Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2016, Blaðsíða 19
Vikublað 12.–14. apríl 2016 Kynningarblað - Brúðkaup 3 Títaníumhringar: Léttir, endingar- góðir, ofnæmisfríir – frábært verð Ófeigur, Skólavörðustíg 5 H já Ófeigi, Skólavörðustíg 5, eru nú í boði trúlofunar- og giftingarhringar úr títaníum, í miklu úr- vali, alls um 130 gerðir. Títaníum er góðmálmur, dýrari en silfur og ódýrari en gull. Að sögn Bolla Ófeigssonar gullsmiðs hef- ur títaníum mikla kosti sem efni í skartgripi, meðal annars þann að efnið er ofnæmisfrítt og það fellur ekki á það. „Þetta er málmurinn sem not- aður er í gerviliði enda er hann ofnæmisfrír. Þessir hringar eru úr 100% títaníum og eru léttir. Málm- urinn er mjög harður þannig að hann rispast síður en gull og silfur. Hringarnir halda sér því mjög vel,“ segir Bolli. Hann útskýrir jafn- framt hvernig títaníum er góður kostur fyrir þá mörgu sem kjósa silfurlitaða skartgripi: „Það eru margir sem vilja silfur- litaða hringa og þeir eru miklu vin- sælli en gulllitaðir hringar. Margir fara þá leið að fá sér járn- og stál- hringa en slíkir hringar eru á svip- uðu verði og títaníumhringarnir hjá okkur. Oft er verið að reyna að ná silfurlitnum með hvíta- gulli, sem er svo karakterlaust að í flestum tilvikum er það rhodium- húðað.“ Þó að títaníum sé dýr málmur hefur Bolli náð hagstæðum samningum við virtan danskan hönnuð og býður þessa vönduðu títaníum-hringa á mjög hagstæðu verði. Ódýrasta hringaparið kostar aðeins 18.000 krónur. Einnig er hægt að fá hringapar þar sem dömuhringurinn er með demanti á aðeins 26.000 krónur. Verðið nær upp í 170.000 krónur en fer eftir því hve marga og hve stóra demanta fólk kýs að hafa í sínum hringum. Hægt er að láta grafa bæði innan í og utan á hringana. Að sögn Bolla er það aðeins hug- myndaflugið sem takmarkar þá skreytingu því hægt er að skanna myndir fyrir inngröft. Þannig er til dæmis hægt að grafa í fingrafar, handskreytingu, teikningu og hvað eina. Merkileg starfsemi í hjarta bæjarins Bolli Ófeigsson gullsmiður er sonur Ófeigs Björnssonar, stofnanda Gull- smiðju og Listmunahúss Ófeigs, en feðgarnir eru báðir gullsmíðameist- arar. Einnig eru þar skartgripir eftir Dýrfinnu Torfadóttur og Karl Gúst- af Davíðsson gullsmiði. Fyrir utan títaníum- hringana sem hér er fjall- að um eru allir aðrir skartgripir í versluninni hannaðir á staðnum. Móðir Bolla, Hildur Bolladóttir, er kjólameistari og kjólarnir sem hún hannar og saumar eru til sýnis og sölu í versluninni. Það er því sannarlega skemmtileg upplifun að skoða sig um hjá Ófeigi en stað- urinn tengist líka þekktum uppá- komum á borð við Reykjavík Bacon Festival, Kjötsúpudeginum, Blúshá- tíð í Reykjavík og Blómadeginum. Ný heimasíða, ofeigur.is fór í loftið í mars og þar er hægt að skoða alla trúlofunarhringana og annað sem Ófeigur hefur upp á að bjóða. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.