Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 22
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang visir.is Fjárfestingafélagið B2B, í eigu Birgis Þórs Bieltvedt, mun fá greitt árlega um 500 þúsund evrur, jafnvirði 62 milljóna króna, fyrir ráðgjafarstörf fyrir Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG). Birgir mun sam- kvæmt nýju samkomulagi veita DPG ráðgjöf varðandi rekstur og frekari uppbyggingu pitsukeðjunnar hér á landi út maí 2024, tveimur árum skemur í Noregi og Svíþjóð, og fyrir- hugaða útrás til Finnlands og Eystra- saltsríkjanna. Þetta kemur fram í nýrri hlut- hafakynningu DPG, sem er skráð í bresku kauphöllinni, en það keypti í síðustu viku 44,3 prósent til við- bótar í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Sví- þjóð. Samkvæmt henni telur stjórn DPG mikilvægt að Birgir komi áfram að uppbyggingu vörumerkisins í ljósi reynslu hans og tengsla við sérleyfis- hafann á heimsvísu, Domino’s Pizza International Franchising (DPIF). Því hafi félagið samið við Birgi þann 14.  desember síðastliðinn um að hann haldi áfram ráðgjafarstörfum og vinni í samstarfi við DPG að því að tryggja sérleyfissamning fyrir Finn- land og Eystrasaltsríkin fyrir júní 2021. Fari svo að Birgir landi þeim samningi við DPIF verða tvö ný dótturfélög stofnuð utan um útrás- ina. DPG mun eiga 90 prósenta hlut en Birgir eða félag á hans vegum hin tíu prósentin. Fjárfestirinn mun þá fá greiddar 500 þúsund evrur í ráð- gjafarþóknun sem geta einungis farið upp í kaup hans á hlutafénu í dótturfélögunum tveimur. Þá mun Birgir einnig eiga kauprétt á fimm prósentum til viðbótar í báðum félögunum. Kynningin inniheldur einnig upplýsingar um rekstur Domino’s á Íslandi á fyrri helmingi þessa árs. Tekjur félagsins námu þá 2,7 millj- örðum króna samanborið við 2,4 milljarða á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður (EBITDA) batnaði um fjórðung milli ára og nam 382 milljónum. Þá var hagnaður félagsins eftir skatta tæplega 300 milljónir og jókst um 38 prósent en pitsustöðum keðjunnar fjölgaði milli áranna úr 19 í 22. Þá er bent á að veltan jókst um 260 prósent milli 2010 og 2016. Domino’s á Íslandi státi þar að auki af mestri sölu per fermetra (e. sales density) af öllum þeim löndum þar sem pitsur Domino’s séu bakaðar, en þau eru alls 91. Samkvæmt fréttatilkynningu síð- asta fimmtudag um kaup DPG á 44,3 prósenta hlut í Pizza Pizza greiðir fyrirtækið jafnvirði 3,7 milljarða króna fyrir bréfin. Breska félagið á nú 95,3 prósenta hlut en það keypti upphaflega 49 prósent haustið 2016, á 4,2 milljarða króna á þáverandi gengi. Bætti það svo við öðrum tveimur prósentum í mars síðast- liðnum og greiddi 180 milljónir fyrir hlutinn. Birgir steig þá niður úr stóli stjórnarformanns og með nýjustu sölunni hverfur fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu Birgis og eiginkonu hans, Eyglóar Kjartansdóttur, út úr hlut- hafahópnum ásamt Högna Sigurðs- syni. Aðalfundur DPG verður haldinn 11. janúar og kaupsamningurinn, og þar af leiðandi nýi ráðgjafarsamn- ingurinn við Birgi, verður þá borinn undir hluthafa breska félagsins. Það á einnig rekstur keðjunnar í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s. haraldur@frettabladid.is Pitsurisi greiðir Birgi 62 milljónir fyrir ráðgjöf Fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt fær greiddar um 500 þúsund evrur á ári frá Domino’s í Bretlandi fyrir ráðgjafarstörf. Samningsbundinn út maí 2024. Hagn- aður Domino’s á Íslandi, Pizza Pizza, jókst um 38 prósent á fyrri árshelmingi. Domino’s í Bretlandi á nú 95 prósent í rekstrinum hér á landi en hér eru 22 pitsustaðir. FréttaBlaðið/Eyþór Birgir þór Bieltvedt fjárfestir. Nýtt öflugt bókhaldskerfi í skýinu frá manninum sem færði okkur Dynamics Ax Prófaðu frítt í 30 daga www.uniconta.is Lagast að þínum þörfum Erik Damgaard Stofnandi Uniconta – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Samkeppniseftirlitið varði í fyrra hátt í 35 prósentum af ráðstöfunar- tíma sínum í málefni sem tengjast samgöngu- og ferðamörkuðum. Engir aðrir markaðir hlutu eins mikla athygli starfsfólks eftirlitsins. