Norðurslóð - 27.03.1996, Side 8

Norðurslóð - 27.03.1996, Side 8
Svarfdælsk byggð & bær TímamóT Skírnir Á nýársdag var skírður Orri Freyr. Foreldrar Telma Lind Baldurs- dóttir (Friðlaugssonar), Reynihólum 8, Dalvík, og Jón Örvar Ei- rfksson (Helgasonar), Skíðabraut 6, Dalvík. 25. mars var Nanna Amelía skírð á Akureyri. Foreldrar hennar eru Heiðbjört Ófeigsdóttir og Baldur Snorrason (Snorrasonar). Heimili þeirra er að Keilusíðu 2h, Akureyri. 10. mars var Arnór Reyr skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Hólmfríður Stefánsdóttir (Friðgeirssonar) og Rúnar Júlíus Gunnarsson (Friðrikssonar). Heimili þeirra er að Reynihólum 4, Dalvík. Afmæli Þann 9. febrúar sl. varð 75 ára Guðrún Jóhannsdóttir, Efstakoti, Dalvík. Þann 1. mars sl. varð 75 ára Bára Elíasdóttir, Goðabraut 3, Dalvfk. Þann 10. mars sl. varð 85 ára Jónína Vigfúsdóttir, Dalbæ, Dalvik. Þann 15. mars sl. varð 90 ára Soffía Gísla- dóttir frá Hofi, nú til heimilis að Víðilundi 24, Akureyri. Þann 19. ntars sl. varð 70 ára Gunnlaugur Tryggvason bóndi, Þorsteinsstöðum, Svarfaðardal. Norðurslóð árnar heilla. Messur um bænadaga og páska Skírdagur: Tjarnarkirkja. Messa kl. 21. Altarisganga. Föstudagurinn langi: Dalvíkurkirkja. Kyrrðarstund við krossinn kl. 20.30. Páskadagur: Dalvíkurkirkja. Hátíðarmessa kl. 8 árdegis. Altaris- ganga. ^ Stœrri Arskógskirkja. Hátíðarmessa kl. 11. Altarisganga. Urðakirkja. Hátíðarmessa kl. 14. Altarisganga. 2. páskadagur: Hríseyjarkirkja. Hátíðarmessa kl. 11. Altaris- ganga. Dalbœr. Hátíðarmessa kl. 14. Sóknarprestur FréttahorN Fjárhagsáætlun fyrir Svarfaðar- dalshrepp hefur verið lögð fyrir til fyrri umræðu. Áætlaðar skatttekjur á árinu eru um 21,6 milljónir. Rekstur málaflokka að frádregnum tekjum er áætlaður kosta 15,6 milljónir, þaraf fara um 9 millj. nettó til fræðslumála, 2,5 millj. til yfirstjómar hreppsins,l,4 millj. til félagsþjónustu, um 1 ntillj. til hreinlætismála og til vegamála er áætlað að ráðstafa 700 þúsund krónum. Sem kunnugt er er stefnt að því að Ijúka framkvæmdum við félagsheimili hreppsins og fara 15- 20 millj. í það verkefni á árinu. á er í bígerð á vegum hreppsins að koma fyrir svokölluðum staðsetningarmerkjum niður við vegamót sitthvoru megin í dalnum. Um er að ræða skilti þar sem merktir eru inn bæir sveitarinnar, vegir og önnur kennileiti vegfar- endum til glöggvunar. Málið er enn í undirbúningi en vonast er til að hægt verði að koma því í fram- kvæmd nú í sumar. Skólanefnd Húsabakkaskóla hefur beint því til hreppsnefnd- ar að tekinn verði upp skólaakstur fyrir öll börn skólans frá lokum apríl n.k. Nú er einungis yngri bömum ekið daglega til skóla en s.l. haust var öllunt börnum ekið fram í október. Þannig er smám saman verið að stytta dvalartíma eldri nemenda á heimavist. Skóla- nefnd mælti einnig með því að næsta haust yrði tekinn upp akstur fram í lok nóvember. Flugleiðir hafa verið að endur- skoða umboðsmannakerfi sitt. Allntörg umboð úti á landi hafa verið lögð niður og aðeins fáir um- boðsmenn verða fyrir utanlands- flugið hjá félaginu. Til greina kom að leggja umboðið á Dalvík niður en ákveðið hefur verið að umboðið verði hér að minnsta kosti næsta árið. Síðustu tvo áratugina hefur untboðið verið í Versluninni Sogni hjá Sólveigu Antonsdóttur. Nú liggur fyrir að þær systur Sólveig og Guðlaug Antosndætur ætla að hætta með verslunarrekstur á næst- unni og hyggjast selja reksturinn og húsnæðið í Goðabrautinni en halda áfram með umboð bæði fyrir Flugleiðir og happdrættin á öðrum stað þegar verslunarhúnæðið verð- ur