Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.02.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2017 ✝ Þorsteinnfæddist í Gerð- um III, Gerða- hreppi, 20. sept- ember 1928. Hann lést á Hrafnistu í Reykjanesbæ 5. febrúar 2017. Foreldrar hans voru Kristinn Ársæll Árnason, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 7.4. 1905, d. 9.8. 1987, og Kristín Eyjólfsdóttir, húsfreyja, f. 8.7. 1900, d. 6.3. 1966. Systkini Þorsteins eru Eyjólf- ur Árni Kristinsson, f. 30.1. 1927, d. 8.2. 2014, og Guðrún Alda Kristinsdóttir, f. 6.1. 1937. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Guðbjörg Þorkelsdóttir, f. 31.10. 1929. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Þorkell Þorsteinsson, f. 2.12. 1957, ókvæntur og barnlaus. 3) Elín Þuríður Þorsteinsdóttir, f. 29.12. 1961, gift Gísla Will- ardssyni. Þau eiga tvo syni, þá Davíð Þór, f. 29.6. 1988, og Elías Orra, f. 6.8. 1995. Að loknu grunnskólanámi stundaði hann nám í Reykja- skóla. Hann tók minna stýri- mannaprófið og lauk kenn- araprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1955. Síðar bætti hann við sig auknum skipstjórn- arréttindum. Hann kvæntist Helgu G. Þorkelsdóttur haustið 1953. Hann kenndi við Barna- skólann í Keflavík til ársins 1973 þegar hann hóf kennslu við Gagnfræðaskólann í Keflavík. Hann kenndi þar samfellt til árs- ins 1997 að undanskildum vetr- inum 1978-1979 þegar hann stundaði nám í Kaupmannahöfn. Þorsteinn stundaði sjómennsku á sumrin meðfram kennslunni um árabil og sjómennskan átti alltaf sterk ítök í honum. Útför Þorsteins fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 14. febr- úar 2017, kl. 11. Vilhelm Þorsteins- son, f. 12.11. 1956, hann er kvæntur Þorfinnu Lydiu Jósafatsdóttur, börn þeirra eru: a) Helga Elísa Þor- kelsdóttir, f. 8.4. 1983, gift Bjarna Þór Bjarnasyni. Þau eiga þrjú börn, þau Alexander Aron, f. 29.11. 2010, Elenóru Ósk f. 18.8. 2012, og Auðun Eðvald, f. 17.6. 2016. b) Margrét Silja Þorkelsdóttir, gift Ragnari Níels Steinssyni. Þau eiga þrjú börn, þau Dag Vil- helm, f. 12.6. 2008, Arnór Val, f. 21.12. 2009, og Lydiu Björk, f. 5.3. 2012. c) Ingvi Aron Þorkels- son, f. 22.4. 1990, búsettur í Sví- þjóð, í sambúð með Anetu Kian- kovu. 2) Kristinn Ársæll Þegar barn er alið upp er þörf á hlýju, umhyggju, festu og miklu ástríki. Þetta veganesti fengum við systkinin í ríkum mæli frá föður okkar. Þegar við þörfnuðumst huggunar eða hlýju var gott að leita til pabba og allt- af var hann tilbúinn til að hvetja okkur til góðra verka. Pabbi var maður orða sinna, heilsteyptur, heiðarlegur og hjartahlýr. Hann var mjög þægi- legur í umgengni, glettinn og ljúfur að eðlisfari. Hann var mað- ur sátta og umburðarlyndis og reyndi ætíð að bera klæði á vopn- in kæmi hann að ósætti eða deil- um manna á milli. Pabbi var alinn upp við sjó- mennsku sem litaði allt hans líf. Hann fylgdist vel með fréttum úr þeim ranni alla tíð og stundaði sjálfur sjómennsku á sumrin um árabil meðfram kennarastarfinu sem hann gerði að ævistarfi. Pabbi tjáði okkur rétt fyrir andlátið að það hefði verið eitt af hans mestu gæfusporum um æv- ina að velja sér kennslu barna og unglinga að ævistarfi. Í þau 42 ár sem hann sinnti kennslustörfum kenndi hann fjölda nemenda sem minnast hans með hlýju og virð- ingu. Honum þótti vænt um nem- endur sína og lagði sig allan