Norðurslóð - 27.03.1996, Qupperneq 5

Norðurslóð - 27.03.1996, Qupperneq 5
NORÐURSLÓÐ - 5 Það er orðið langt um liðið og ég lít svo á að gróið hafi um heilt en ör kunna að leynast hér og þar enn. Ef svona mál kæmi upp í dag er ekki nokkur vafi á að kastljós fjöl- miðlanna myndi beinast að því frá upphafi og þar af leiðandi mundi það sjálfsagt þróast á annan veg. Þetta mál allt hafði sjálfsagt meiri áhrif á okkur öll en við gerðum okkur grein fyrir. Blaðamennska Atli byrjaði 1976 að vinna á Al- þýðublaðinu en eftir kosningasigur A-flokkanna 1978 var ritstjóminni sagt upp að undirlagi Vilmundar heitins Gylfasonar. Þá fór hann í iðnskólann að læra til prentara. Hann lauk við fyrri helming þess náms en fékk þá inni á Dagblaðinu við að skrifa fréttir. 1981-84 stund- aði hann nám við blaðamannahá- skólann í Osló. Meðfram náminu var hann fréttaritari Ríkisútvarps- ins á Norðurlöndum og hófst þar langur starfsferill hans fyrir þá stofnun sem stóð allt til ársins 1995. En hvað er minnisstæðast af tímanum á Ríkisútvarpinu. - Það er náttúrulega svo margt eins og t.d. kosningafundir vítt og breitt um landið. Eg fór með Stein- grími Hermannssyni í opinberar heimsóknir og komst inn á kontór bæði hjá Gorbatsjov í Moskvu og Deng Sjá Ping í Peking. Deng ávarpaði mig sérstaklega og lýsti ánægju sinni með að íslenska rík- isútvarpið skyldi senda fréttamann til fundarins. Eg var mjög ánægður með það. Hér á ámm áður þótti Atli jafn- an róttækur í skoðunum og fór ekki dult með afstöðu sína til stjórnmálamanna og hins íslenska þjóðskipulags. Þá starfaði hann í skipulagðri hreyfingu róttæklinga sem hallir voru undir stjómmála- hugmyndir Mao Tse Tung og boð- uðu byltingu öreiganna. Eitthvað hljóta skoðanir hans á íslenskum stjómmálamönnum að hafa breyst frá þeim tíma. - Eg hef náttúmlega öðlast meiri pólitíska víðsýni. Hlutimir eru fjarri því eins einfaldir og maður vildi vera láta í eina tíð. Hins vegar hef ég ekki notað kosn- ingarétt minn frá því ég byrjaði að starfa við Ríkisútvarpið nema í eitt skipti. Þá greiddi ég atkvæði mitt gegn hundahaldi í Reykjavík. Hvers vegna ekki.? - Það er af prinsipástæðum. Ég tel ekki rétt að maður sem starfar við að miðla alþjóð fréttum af vett- vangi stjómmálanna og hrærist í þessari umræðu alla daga taki póli- tíska afstöðu sjálfur. Raunar hætti ég fljótt að líta á flokkana sem einhverja valkosti því ég fann eitthvað gott og eitt- hvað slæmt hjá þeim öllum og hefði örugglega lent í mesta basli með að gera upp á milli þeirra í kjörklefanum. Innan allra flokka er margt gott fólk og duglegt sem gegnir starfi sínu af mikilli sam- viskusemi. Ég tel það fjarri að ís- lenskir stjómmálamenn séu spillt- ir. Þeir eiga það til að skandalísera eins og aðrir en staðreyndin er sú að þeir vinna afar vanþakklátt starf, vinna mikið og eru illa borg- aðir. Ég skil ekki að menn skuli láta hafa sig út í þetta. Eru einhver pólitísk umhrot minnisstœð á þesswn tíma? - Já einhver minnisstæðasti tíminn var þegar ríkisstjóm Þor- steins Pálssonar sprakk 1988. Þá gekk ýmislegt á á bak við tjöldin og á opinberum vettvagi. Afsögn Alberts Guðmundssonar með til- heyrandi hasar, kjaftshöggum og fleira í þeim dúr líður manni seint úr minni. Af minnisstæðum stjómmála- mönnum verð ég að nefna Jón Baldvin Hannibalsson. Hann tel ég að mörgu leyti okkar mikilhæfasta stjórnmálamann. Hann er bæði greindur og harðduglegur og það er aldrei lognmolla í kring um Atli Rúnar Halldórsson ásamt samstarfsmönnum sínum í Athygli, frá vinstri: Valþór Hlöðversson, Ómar Valdimars- son, Guðjón Arngrímsson og Atli. hann. Það er gaman að vera blaða- maður þar sem hann fer um því hann er stöðugt að búa til fyrir- sagnir. Einkarekstur En hvað réði því að þú sagðir upp hjá Ríkisún’arpinu? - Það gerðist eiginlega allt í einu eftir alþingiskosningamar s.l. vor að ég fann þessa þrúgandi til- finningu að allar fréttir sem ég væri að skrifa hefði ég morgoft áð- ur flutt. Ég var einfaldlega búinn að fá nóg og þar af leiðandi kom- inn tími til að ég segði upp. Þá var engin önnur atvinna í myndinni en þegar mér bauðst að kaupa mig inn í fjölmiðlafyrirtækið Athygli þá sló ég til. Athygli er fyrirtæki sem sér- hæfir sig í ýmisskonar útgáfustarf- semi, hjálpar félögum, einstakling- um og fyrirtækjum að koma sér á framfæri hvort heldur er við fjöl- miðla, stjómmálamenn eða al- menning en slfkt