Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 34
Nýr stjórnarsáttmáli kveður á um að rita eigi Hvítbók um fjármálakerfið. Við hjá Samtökum fjármálafyrirtækja fögnum því í ljósi umræðu á vett­ vangi stjórnmálanna um nauðsyn þess að endurskipuleggja fjármála­ kerfið. Vandinn við þá umræðu hefur verið að mest hefur verið rætt um eignarhald en lítið fjallað um inni­ hald fjármálastarfsemi og oftar en ekki er rætt um fjármálastarfsemi á forsendum sem ekki eru lengur til staðar. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum. Þannig hafa verið gerðar grundvallar breytingar á regluverki fjármálafyrirtækja og á rekstrar­ umhverfið í dag lítið sem ekkert skylt við það sem þekktist áður en að fjár­ málakreppan skall á árið 2008. Fram undan eru enn frekari breytingar og bíða nú á fjórða hundrað EES­gerðir innleiðingar hér á landi. Ofan á þetta verður ekki litið fram hjá því að staf­ ræna byltingin er nú þegar farin að hafa veruleg áhrif á fjármálastarf­ semi og sér ekki fyrir endann á þeim breytingum. Þó nokkrar þeirra gerða sem bíða innleiðingar munu hafa veruleg áhrif á allt starfsumhverfi fjármála­ þjónustu hér á landi og í Evrópu allri. Umbreyting á regluverkinu hingað til hefur leitt til þess að bankar, vátryggingafélög og verð­ bréfafyrirtæki hafa þurft að aðlaga sig breyttum aðstæðum til þess að sinna grundvallarhlutverki sínu með skilvirkum hætti – umbreyta sparn­ aði í fjárfestingu og dreifa áhættu og styðja þar við efnahagslífið og sam­ félagið í heild sinni. Fjártæknin breytir öllu Framþróun svokallaðrar fjártækni (e. fintech) er einnig að leiða til mikilla umbreytinga á fjármála­ markaði. Fyrirtæki, sem eru ekki hefðbundnir bankar, vátrygginga­ fyrirtæki og verðbréfafyrirtæki og lúta þar af leiðandi ekki sama regluverki, eru í vaxandi mæli farin að veita hefðbundna fjármála­ þjónustu á borð við lánastarfsemi og greiðslumiðlun. Innleiðing nýrrar greiðsluþjón­ ustutilskipunar Evrópusambands­ ins (PSD II) mun valda straum­ hvörfum í þessum efnum og auka enn frekar samkeppni á ákveðnum sviðum fjármálaþjónustu, þvert á landamæri. PSD II­tilskipunin skapar sameiginlegan markað fyrir greiðsluþjónustu í Evrópu með það að markmiði að auka samkeppni og tryggja nýsköpun á þessu sviði. Ein veigamesta breytingin sem innleiðing tilskipunarinnar hefur í för með sér er að hún opnar fyrir aðgengi fyrirtækja að innláns­ reikningum viðskiptavina fjár­ málafyrirtækja. Þetta þýðir að við­ skiptabankar verða að veita öðrum fyrirtækjum óhindrað aðgengi að reikningum viðskiptavina sem veita til þess heimild. Á sama tíma felur tilskipunin í sér að viðskipta­ bankinn getur ekki innheimt við­ bótargjald hvorki af viðkomandi fyrirtækjum né af viðskiptavin­ inum. Þetta aðgengi verður jafn­ framt staðlað þannig að nánast öll fyrirtæki sem eigandi innlánsreikn­ ings veitir heimild fyrir geta fengið aðgang án mikillar fyrirhafnar eða þröskulda. Innleiðing tilskipunarinnar mun auðvelda nýjum keppinautum hefðbundinna fjármálafyrirtækja að veita viðskiptavinum sínum fjármálaþjónustu. Sumir sér­ fræðingar telja að þetta muni þrengja verulega að stöðu banka svo dæmi séu tekin. Þannig telja sérfræðingar Sopra Banking að tekjur evrópskra viðskiptabanka muni dragast saman um fjórðung á næstu árum vegna breytinganna. Aðrir sérfræðingar eru bjartsýnni fyrir hönd bankanna og sjá sóknar­ færi í breytingunum. Fjölmargar spurningar Hér á landi eru fjármálafyrirtæki og tryggingafélög að auka þjónustu sína með stafrænum lausnum og má segja að mörg þeirra séu hratt að breytast í fjártæknifyrirtæki. En allar þessar breytingar þarf að ræða. Spurning­ arnar sem við þurfum að velta upp eru fjölmargar. Hvaða áhrif munu þessar breytingar hafa á íslenskt efna­ hagslíf? Á efnahagslegt sjálfstæði okkar? Hvernig gerum við íslenskum fjármálafyrirtækjum kleift að keppa í þessu nýja samkeppnisumhverfi á