fram um að mæta þeim þar sem þeir voru staddir. Hann náði vel til þeirra og þeir voru ófáir nemendurnir sem komu á heimili okkar og fengu aukatíma í lestri eða öðrum námsgreinum. Bakgrunnur hans í sjó- mennskunni skilað sér einnig í kennslustörfum hans þar sem hann kenndi bæði pungaprófið og sjóvinnu við Gagnfræðaskól- ann í Keflavík. Pabbi lagði ríka áherslu á heiðarleika, vinnusemi, sam- viskusemi og sjálfsvirðingu í uppeldi barna sinna. Þá kenndi hann okkur að hver er sinnar gæfu smiður og að forð- ast beri að mæla hamingjuna í samanburði við aðra. Eftir því sem árin líða verður okkur ljós- ara hvernig pabbi mótaði okkur systkinin og færði okkur vega- nesti sem hefur reynst okkur vel á lífsgöngunni og fyrir það verð- um við honum ætíð þakklát. Þau voru ófá árin sem pabbi og mamma héldu með hinum far- fuglunum austur á Eskifjörð á æskuslóðir mömmu þar sem þau vörðu sumrinu. Við systkinin nutum góðs af og eigum þaðan ljúfar minningar. Þá eiga tengda- börn hans ljúfar minningar um samskipti sín við hann og mömmu. Sama er að segja um barna- börnin fimm og barnabarnabörn- in sex sem minnast hans með söknuði. Við þökkum föður okkar, tengdaföður, afa og langafa fyrir samfylgdina. Megi minning hans lifa. Þorkell Vilhelm Þorsteinsson, Þorfinna Lydia Jósafatsdóttir, Kristinn Ársæll Þorsteinsson, Elín Þuríður Þorsteinsdóttir, Gísli Willardsson, börn og barnabörn. Við viljum minnast afa Steina sem hefur kvatt þennan heim sáttur eftir farsælt líf. Afi Steini var fjölmörgum kostum gæddur. Hann var yfir- vegaður, fróður, auðmjúkur, þol- inmóður og einstaklega hjarta- hlýr. Þessir kostir gerðu hann ekki eingöngu að góðum afa heldur frábærum kennara. Afi var ekki bara kennari að ævistarfi heldur var hann kennari af hugsjón og í hans augum voru allir jafnir. Hann naut þess sérstaklega að kenna og leiðbeina þeim sem aðr- ir höfðu litla trú á. Aðeins nokkr- um dögum áður en hann dó áttu hann og Margrét góða kvöld- stund saman þar sem hann sagði frá því að ef honum yrði einhvern tímann falin kennsla aftur, þá myndi hann alltaf velja „tossa- bekkinn“ fram yfir aðra bekki. Hann sagðist hafa notið þess að gefa nemendum trú á sjálfum sér og séð mörg þeirra blómstra. Við höfum nokkrum sinnum hitt gamla nemendur afa og oftar en ekki hefur það borið á góma hversu frábær kennari hann var. Afi var víðlesinn og fylgdist vel með fréttum. Þau amma misstu líklega ekki af einum ein- asta sjónvarpsfréttatíma því þau voru með sitt eigið „tímaflakk“; þau tóku fréttatímann upp á VHS ef ske kynni að þau yrðu trufluð. Afa leiddist ekki að eiga djúpar samræður um viðskipti og stjórnmál á milli þess sem hann lét lítið fyrir sér fara. Þrátt fyrir að vera sérstaklega rólegur og oft á tíðum maður fárra orða þá var ávallt stutt í húmor og glettni. Hann átti það til að lauma út úr sér vel tíma- settum og hnitmiðuðum bröndur- um þegar síst var von á fram á síðasta dag. Þær voru ófáar sundferðirnar sem við barnabörnin fórum í með afa en það var alltaf mikilvægur hluti af heimsóknum okkar til Keflavíkur. Ef afi fór ekki í sund til að hreyfa sig þá labbaði hann nokkra hringi á íþróttavellinum, það má því leiða líkur að því að sund og frjálsíþróttaáhugi okkar barnabarnanna hafi ef til vill komið frá honum. Við munum geyma fallegar minningar um einstakan afa og langafa, Helga, Margrét, Ingvi