Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 13
háfjallaveiki núna í Everest-göngunni. En við þurftum tvívegis á leiðinni upp að halda kyrru fyrir til að aðlagast loftslaginu. Landslagið minnti mig oft á íslenskt landslag, nema það var hrikalegra. En kuldinn kom mér mest á óvart, það var tuttugu stiga frost og við gistum í óupp- hituðum tehúsum og höfðum ekkert rafmagn, því það var bilað í öllum dalnum allan tímann.“ Hún segir að vissulega hafi reynt á sam- skiptin í fjórtán manna hópi við þessar erfiðu aðstæður. „Hópurinn náði samt vel saman og þetta var mjög gaman, allir voru góðir vinir og það var grín og glens allan tímann. Við bjuggum til dæmis til veðmálið vom.com, um hver kæmist í gegnum þessa ferð án þess að æla, og ég get státað af sigri þar sem ég deildi með einum Ástralanum. Þar sem ég var elst þá gat ég leyft mér að draga mig aðeins út úr hópnum og fylgj- ast með hinum, sem var skemmtilegt. Til dæmis var lítill og rindilslegur Skoti í hópnum sem hafði mikla þörf fyrir að sanna sig, hann fór allt- af í ískalda sturtu, þótt það væri nánast bannað og hann hélt sig fremst. Hann sagði ekki orð og gaf ekkert af sér alla leiðina, en á síðasta degi okkar saman þegar við vorum komin niður, þá datt hann duglega í það og galopnaði sig.“ Þeir ríkustu voru nískastir á þjórféð Gréta segir að ekki hafi allir í hópnum komist alla leið upp og niður, fjórir voru sendir til baka í þyrlum. „Allir fengu matareitrun nema ég og einn Ástralanna og einn kastaði svo mikið upp af þessum sökum að hann endaði á spítala. Einn þurfti frá að hverfa vegna há- fjallaveiki og óstöðvandi blóðnasa og annar hafði verið lasinn frá degi tvö og örmagnaðist. Svo var einn sem lét þyrlu sækja sig þegar við náðum upp í grunnbúðirnar, hann nennti ekki að ganga niður, en það er stór hluti af göngunni að fara til baka. Þetta var þrettán daga ganga hjá okkur sem fórum alla leið upp í grunnbúð- irnar og til baka niður.“ Leiðsögumaðurinn í göngunni var nepalsk- ur sem og aðstoðarmaðurinn, og ýmist voru það jakuxar eða fólk sem sá um að bera allar vistir og farangur hópsins. „Við vorum með litla poka á bakinu fyrir hvern dag en fimm sjerpar sáu um að bera dótið okkar. Í lok ferðar ætluðu þeir ríkustu í gönguhópnum ekki að tíma að borga þessum sjerpum þjórfé, en við vitum að þeirra laun byggjast mest á þjórfé,“ segir Gréta og bætir við að það hafi verið lærdómsríkt að fylgj- ast með þeim í hópnum sem kunnu ekki aura sinna tal og eru vanir að fá allt sem þeir vilja. „Ég komst líka að því að íslenska viðhorfið „konur geta jafnmikið og karlar“ á ekki við í þessum heimshluta og íslenska sjálfstæða Gréta þurfti stundum að passa sig. En hún er líka þakklát fyrir að íslenskar konur hafi öll þau tækifæri sem þær hafa.“ Gréta fer til Balí í mars til að vinna í bók um Everestferðina, einhvers konar dagbók. „Ég skrifaði á hverjum degi í ferðinni, um allt sem ég upplifði og hugleiðingar um lífið og til- veruna. Með þessari bók vil ég bjóða fólki með mér í þetta ferðalag, fólki sem hefur kannski ekki tök á að fara sjálft á Everest.“ Gréta segir að hún muni aldrei gleyma bjölluhljómi jakux- anna, niðnum frá Mjólkuránni og öllu því ynd- islega fólki sem hún mætti, bæði fyrir göngu, í litlu þorpunum í göngunni og eftir göngu, en hún kom við á Indlandi á leiðinni heim. Hversdagur Gréta tók þessa mynd á leið frá Nagarkot að Bhaktapor, í litlu þorpi í Nepal. Unglingur í símanum.Hópurinn Gréta með göngufélögum og leiðsögumönnum á áfangastað. Í friðarpilsi Gréta komin alla leið í grunnbúðir án þess að æla. Stolt. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. HEYRNARSTÖ‹IN Beltone Legend ™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.