Norðurslóð - 27.03.1996, Page 7

Norðurslóð - 27.03.1996, Page 7
NORÐURSLÓÐ - 7 Þegar gæðin skipta máli Á þessu korti sést sú hugmynd um Iegu jarðganga milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem oftast hefur verið raedd, en önnur leið hefur einnig verið rædd og væri þá farið upp Skeggjabrekkudal, sneitt framhjá Héðinsfirði og farið tölu- vert sunnar en sýnt er á þessu korti. Siglufjörður-Ólafsfjörður Jarðgöng enn á dagskrá Nýtt líf hefur færst í umræður um jarðgöng frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Hópur sem kallar sig „Ahugafólk um bættar sam- göngur á Tröllaskaga“ sendi ný- lega frá sér blaðið Samgang þar sem ýmsir málsmetandi menn tjá sig um málið. Einkuni er þar velt upp spurningunni hvort hagkvæmara sé að leggja í vega- framkvæmdir yfir Lágheiði eða gera göng úr Skútudal í Siglu- firði yfir í Héðinsfjörð og þaðan til Ólafsfjarðar. Lágheiðarvegurinn er sem kunnugt er lokaður mestan part ársins og því er vegalengdin milli nágrannabæjanna Siglufjarðar og Ólafsfjarðar 234 km í stað 18 ef farið væri í gegnum fjöllin. Gróf- lega er reiknað með að Lágheiðar- vegurinn kosti 650 millj. en jarð- göngin þrisvar sinnum meira, eða 1.950 milljónir. Hins vegar ber á það að líta að vegalengdin frá Ól- afsfirði til Siglufjarðar verður um 18 km um göngin en 62 km yfir heiðina. Þannig væri um verulegan sparnað að ræða fyrir þá sem um veginn fara. Menn spyrja sig því hvort nemur þjóðhagslega meira spamaður vegfarenda eða fjár- magnskostnaðurinn af 1.3 millj- arði sem er kostnaðarmunur á þess- um tveim vegaframkvæmdum. Jarðgöng myndu tengja Siglu- fjörð við hið eyfirska atvinnu- svæði og formælendur jarðganga benda á að slíkt myndi styrkja at- vinnusvæðið í heild sinni en sterkt atvinnulíf er undirstaða velferðar- kerfisins. Niðurstöður þessara bollalegginga áhugamanna um bættar samgöngur á Tröllaskaga eru þær að þjóðhagslega sé mun hagkvæmara að ráðast í jarðganga- gerð en leggja nýjan veg yfir Lág- heiði. Rotþraernar eru meðfaerilegar, auðveldar í niðursetningu og tenging lagna er baeði einföld og örugg. Rotþrærnar frá Sæplasti hafa fengið viðurkenningu Hollustuverndar ríkisins. Framleiðum einnig brunna, brunnop og hita og kaldavatnsrör. Hafið samband við sölumenn okkar og fáið nánari upplýsingar nlM' POSTHOLF 50, 620 DALVIK, SIMI 466 1670, BREFSIMI: 466 1833, GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670 Skíði Málningartilboð Björgvin bikarmeistari Björgvin Björgvinsson 15 ára skíðakappi á Dalvík hefur verið að gera það gott á skíðunum í vetur. Hann hefur sigrað í hverju skíðamótinu á fætur öðru og er nú þegar búinn að tryggja sér bikarmeistaratitil Skíðasam- bandsins í flokki 15-16 ára þó enn sé ekki öllum bikarmótum lokið. A dögunum hélt hann utan til Noregs og keppti þar á óopinberu norsku meistaramóti þar sem sam- an voru komnir kappar frá öllum Norðurlöndum. Þar hafnaði Björg- vin í 8. sæti í svigi, 9. sæti í sam- hliða svigi og 22. sæti í stórsvigi. Keppendur voru 91 talsins. Dal- víkingar binda að sjálfsögðu mikl- ar vonir við þennan unga skíða- meistara og er stefnan tekin á er- lendan skíðaskóla næsta vetur. En það eru fleiri Dalvíkingar að gera góða hluti á skíðum og að sögn kunnugra hafa Dalvíkingar aldrei áður átt jafnglæsilegan hóp afbragðs skíðafólks. Eva Björk Bragadóttir hefur komið heim með Björgvin Björgvinsson bikarmeist- ari á skíðum. þó nokkuð af góðmálmum fyrir svig og stórsvig af bikarmótum vetrarins og einnig hafa Harpa Hilmarsdóttir, Valur Traustason, Þorsteinn Magnúson og Skaftamir Þorsteinsson og Brynjólfsson stað- ið sig mjög vel. 20% afsláttur af innimálningu fra Sjofn til 3. apríl BYGGINGAVORUR DALVÍK - 466 3204, 466 3201

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.