og fjölskyldur. Hvað við skiljum eftir okkur verður seint skilið en ég veit að pabbi Ellu, bestu vinkonu minnar á eftir að lifa í minningunni og á góðum stað. Mér finnst of hátíð- legt að kalla hann Þorstein eða Steina eins og Helga mamma Ellu kallaði hann, fyrir mér er og verður hann alltaf pabb’ennar Ellu. Það eru margar sögur sem ég get sagt sem endurtendra þau ljós sem hann kveikti hjá þeim sem voru svo heppin að vera hon- um samferða. Hans fegurð var fólgin í kímni og gefandi styrk sem margir fengu að njóta og var ég þar á meðal. Mér fannst óendanlega fyndið þegar borið var fram kaffistellið góða, glæsilegt en einkar óstöð- ugt – hann var byrjaður að brosa áður en hellt var í bollana vitandi að eitthvað óheppilegt væri í að- sigi, eins og venjulega kom á dag- inn. Síðan þegar einhverjum sak- lausum gestinum varð á að leggja bollann skakkt niður með tilheyr- andi afleiðingum var hlegið í hundrað ár. Elsku Helga, Keli, Kiddi og Ella, við Óddi hugsum hlýtt til ykkar á þessum erfiða tíma. Una Jóhannesdóttir. Þorsteinn Elías Kristinsson ✝ Páll Flygenr-ing fæddist í Hafnarfirði 17. október 1925. Hann lést 4. febr- úar 2017. Foreldrar hans voru Ingólfur Flygenring, framkvæmdastjóri og alþingismaður í Hafnarfirði, f. 24. júní 1896, d. 15. september 1979, og Kirstín Pálsdóttir Flygenring hús- móðir í Hafnarfirði, f. 18. ágúst 1897, d. 9. janúar 1980. Foreldrar Ingólfs voru August (Þórðarson, bónda á Fiskilæk í Melasveit Sigurðssonar) Fly- genring, kaupmaður, útgerð- armaður og alþingismaður í Hafnarfirði og Þórunn Stef- ánsdóttir (bónda á Þóreyjar- núpi í Miðfirði Jónssonar) Flygenring. Foreldrar Kir- stínar voru Páll Þorsteinsson (Jónssonar bónda í Víðivalla- gerði), bóndi í Tungu og Elín- borg Stefánsdóttir, systir Þór- unnar. Systkini Páls eru Þórunn Flygenring, húsmóðir í Hafnarfirði, fyrrverandi starfsmaður Landssímans, f. 24. júní 1919, og Ágúst Flygenring, framkvæmdastjóri enskum bókmenntum, f. 14. júlí 1963. Börn Björns og Val- gerðar eru: Ragnheiður Þóra, Páll Ásgeir, Björn Gunnar og Baldur. 2) Kirstín Flygenring hagfræðingur, f. 19. maí 1955, gift Sigurði R. Helgasyni, hag- fræðingi og fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Björgunar, f. 17. janúar 1943. Dóttir þeirra er Þóra. Sonur Sigurðar og stjúpsonur Kirstínar er Mar- teinn Helgi. 3) Elín Flygenr- ing, lögfræðingur og sendi- herra, f. 12. maí 1957, gift Finnboga Jakobssyni, tauga- lækni, f. 9. desember 1956. Dætur þeirra eru Kristel og Björg. Páll var stúdent frá MA 1946. Nám í byggingarverk- fræði við HÍ 1946-1949 og framhaldsnám við Danmarks Tekniske Höjskole, lauk prófi þaðan 1952. Verkfræðingur hjá Almenna byggingafélaginu hf. í Reykjavík 1952-1959, starfaði á verkfræðistofum í Stokkhólmi og Kaupmanna- höfn 1959-1961 og aftur hjá Almenna byggingafélaginu hf. 1961-1966. Deildarverkfræð- ingur hjá Landsvirkjun 1966- 1970, yfirverkfræðingur 1970- 1977. Ráðuneytisstjóri í iðn- aðarráðuneytinu 1. janúar 1977 til 1. október 1990. Útför Páls verður gerð frá Neskirkju í dag, 14. febrúar 2017, og hefst athöfnin klukk- an 13. í Hafnarfirði, f. 15. janúar 1923, d. 21. janúar 1991. Þórunn giftist Magnúsi Eyjólfs- syni, stöðvarstjóra Pósts og síma í Hafnarfirði, f. 14. október 1915, d. 16. janúar 2009. Dætur þeirra Þór- unnar og Magn- úsar eru Kristín Magnúsdóttir og Ásta