ku heita al- mannatengsl á nútímamáli. - Ef einhver ætlar sér að gera stóra hluti þá erum við til þjónustu reiðubúnir við að ná augum og eyrum almennings. Þetta er ekki auglýsingastofa en við erum fyrst og fremst að selja reynslu og þekk- ingu sem við búum yfir gegnum starf okkar í blaðamennsku. Ef einhver þarf að ná athygli stjóm- málamanna svo dæmi sé tekið þá tel ég mig þekkja nokkuð vel inn- viði stjórnkerfisins og þær boð- leiðir sem vænlegar eru til árang- urs og get vel leiðbeint mönnum um þær. Ég kann afskaplega vel við mig í þessu starfi. Það voru vissulega mikil umskipti að gerast sjálfs sín herra. Ég keypti tjórð- ungshlut í fyrirtækinu og steig með því skrefið yfir í stétt smá- kapítalista. Ég lít svo á að ég fylgi línu Deng Sjá Pings um einka- rekstur í smáum stíl að þessu leyti. Fólk gerir sér líklega ekki grein fyrir því að á tilteknum svæðum í Kína ríkir villtari og skefjalausari kapítalismi en þekkist á vestur- löndum. Mér dettur ekki til hugar að sverja af mér mínar gömlu póli- tísku skoðanir þrátt fyrir þessi um- skipti í lífi mínu. Gott samband norður Hér í Svarfaðardal eru margir þeirrar skoðunar að furðanlega vel hafi ræst úr frumburði þeirra Imbu og Dúdda á Jarðbrú svo ódæll sem hann var í æsku. Nú er nýtt fólk komið í Jarðbrú þó enn sé Atli og öll hans fjölskylda kennd við stað- inn. Fjölskyldan heldur tryggð við heimahagana og Atli er hér alltíður gestur. - Ég held alltaf góðu sambandi norður, les náttúrulega bæði Dag og Norðurslóð af samviskusemi og hringi við og við í kunningjana til að fá kjaftasögurnar. Ég á mér þann draum að sjá Svarfaðardalshrepp og Dalvík í sameinuðu sveitafélagi. Sá draum- ur er raunar til kominn fyrir áhrif pabba. Hann ól með sér þennan draum sem mótaðist af reynslu hans í oddvitastóli til margra ára. Það er engin tilviljun heldur hefur ákveðna pólitíska skírskotun að hann hvílir í Dalvfkurkirkjugarði. hjhj Sjávarútvegsdeildin Gagnger endurskipulagning og aukin tengsl við atvinnulífið Endurskipulagning á sér nú stað á Sjávarútvegsdeildinni á Dalvík. Nokkur óvissa hefur ríkt um stöðu deildarinnar í menntakerfinu undanfarin ár og auk þess hefur nemendum fækkað verulega, einkum á fiskvinnslubraut. Var ljóst að grípa þurfti til björgunarað- gerða ef starfrækja ætti deild- ina hér áfram. S.l. haust var sem kunnugt er keyptur siglingahermir - mikið og öflugt tæki - sem að sögn Hermínu Gunnþórsdóttur deildar- stjóra var algert frumskilyrði þess að hér yrði rekin skipstjórnarbraut áfram. I kjölfarið hafa menn í skólanum orðið varir við meiri áhuga á skipstjórnarnáminu og vænta þess að sá áhugi skili sér í fleiri umsóknum. Hermína segir nauðsynlegt að taka skipulag bæði skipstjómar- brautar og fiskvinnslubrautar til gagngerrar endurskoðunar. Þró- unin í þessum atvinnugreinum sé mjög ör og þar hafi miklar breyt- ingar átt sér stað frá því deildin var sett á laggimar. Nauðsynlegt sé að tengja enn betur en nú er gert skólann og atvinnulífið og hefur í því skyni verið stofnaður sérstakur stuðningshópur aðila úr atvinnulífinu sem mun láta skipu- lag fiskvinnslubrautar til sín taka. Þá hefur Skipstjóra- og stýri- mannafélag Norðurlands upp á sitt eindæmi stofnað nefnd innan sinna vébanda sem virka á sem tengiliður samtakanna við skól- ann. Er mikill áhugi þar á bæ um að skipstjómarmenn geti tileinkað sér það nýjasta í greininni í skól- anum, ekki eingöngu á meðan þeir eru í námi heldur einnig í gegnum námskeið fyrir starfandi skipstjómendur. Hermína segir að að vissu leyti Siglingahermirinn hefur gerbreytt aðstöðu til stýrimannafræðslu á Dalvík. A minni myndinni er Hermína Gunnþórsdóttir deildarstjóri. megi segja að eftir endurskipu- lagningu standi deildin aftur á byrjunarreit en vonandi takist að koma henni í það horf að nem- endur sækist þar eftir námi. Þar sé gott samstarf og samhæfing við atvinnulífíð frumskilyrði. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra sagði í samtali við blaðið á dögunum að í menntamálaráðu- neytinu væri mikill vilji fyrir því að styrkja hverskyns sérhæfða verknámsskóla innan ramma fram- haldsskólanna. Hann teldi eðlilegt að slíkar deildir yrðu starfræktar í nám e.t.v. betur heima á stöðum sem nánustum tengslum við at- eins og Dalvík en t.d. í Stýri- vinnulífið og því ætti stýrimanna- mannaskólanum í Reykjavík.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.