Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 12.–14. apríl 2016 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 fanntofell@fanntofell.is | Finndu okkur á Facebook Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum frá árinu 1987 Hráefnið sem notað er til framleiðslu er allt gæðavörur, harðplast HPL, akrílstein, Fenix NTM og límtré. Erum með mikið úrval efna, áferða og lita. Framleiðum eftir óskum hvers og eins. HARÐPLAST OG AKRÍLSTEINN Viðhaldsfrítt yfirborðsefni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun. Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreiningi eða bakteríur. FENIX Nýtt fingrafarafrítt yfirborðsefni með einstaka eiginleika og silkimjúka viðkomu. Efnið er mjög álagsþolið, upplitast ekki og hefur baktreríudrepandi eiginleika. Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 RÚV birti siðareglur 1. maí n Nýr þjónustusamningur við ríkið staðfestir auknar kröfur n Innra eftirlit og aukin áhersla á gæðamál N ýr þjónustusamningur milli Ríkisútvarpsins ohf. og mennta- og menn- ingarmálaráðherra er í nokkrum veigamiklum atriðum öðruvísi en sá samningur sem gilti frá 2011 til 2015. Nokkrar kvaðir eru settar á RÚV sem ekki voru til staðar í fyrri samningi. Samningurinn gerir ráð fyrir virku innra eftirliti og auk- inni áherslu á gæðamál. Í því sam- hengi er RÚV gert að setja reglur þar að lútandi fyrir 1. nóvember. Í reglunum ber að útlista hvern- ig eftirliti með hlutleysis- og sann- girnisskyldu RÚV verði háttað. Þá á í reglunum að kveða á um hvernig brugðist verði við ef frávik verða frá frétta-, siða-, öryggis- eða öðrum reglum. Loks á að skilgreina hvernig hægt verði að koma ábendingum til RÚV og um leið hvernig þær verða varðveittar og þeim svarað. Samningurinn kveður á um að stjórn Ríkisútvarpsins setji sér starfsreglur og skulu þær birtar fyrir 1. júní næstkomandi. Siðareglur verði birtar 1. maí Samningurinn leggur þær skyldur á herðar RÚV að settar verði siðaregl- ur fyrir 1. maí og skulu þær birtar opinberlega. Hér er farið að dæmi Danmarks Radio, en allt starfs- fólk DR starfar eftir slíkum siðar- eglum. Gert er ráð fyrir að reglurn- ar taki til alls starfsfólks RÚV. Ekki er langur tími til stefnu því birta á reglurnar innan þriggja vikna. Loks er RÚV gert að setja sér fréttaregl- ur. Reglunum er ætlað að tryggja að fréttaþjónusta RÚV verði óháð stjórnmálalegum, hugmynda- fræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og rit- stjórnarákvörðunum, sem eru í samræmi við lögbundnar skyldur RÚV. Samningurinn kveður á um að auglýst skuli í allar lausar stöður og jafnframt að ráðið verði í þær eftir opnu, faglegu og gagnsæju ráðn- ingarferli. Sömu vinnubrögð skulu viðhöfð þegar samningar eru gerðir við verktaka. Þá er sú kvöð sett á Ríkisútvarp- ið að birta skuli í endurskoðuðum ársreikningi ítarlegri sundurliðun á útgjöldum til einstakra liða í starf- semi RÚV, en verið hefur. Greinargerð um frávik RÚV mun, samkvæmt samningn- um, þurfa að skila árlegri greinar- gerð þar sem er greint frá dagskrá og umfangi starfseminnar með ítarlegum hætti. Tilgangurinn með þessu ákvæði er að RÚV geti staðið fagleg skil á öllum þáttum starfsemi sinnar. Tilgreint er að greinargerðin skuli taka til þess hvernig hafi verið brugðist við einstökum frávikum frá frétta-, siða-, öryggis- eða öðrum reglum. Þá ber einnig að greina frá hvernig ábyrgst hafi verið að Ríkis- útvarpið hafi gætt að hlutleysis- og sanngirnisskyldu sinni. DV hefur áður greint frá því að í samningnum, sem gildir til næstu fjögurra ára, verður hækkað til mik- illa muna fjármagn sem rennur til sjálfstætt starfandi framleiðenda. Gert er ráð fyrir að hlutfallið tvö- faldist strax á þessu ári og að 650 milljónir króna, að lágmarki, renni til sjálfstætt starfandi framleið- enda. Gert er ráð fyrir að hlutfallið hækki en frekar þegar líður á samn- ingstímann og verði komið upp í 11% af heildartekjum árið 2019. n Fréttastjóri RÚV, Rakel Þorbergsdóttir, upplifir ekki nýja þjónustusamninginn sem pólitísk afskipti. „Ég get náttúrlega bara tjáð mig varðandi fréttastofuna og við höfum haft fréttareglur árum saman sem við vinnum eftir. Þær reglur eru endurskoðaðar reglulega. Enda hefur það umhverfi sem við vinnum í breyst hratt síðustu ár.“ Hún segir eðlilegt að gerðar séu ríkari kröfur til fréttamanna sem vinni á almannaútvarpi. Varðandi siðareglurnar sem birta á í byrjun næsta mánaðar segir Rakel að unnið hafi verið að þeim í um eitt ár. „Það eru reglur sem taka til alls starfsfólks og fréttastofan á fulltrúa í þeirri vinnu.“ Hún segir að á fréttastofunni horfi menn til BBC sem fyrirmyndar og að á þeim bæ hafi menn gengið langt í að setja niður þær kröfur sem gerðar eru til fréttamanna. Eggert Skúlason eggert@dv.is Ekki pólitísk afskipti Fréttastjóri RÚV segir fréttareglur endurskoðaðar reglulega Ekki pólitísk afskipti Rakel Þorbergs- dóttir lítur ekki á nýja þjónustusamn- inginn sem pólitísk afskipti. Reglur á reglur ofan Samkvæmt þjónustusamningn- um þarf RÚV að setja sér margs konar reglur. Fréttareglur eru þar á meðal. Raunar hafa þær verið við lýði í fjölmörg ár og eru reglulega endurskoðaðar. Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.