Magn- úsdóttir. Ágúst kvæntist Guð- björgu Magnúsdóttur Flygenr- ing, f. 19. janúar 1924. Börn þeirra Ágústs og Guðbjargar eru Ingólfur Flygenring, Magnús Flygenring, Þóra Fly- genring og Unnur Flygenring. Páll kvæntist 20. ágúst 1949 Þóru Jónsdóttur ljóðskáldi, f. 17. janúar 1925. Þóra er dóttir Jóns H. Þorbergssonar, bónda á Bessastöðum og síðar á Laxamýri, og Elínar Vigfús- dóttur húsmóður á Bessastöð- um og Laxamýri. Börn Páls og Þóru eru: 1) Björn Flygenring, hjartalæknir í Minneapolis í Bandaríkjunum, f. 15. janúar 1953, sambýliskona Anna Þor- grímsdóttir píanókennari, f. 12. nóvember 1956. Hann var giftur Valgerði Hafstað, MA í Nú hefur sá sem allir verða einhvern tíma að lúta kallað Pál Flygenring til sín. Þegar við hin fengum kjörseðlana í hendur í haust frétti Páll að hann ætti ekkert val; endirinn væri skammt undan. Þetta voru kaldar kveðjur, en þessi hlýlegi maður skildi sáttur við lífið, enda farsæll, vinsæll, og sæll í sínu einkalífi. Þótt árin væru orðin mörg var hann alltaf ungur. „Barnið mitt,“ sagði hann og breiddi út faðminn þegar ég hitti hann fyrst. Þá var ég tvítug og verðandi tengdadóttir hans og Þóru. Þau tóku mér sannarlega opnum örmum. Síðan eru liðin meira en 30 ár. Það voru forréttindi að fá að kynnast Páli. Frá honum stafaði hlýja og manngæska. Öllum leið vel í návist hans, því hann hafði einlægan áhuga á öðru fólki, hög- um þess og sögum. Alltaf var hann umtalsgóður og grunaði náungann aldrei um græsku. Hann var eini afinn sem börnin mín kynntust, því faðir minn féll frá áður en þau fæddust, og ljúf- ari afa var ekki hægt að óska sér. Börnum leið hvergi betur en í ná- vist hans, því hann veitti þeim ómælda athygli og umhyggju, og naut þess að leiðbeina þeim og segja þeim sögur. Örlátur var hann, ekki síst á hrósið. Páll var einstaklega fjölhæfur. Þótt hann væri verkfræðingur að mennt og hefði sérhæft sig í öll- um heimsins útreikningum, þá hafði hann líka brennandi áhuga á tungumálum. Hann talaði reip- rennandi ensku, dönsku og sænsku og átti auðvelt með að lesa bæði frönsku og þýsku. Njálu kunni hann utan að. Svo ættfróður var hann að um þau efni gaf hann út vönduðustu bæk- ur. En hann sinnti ekki aðeins ættartrjám, því garðyrkja og ræktun voru honum líka kær- komið áhugamál. Hann hafði yndi af klassískri tónlist og var alltaf með á nót- unum þegar um hana var rætt. En hann var líka nýjungagjarn og tók því fagnandi þegar barna- börnin kenndu honum að meta nýstárlegri tónlist. Nýjungar settu hann aldrei út af laginu. Hann óttaðist þær ekki og var með fyrstu embættis- mönnum á Íslandi sem tileinkuðu sér tölvutæknina. Honum langt- um yngra fólk leitaði ósjaldan leiðsagnar hans þegar það villtist í netheimum. Hann var húmoristi og eftir- herma. Þeir eiginleikar nutu sín best þegar hann sagði sögur af ferðalögum sínum um heiminn. Þá stóð hann upp og brá sér í gervi konunnar sem honum krossbrá að hitta í finnskri saunu og uppgötva að ætti að ausa sig óklæddan vatni; svo lék hann af list japönsku móttökunefndina sem hneigði sig fyrst á hefðbund- inn hátt fyrir honum, en alveg niður í gólf eftir að hann rétti þeim nafnspjald sem á stóð að hann væri ráðuneytisstjóri. Svo létta lund hafði hann að hvorki skammdegi né slagveðursrigning var honum íþyngjandi. Þó heyrði ég þennan orðvara mann einu sinni blóta. Það var í fimm stiga hita norður í landi um miðjan júlí. Hann bölv- aði kuldanum. En rétt á eftir skellihló hann, því innra með honum var glaðasólskin. Ég kveð Pál Flygenring full þakklætis fyrir allar björtu Páll Flygenring ✝ Guðrún Matt-híasdóttir fæddist 16. ágúst 1940 í Reykjavík. Hún lést 5. febrúar 2017 á hjúkrunar- heimilinu Mörk í Reykjavík. Foreldrar Guð- rúnar voru Matt- hías Jochumsson Sveinsson, skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 17.7. 