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Samkeppniseftirlitsins til Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Starfsmenn eftirlitsins, sem voru 24 talsins í lok síðasta árs, vörðu um 25 prósentum af tíma sínum í að skoða málefni sem tengjast umræddu mörkuðunum tveimur árin 2014 og 2015 en hlutfallið hækkaði hins vegar í tæplega 35 prósent í fyrra. Þá fóru hátt í 20 prósent af tíma starfsfólksins á síðasta ári í mál sem varða matvörumarkaðinn, en það er svipað hlutfall og undanfarin ár. Þegar kemur að málefnum sem tengjast fjármálaþjónustu nam hlutfallið tæplega 10 prósentum. Aðrir markaðir, svo sem olíu- og fjarskiptamarkaðirnir, fengu minni athygli. Í skýrslunni er auk þess bent á að starfsfólk Samkeppniseftirlitsins verji stórum hluta vinnutímans, eða ríflega 25 prósentum, í að skoða mál sem tengjast misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækja. Ástæðan sé fyrst og fremst smæð hagkerfisins og að fákeppni ríki á mörgum mörkuðum. Mestur tími fer þó í athuganir á ólögmætu sam- ráði. Málum sem koma til kasta Sam- keppniseftirlitsins hefur fækkað verulega á síðustu árum. Í nóvem- bermánuði voru aðeins 59 mál á borði eftirlitsins en þau voru 129 talsins í byrjun árs 2016, að því er fram kemur í skýrslunni. – kij Mestur tími fer í samgöngur og ferðamál Stjórn Almenna leigufélagsins hefur samþykkt að gefa út skuldabréf á markaði fyrir allt að 30 milljarða króna. Stefnir félagið, sem er í eigu sjóðs í rekstri GAMMA Capital Management, að því að gefa út bréf fyrir allt að 6 til 12 milljarða króna í fyrsta útboði, að því er fram kemur í nýrri kynningu félagsins fyrir fjár- festa. Tilgangur skuldabréfaútgáfunnar er meðal annars að einfalda fjár- mögnun félagsins og lækka fjár- magnskostnað með því að endur- fjármagna núverandi skuldir og auka fjölbreytileika í fjármögnun. Er jafnframt gert ráð fyrir að frekari útgáfa skuldabréfa verði nýtt til að stækka eignasafn félagsins. Fyrir- tækjaráðgjöf Landsbankans og Lög- menn Lækjargötu veittu félaginu ráðgjöf við gerð útgáfurammans og grunnlýsingar. Almenna leigufélagið átti 1.214 íbúðir, samtals að stærð 110 þúsund fermetra, í lok júní- mánaðar síðastliðins en heildar- virði þeirra nam þá 39,1 milljarði króna samkvæmt verðmati KPMG. Um helming eigna félagsins má finna í Reykjavík og 17 prósent í nágrannasveitarfélögum innan höfuðborgarsvæðisins. Er um 91 prósent af eignasafninu í langtíma- leigu. Stefnt er að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu 18 til 24 mánuðum, en í fjárfestakynningunni er tekið fram að undirbúningur að henni sé þegar hafinn. Felst hann meðal annars í endurfjármögnun skulda, hagræðingu í rekstri og flutn- ingi félagsins í nýjar höfuðstöðvar að Suðurlandsbraut. – kij Hyggst gefa út skuldabréf fyrir allt að 30 milljarða 39,1 milljarður var heildarvirði eignasafns almenna leigu- félagsins um mitt þetta ár. Stefnt er að skráningu almenna leigufélagsins á hlutabréfamarkað í kauphöllinni á næstu 18 til 24 mánuðum. 2 0 . d e s e m b e r 2 0 1 7 m I Ð V I K u d a g u r2 markaðurinn 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 8 E -3 C 0 0 1 E 8 E -3 A C 4 1 E 8 E -3 9 8 8 1 E 8 E -3 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.