Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 18.02.1986, Blaðsíða 6
Gunnsteinn á toppi Rima. Hér birtist ein lítil ferðasaga frá sunnudeginum 8. febrúar. Það er hreint með ólíkindum hvað menn prjónbrjótast á þessum vélsleðum nú til dags. En látum mennina sjálfa segja frá. Við lögðum af stað frá Hofi kl. 10.30 þann 8. febrúar 1986. Tvímenntum á einum vélsleða, Sigvaldi í Hofsárkoti ökumaður fáksins en ég Gunnsteinn á Sökku aftursætisbílstjórinn, báðir staðráðnir í að láta ekkert aftra okkur frá því að komast á sleðanum upp á topp á Valla- fjallinu. Veður var gott, logn hálfskýjað, frost um þrjú stig og færi hart svo varla markaði í snjóinn. Við vorum búnir að reyna að leggja leiðina dálítið niður fyrir okkur áður en við lögðum af stað og fylgdum við því. Fyrst fórum við upp á Hofshólana að sunnanverðu og þaðan suður og upp í Stóru- lækjargil. Þar stoppuðum við og horfðum upp brekkuna, dálítið bratta og langa en þó ekkert óyfirstíganlega fyrir fullhuga eins og okkur að mér fannst. Heyrðu Sigvaldi, er þetta nokkuð of bratt? Ja . . nei, nei, þú stekkur þá bara af og kemur gangandi segir hann skælbros- Ekið upp á Rimar andi, skellir á sig hjálminum og sest á bak og ég fyrir aftan hann. Sleðinn rýkur af stað með öll sín 160 kíló á sér og upp fer hann. Við erum komnir upp aðal hindrunina, Stórulækjargil, og þeysum inn Messuhnjúksskál, síðan norður á brún hennar og unp brúnina, beinustu leið upp á fjallseggina eins og ekkert væri auðveldara. Sigurinn var s'ætur, sleðinn myndaður í bak og fyrir og mennirnir með, súkkulaðið borðað með bestu lyst, kíkirinn dreginn upp og horft til allra átta. Hvað skyldi klukkan vera? Ekki nema rúmlega tólf, allur dagurinn eftir og fyrir sunnan okkur gnæfðu Rimarnar í öllu sinu veldi. Það var nú svo að nú kom angi af þessari einstöku þrá að komast hærra og hærra upp í fjöllin. Upp á toppinn Við urðum undir eins sam- mála um að nú skyldum við hlaupa upp á Rimarnar og horfa nú almennilega niður í sveitirn- ar í kring. Við keyrðum á sleðan- um suður á Efribrún þar til brattinn varð honum ofraun, gengum síðan upp ysta rindann og suður eggina að vörðunni sem dönsku mælingamennirnir o.fl. hlóðu þar 1914. Varð.rn er u.þ.b. tveir metrar í þverma' og mannhæðar há og máluð með gulum lit sem er óðum að hverfa. I þessari veðurblíðu og þessu góða skyggni verður varla með orðum lýst hversu gaman er að horfa yfir frá þessum stað. Þarna horfðum við yfir Þing- eyjarsýslu t.d. Kaldbak, Ljósa- Séð af Rimum til Skíðadalsfjalla. Ljósm. G.Þ. vatn, Ljósavatnsskarð, Vind- belg, Mývatn og Herðubreið í öílu sínu veldi, trúlega norður- hluta Vatnajökuls, Súlur og síðan þennan ægilega Trölla- skaga í suður, vestur og norð- vestur, sveitina okkar og allt það, Hrísey, Grímsey og Austurlandsfjöllin. Þetta er bara hluti af útsýninu, Þaðhefði verið gott að hafa landabréf og kunnugan mann með sér. Er við vorum búnir með helstu skyldustörf, svo sem myndatökur, súkkulaðiát, hlusta á kirkjuklukkur Valla- kirkju hringja og kannski það mikilvægasta að setja sinn hvorn steininn í vörðuna þá brugðum við undir okkur betri fætinum og gengum suður eftir, inn undir botn á Hofsdal, inn fyrir Hamarsdalsbotn, og komum þar að einstigi miklu á milli Þjófaskálar og afdals úr Þorvaldsdal. Við ákváðum að sleppa einstiginu, snúa við og fara bara á Hvarfshnjúkinn í staðinn. Það vakti athygli okkar á bakaleiðinni að það voru fleiri en við sem höfðum heimsótt Rimarnar, útvörður refa hafði migið og merkt þar á hverja hæstu kollu ríkidæmi sitt. Sleðinn beið okkar á sínum stað og við héldum af stað suður og niður á Neðribrún. Á Hvarfshnjúk Á milli brúnanna var ein illfær brekka niður í móti og tók farþeginn þann kostinn að hanga aftan í sleðanum og spyrna við með hælunum í hjarnið, en ofurhuginn (Sig- valdi) sat límdur við stýrið og bremsuna. Þetta lánaðist prýði- lega, sleðinn fór að vísu á herjans mikla ferð niður og Sigvaldi á Vallafjalli. ökumaður var vel rjóður í andliti þegar ég kom kjagandi á eftir honum, sleppti nefnilega uppi í miðri brekku. Ferðin fram Hofsdalinn og upp úr honum gekk prýðilega og eftir um hálfa klukkustund röltum við síðasta spölinn noður á Hvarfshnjúkinn. Á hnjúknum var síðasta súkkulaðið borðað og ferðalangar búnir að fá nóg