1905, d. 2.8. 1999, og Bára Sigur- björnsdóttir, iðnverkakona, f. 8.2. 1912, d. 28.12. 1993. Guðrún var einkabarn þeirra. Guðrún giftist 23.12. 1964 Sigurði St. Helgasyni, lífeðl- isfræðingi, f. 19.8. 1940. For- eldrar hans voru Helgi Guð- 1969-1971. Guðrún hóf nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík árið 1977 og lauk því, eftir hlé, árið 1987. Guðrún starfaði að loknu stúdentsprófi hjá Ríkisendur- skoðun en bjó síðar í Frakklandi og Svíþjóð. Heimkomin starfaði hún sem aðstoðarmaður á rann- sóknastofu í lífeðlisfræði en gerðist svo fiskeldisbóndi og hundaræktandi að Húsatóftum við Grindavík 1978-1985. Hún starfaði sem handavinnukenn- ari við Grunnskólann í Grinda- vík 1978-1982. Samhliða þessum störfum sinnti hún myndlist og svo eingöngu eftir lokapróf frá Myndlista- og handíðaskólanum, fyrst í Reykjavík en svo síðar á Laugarvatni. Guðrún hélt bæði einka- og samsýningar. Síðustu ár Guðrúnar bjó hún í Reykjavík en fluttist á hjúkrunarheimilið Mörk árið 2015. Útför Guðrúnar fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, í dag, 14. febrúar 2017, og hefst at- höfnin kl. 15. mundsson, pípulagn- ingameistari í Reykjavík, f. 16.2. 1902, d. 1.10. 1973, og Marta Jónsdóttir, húsfreyja, f. 11.6. 1907, d. 3.10. 1992. Sonur Guðrúnar og Sigurðar er Matt- hías Sigurðarson, f. 1971, maki Dalla Ólafsdóttir, f. 1975. Þeirra börn eru Urður, f. 2004, Ólafur Ragnar, f. 2007, og Guðrún Katrín, f. 2011. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1960. Hún lauk BA-prófi í frönsku og mannskynssögu frá Háskóla Íslands árið 1967. Þá lagði Guðrún stund á hand- íðanám í Gautaborg á árunum Guðrún, tengdamóðir mín, sem við kveðjum í dag var Reyk- víkingur en jafnframt Grímsey- ingur sem bjó í París, Svíþjóð og Portúgal í allmörg ár. Hún var stoltur stúdent úr Menntaskól- anum í Reykjavík sem gerðist síðar fiskeldisbóndi að Húsatóft- um við Grindavík með Sigga tengdapabba og tók þátt í bæj- armálum þar fyrir Alþýðubanda- lagið. Guðrún sem kölluð var Gunna af sumum en Minna af öðrum var líka myndlistarmaður sem lærði í Myndlista- og hand- íðaskólanum og var mikil hann- yrðakona. Hún átti fjölbreytt og margþætt líf sem við minnumst í dag. Ég kynntist Gunnu fyrir tæp- um sautján árum þegar við Matti Guðrún Matthíasdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN BJARNASON, fyrrverandi bæjarverkstjóri Garðabæjar, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund 7. febrúar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju, Kópavogi, fimmtudaginn 16. febrúar klukkan 13. Ragna Pálsdóttir Kolbrún Kjartansdóttir Ásþór Ragnarsson Páll Bjarni Kjartansson Þuríður Pálsdóttir Hrafnhildur Kjartansdóttir Jón Þorvaldur Bjarnason Hrefna Nellý Ragnarsdóttir Jón Sigurbjörnsson Kristín Stefánsdóttir Jón Sverrir Erlingsson barnabörn og langafabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.