíðamanna. Yfirburðir hans eru algjörir. Heimamenn horfðu stoltir á sinn mann. Tími Danna var lang besti til þessa og sigurinn virtist í höfn. Næsti keppandi var ræstur og keppnin hélt áfram. Blaðamaður veitir því athygli að ýmsir eru farnir að stinga saman nefjum og á viðkomandi kemur mikill alvöru- svipur. Það er farið að kvissast að Danni hafi sleppt hliði og verði þar með af sigrinum. Eftir smá stund kom stað- festing á þessum orðrómi og mátti sjá á mönnum að þeim var brugðið. Kappinn sjálfur var manna hressastur og sagði sem svo, að þegar reynt er að ná sem mestum hraða leggi menn mikið undir og þá heppnasl kanski ekki alltaf allt. Jón Halldórsson t.v. og Jón Ásgeir Jónsson t.h. Mjög góð aðstaða segir eftirlitsmaður Skíðasambands íslands. Eftirlitsmaður frá Skíðasam- bandi íslands með mótinu var Jón Ásgeir Jónsson frá Reykja- vík. Við hittum hann að máli og spurðum hann um mótið. Jón sagði að um helgina hefðu verið tvö mót hér á Dalvík. Annað var seinni hluti svokallaðs Hi-Ci móts, sem fresta varð í Bláfjöllum um síðustu helgi. Hitt var svo púnktamót Skíðasambandsins sem ákveðið var að halda hér um þessa helgi. Mótin gengu mjög vel, enda taldi hann aðstöðu mjög góða hér á Dalvík. Framkvæmd mótsins hefði tekist vel og stjórn þess verið í góðum höndum. Keppendur eru ánægðir hér og sagði hann vekja athygli aðkomumanna hve mikil upp- bygging hefði verið hér í fjallinu. Miðað við stærð bæjarfélagsins væri óvenju vel að þessari upp- byggingu staðið. „Að mínu mati er hér á Dal- vík eitthvert skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Fjallið hérna býður upp á óvenju fjöl- breyttar skíðabrekkur hvort heldur er fyrir almenning eða keppnisfólk“ sagði Jón Asgeir að lokum. 3ð. >rn frá YÍð sar egt ndi við Aukin aðsókn Svæðisstjórinn tekinn tali. Skíðafélag Dalvíkur var stofnað 1972. Þá var sett upp togbraut sem leyst var af hólmi nú í janúar þegar nýja lyftan var tekin í notkun. Á vegum félags- ins hefur verið og er unnið mikið starf. Sigurjón Kristjáns- son er svæðisstjóri félagsins. Starf svæðisstjóra er að hans sögn fólgið í því að sjá um alla aðdrætti og viðhald mannvirkja t.d. lyftanna. Þá sér Sigurjón um miðasölu í lyfturnar. Við spurðum hann um það hvort aðsókn hafi aukist eftir að nýja lyftan var tekin í notkun. - Jú hún hefur aukist vildi Sigurjón meina. Hann sagði það reynslu liðinna ára, að þegar að ný mannvirki eru tekin í notkun ykist aðsókn á svæðið. Nýja lyftan er alveg ótrúleg umbylting, svo líkur eru á því að aukningin núna verði viðvar- andi. Byrjendur eru miklu betur settir núna en á meðan tog- brautin varnotuð. Smáirkrakk- ar geta bjargað sér í þessari lyftu, sem gekk ekki með þá gömlu. Skíðasvæðiðstækkarog verður fjölbreyttara. Sigurjón sagði að það hefði komið í ljós á mótinu um helg- ina að fólk gat leikið sér á skíðum samhliða mótinu. Það var ekki hægt áður. Það virtist ekki vera nóg pláss til þess. Það má merkja aukinn áhuga að- komufólks á aðstæðum hér. Nú heyrist af fólki sem hefur boðað komu sína um páskana, til að eyða tímanum á skíðum hér. Aðspurður sagði Sigurjón að þegar væri farið að ræða og huga að næsta áfanga í fram- kvæmdum. Þar ræða menn mest um að byggja skála. I grófum dráttum er framkvæmda- annáll Skíðafélagsins eitthvað í þessum dúr. Togbraut sett upp 1972. Efri lyftan sett upp 1977. Troðari keyptur 1981 og þessi nýja lyfta sett upp 1985-86. Rúmlega 100 manns á námskeiðum Skíðaþjálfarinn okkar Björgvin Hjörleifsson lagði sjö af tólf brautum á mótunum hér um helgina. Björgvin var spurður um þær og síðan um þjálfara- störf hans. Fyrst var hann spurður hvort brautirnar hafi verið erfiðar. Sumar en aðrar ekki. Þetta er eins og gengur. Annars háði snjóleysi svolítið. Svigbrautin var í styttra lagi. Stórsvigsbraut- in kom betur út. Seinasta daginn vorum við með brautina sunnar í fjallinu en áður. Ég held að þar sé eitthvert besta brautar- stæði á landinu. Þegar Björgvin var spurður um námskeiðin á vegum Skíða- félagsins sagði hann að ígrófum dráttum skiptust þau í tvennt. Kennslu fyrir yngstu börnin, og svo þjálfun fyrir þau eldri, sem þá miðaði að keppni. Allra yngstu börnin eru á sínu nám- skeiði í kirkjubrekkunni svo- kölluðu (það er neðan við kirkjuna) þar eru um 50 börn í tveimur hópum tvisvar í viku. Upp í fjalli er síðan kennsla fyrir börn upp að 12 ára aldri. Þjálfun sem miðar að keppni er síðan fyrir eldri en 12 ára. Þrekþjálfun byrjaði strax í haust. Síðan 2. janúar hafa síðan verið skipulagðar æfingar fjórum sinnum í viku. Um helgar eru keppnir t.d. fara nokkrir á aldrinum 13-14 ára á mót til Reykjavíkur um næstu helgi. Danni þjálfar á vegum landsliðsins og fer þar eftir stífu prófgrammi. Inga Júl. er í undirbúningslandsliði og þjálfar á vegum þess. Þau tvö hafa náð mjög góðum árangri og eru í stöðugri framför. Það kom fram að Björgvin þjálfar í Ólafsfirði tvo daga í viku og helgarnar fara í kringum námskeið og keppnir svo frítími er ekki mikill. Björgvin sagði að mótin um helgina hefðu gengið mjög vel. Aðstaðan væri orðin mjög góð. en það væri ekki síður því að þakka hve krakkarnir væru dugleg að vinna við framkvæmd svona móts. „Þaðeróneitanlega gaman að taka þátt í þessu þegar krakkarnir eru jafn dugleg og raun ber vitni hvort heldur það er við æfingar eða framkvæmd móts eins og núna um helgina,“ sagði Björgvin að lokum. NORÐURSLÓÐ - 5

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.