af fjallanna tindum í þetta sinn. Yfirsýn yfir sveitina er mjög góð af þessum stað og sjást allir bæir í dalnum nema Háls. Trúlega er til sá staður á fjöllunum hér, þaðan sem hver einasti bær í dalnum sést. Hvar er hann? Hveimferðin gekk áfallalaust, fyrir utan það að einu sinni skekktist beltið undir sleðanum. Það voru ánægðir menn sem kvöddust á Hofshlaðinu kl. hálf fimm. Gunnsteinn og Sigvaldi. P.S: Þessu til viðbótar hefur svo frést, að þessir sömu sleðamenn hafl tveimur dögum síðar ekið alla leiðina upp á Rimar i 1288 metra hæð yfir sjó. í það skiptið munu þeir hafa ekið fram Hamarsdal. Kannske fáum við nánari freenir af því síðar. Ritstj. Sleðaferð á Tungnahrygg Snjósleðamenn voru athafna- samir um helgina 8-9 febrúar og notuðu harðfennið til að komast á fáfarna og torsótta staði svo sem á toppinn á Rimunum eins og þeir Gunnsteinn og Sigvaldi (sjá frásögn þeirra). Á sunnudaginn 9. fóru 8 menn á 6 vélsleðum og tvennum skíðum fram á Tungnahrygg að líta eftir húsi Ferðafélagsins þar. Blaðið hafði samband við Svein í Kálfskinni, einn úr hópnum. Sveinn lét hið besta af ferðinni. Ferðin gekk vel í alla staði. Það var farin hin klassíska leið upp úr Almenningsbotni í Skíðadal, farið um Svarfdæla- skarð og yfir Steingrímshrygg og niður á Tungnahryggsjökul eystri. Síðan eftir jöklinum að skálanum vestanundir Tungna- hrygg. Veður var dýrðlegt, sagði Sveinn, tindarnir baðaðir sól- skini og langir, dimmir skuggar tey^gðu sig eftir fannbreiðunum. I skála Ferðaféiagsins var aðkoman ágæt, þar var hitað á könnunni og látið fara vel um sig. Þvílíkur unaður! Það kom í ljós, að í miðjum janúar höfðu komið í skálann tveir Hjaltdælir í kindaleit! En á árinu 1985 kom þarna engin lifandi sála, enda var síðastliðið sumar ekki fallið til fjallaferða. Nú er rétt að nefna leið- Gestirnir við Tungnahryggsskála. 6 - NORÐURSLÓÐ angursmenn: Þeir voru Per Dam og Johnny Christensen, danskir piltar í starfi hjá Kálfskinns- bónda, Höskuldur í Hátúni og synir hans, Elías og Bjarni. Ennfremur ÓIi Ragnarsson lyf- sali á Dalvík og sonur hans, Marinó 12 ára. Allir þessir vélsleðamenn. Síðan Sveinn sjálfur og Marinó sonur hans, 14 ára, báðir á skiðum, dregnir af vélsleðum. Eftir dásamlega dvöl og hvíld í skálanum var haldið heimleiðis Mikil er sú einmunablíða, sem við höfum orðið aðnjótandi hér á norðurhjara þessa þorradaga. Blæjalogn, heiður himinn, væg frost en samt rifahjarn um allar jarðir. Nú er ekki vandi að bera sig um fósturjörðina gangandi eða ríðandi eða á vélsleða eða jafnvel á léttum bíl ofan á hjarninu. Skíðafæri er hinsvegar ekki upp á það besta, en ætli við um Hólamannaskarð og þvert fyrir botn Barkárdals í stefnu á Svarfdælaskarð, í gegnum það og aftur inn í Skíðadal. Þetta voru góðar fréttir og þyrftu fleiri að fara til og kynnast töfraheimi fjallanna á Tröllaskaga. Einmana hús á fjalli. Uglur í skógi eigum ekki eftir að fá nýsnævi ofan á hjarnið og þá verður líka gaman að lifa. Það er einn ævintýralegur staður hér í miðri sveit, sem fáir heimsækja hvort heldur er að sumri eða vetri. Það er Hánefs- staðaskógur. Það er ótrúlega gaman að ganga eftir honum endilöngum og skoða trjágróð- urinn. Svo er það fuglalífið. Aldrei skal fara svo, að ekki fljúgi upp fleira eða færra af rjúpu. Og snjótittlingar og auðnutittlingar eru oftast nærstaddir ef vel er gáð. En það merkilegasta eru uglurnar. Annan veturinn í röð halda sig þarna tvær brand- uglur. Þaðerukynlegirfuglarog gaman að fylgjast með flugi þeirra. Á hverju skyldu þær lifa? Varla rjúpu, það er ólíklegt, að þær ráði við svo stóran fugl og viðbragðsfljótan sem rjúpan er. Líklega er það þá helst haga- músin, sem uglurnar leggja sér til munns á veturna. Þá er spurningin, hvort svo mikið framboð er á þeirri fæðu að nægi til að halda lífinu í svona stórum skrokkum, sem uglan er, yfir heilan, langan vetur. Það hjálpar auðvitað, að fuglinn fljúgandi hefur ágæt skilyrði til að sjá bráðina úr loftinu, sem við mennirnir höfum ekki. ■Eru nokkrir þeir spekingar meðal lesenda Norðurslóðar, sem geta lagt hér skynsamlegt orð í belg? Hvað sem því líður ættu fleiri að leggja leið sína í Hánefs- staðaskóg á öllum tímum árs og njóta náttúrunnar. Það borgar sig.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.