selt. s Utgerðarfélag Dalvíkinga h/f og Snæfellingur h/f í Ólafsvík hafa stofnað útgerðarfégið Njörð h/f sem hefur sitt heimili og vam- arþing á Dalvík. Þetta fyrirtæki keypti togarann Otto Wathne frá Seyðisfirði. Skipið átti að afhenda seinast í febrúar en afhendingin hefur dregist, meðal annars vegna óhapps sem varð við slipptöku skipsins í Reykjavík. Nú styttist t afhendingu og liggur fyrir að skip- ið mun heita Snæfell SH 740 og verður heimahöfn þess Ólafsvík. Nafn skipsins er afar heppilegt þar sem Snæfell EA 740 var á sínum tíma frægt skip sem gert var út af KEA en auðvitað vísar nafnið til staðhátta fyrir vestan. Fram- kvæmdastjóri Njarðar h/f verður Valdimar Bragason á Dalvík. á mun verslunin Dröfn, eða „Séllið" eins og það heitir á máli heimamanna skipta um eig- endur næstu daga og er „Bjarni í Séllinu" á leið til sjós. Athafnasvæði Sæplasts hf. við Gunnarsbraut. Dalvíkurbær hefur keypt húsið Jaðar fyrir 8 milljónir króna og verður það fjarlægt til að rýina fyrir viðbyggingu við verksmiðjuhúsnæði Sæplasts. Sæplast hf. Gengi hlutabréfa stórhækkar Framkvæmdir við 1.700 m2 viðbyggingu hefjast á næstunni MÁ ÉG KYNNA? Okkar stúlka í fegurð- arsam- keppni Rannveig Vilhjálmsdóttir heitir þessi 17 ára svarfdælska mær. Hún keppir til úrslita ásamt tíu öðrum fegurðardísum í Sjallan- um á Akureyri nk. föstudags- kvöld, 29. mars, um titilinn Ung- frú Norðurland. Rannveig er dóttir Vilhjálms Þórs Þórarinssonar og Ástu Sigríð- ar Guðnadóttur í Syðra-Garðshomi. Aðalfundur Sæplasts hf. var haldinn á Dalvík laugardaginn 16. mars sl. og að vanda kom þar fram að hagur félagsins er góð- ur. Reyndar hefur hann sjaldan verið blómlegri því á árinu 1995 var hagnaður af rekstrinum 35,9 milljónir króna. Það er útflutningurinn sem skýrir velgengni fyrirtækisins því í fyrra komu 52% af tekjum félags- ins utanlands frá. Stjórnendur fyr- irtækisins sjá fram á enn frekari vöxt á þessu ári og gera rekstrar- áætlanir ráð fyrir 10% tekjuaukn- ingu. Helsta ástæðan fyrir þessari bjartsýni er sú að mikil vinna hefur verið lögð í vöruþróun hjá fyrir- tækinu og hefur vörutegundum fjölgað fyrir vikið. Nefna má sem dæmi að sala á plaströrum hófst árið 1994 og jókst um 30% í fyrra. Þá jókst sala á rotþróm, tönkum og brunnum um 18% á árinu. Voru hitaþolin plaströr seld til fjarlægra plássa á borð við Kópasker og Kínaveldi. Augljóst er að fjárfestar deila bjartsýninni með stjómendum Sæ- plasts því gengi hlutabréfa í fyrir- tækinu á Verðbréfaþingi íslands hefur stórhækkað það sem af er árinu. Meðalgengi ársins 1995 var 3,13 en er nú að nálgast 5. I ljósi þess hve sterk eiginfjár- staða fyrirtækisins er var ákveðið að ráðast í stækkun húsnæðisins við Gunnarsbraut. Framleiðslu- húsnæðið verður stækkað um 1.300 m: og húsnæði fyrir skrif- stofur og starfsmannaaðstöðu um 400 m2. Við þetta stórbatnar að- staða hverfisteypudeildarinnar sem orðin er allt of þröng. Stækkunin gerir fyrirtækinu kleift að anna eftirspurn en nokkuð hefur skort upp á það að undanfömu. Stefnt er að því að auka afkastagetuna um 30-50%. Nú er unnið að hönnun við- byggingarinnar en gera má ráð fyrir að fyrsti áfangi byggingar- innar verði boðinn út á næstu vik- um. Gangi áætlanir eftir verður hægt að taka nýtt verksmiðjuhús- næði í notkun í haust. Áætlaður byggingarkostnaður er um 100 ntilljónir króna. Viðbyggingin eykur verkefni hjá verktökum og iðnaðarmönnum á Dalvík en til frambúðar má búast við að nokkur störf bætist við hjá Sæplasti hf. -ÞH

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.