jafnræðisgrunni? Hver eru áhrif fjár­ tækninnar og allra breytinganna sem EES­gerðirnar leiða af sér á lítinn markað eins og Ísland? Hvernig tryggj­ um við aðgengi íslenskra fyrirtækja að fjármögnun í þessu nýja umhverfi? Svona gætum við spurt áfram og vonandi verður allt þetta krufið í nýrri Hvítbók um fjár­ málakerfið hér landi. Við munum leggja okkar af mörkum til þess­ arar umræðu og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama því þessi þróun kemur okkur öllum við. Allt á fullu á Wall Street Sigríður Hrund Guðmundsdóttir rekstrarhagfræð- ingur, MBA og FKA-félagskona Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja Skotsilfur Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum sú vitundar­vakning sem hefur orðið með #metoo sögum úr atvinnulífinu. Átakanlegar sögur um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdníðslu sem eru ekki bundnar við ákveðnar starfsstéttir heldur virðast vera undirliggjandi mein í fyrirtækjamenningu á Íslandi. Ég held að fjármálageirinn sé þar engin undantekning þó þær sögur hafi ekki komið fram. Þar hafa löngum ríkt karllæg gildi þar sem hæfileika­ ríkum konum hefur alltof oft verið ýtt til hliðar í valdi karla. Ég var lengi í þessum geira þar sem ég var bara ein af strákunum og sem slík upplifði ég jafnan virðingu jafnt á við aðra. Aftur á móti veit ég um of mörg dæmi um annað, þrátt fyrir yfirlýsingu stjórn­ enda um góða stjórnarhætti. Það er mjög jákvætt að Samtök atvinnulífsins koma strax fram og for­ dæma kynferðislega áreitni og vald­ beitingu á vinnustað og viðurkenna að í ljósi allra saganna sé þetta raunveru­ legt vandamál og ítreka mikilvægi þess að fyrirtæki bregðist við af ábyrgð til að tækla þessi mál innanhúss, komi þau upp, og skapa farveg til að fyrirbyggja að slík mál komi upp. Nú eru flest stærri fyrirtæki með stefnu um ábyrga og góða stjórnarhætti og „siða­ og sam­ skiptareglur starfsmanna“ þar sem vönduð vinnubrögð og fagmennska eru höfð að leiðarljósi. En það er ekki nóg að það líti vel út á blaði. Verkferlar þurfa að vera skýrir, lifandi og sýni­ legir öllum starfsmönnum svo þeir viti hvert og hvernig þeir eigi að snúa sér komi áreitni upp. Það er jú sam­ félagslagsleg ábyrgð að skapa þannig vinnuumhverfi að það sé sjálfsagt mál að konur og karlar geti unnið saman án þess að karlremban breytist í hellis­ búann – og leggi konuna með frum­ stæðum hvötum og valdníðslu. Slæm fyrirtækjamenning er tap fyrir fjárfesta og kostnaðarsöm fyrir sam­ félagið, þar sem mikil þekking og orka fer forgörðum. Konur breyta þessu ekki einar sér – ekki heldur karlar. Við þurfum að vinna að þessu saman, sem samfélag, hlusta á hvert annað og breyta því hugarfari sem hefur verið ríkjandi. Verðmæti í heilbrigðri fyrirtækjamenningu Umræða um innihald Stöðugleikinn Helstu áherslur nýrrar ríkisstjórnar í gengismálum munu miða að því að tryggja stöðugleika krónunnar og koma í veg fyrir miklar gengis- sveiflur, ef marka má orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í nýlegu viðtali við Reuters. Í viðtalinu segir hún það ekki raunhæfa leið að festa gengi krónunnar við evru, líkt og fyrrverandi fjármálaráðherra talaði fyrir, og auk þess sé ríkisstjórnin á einu máli um að Ísland eigi ekki að ganga í Evrópusambandið. Katrín minnir á að verkefnisstjórn, sem var falið að endurmeta peningastefnuna, muni skila af sér á næsta ári og í kjöl- farið verði sennilega gerðar nauð- synlegar úrbætur á ramma peninga- stefnunnar. Kveður Dalinn Fjárfestirinn Hilmar Þór Kristinsson er farinn út úr hluthafahópi eignarhalds- félagsins Dalsins, eiganda Birtíngs útgáfufélags og Press- unnar. Hilmar átti áður 20 prósenta hlut líkt og hinir fjórir núverandi hlut- hafar. Þar má finna viðskiptafélagana Árna Harðarson, Róbert Wessman og Halldór Kristmannsson, sem allir eiga núna fjórðungshlut ásamt Jóhanni G. Jóhannssyni. Þeir hafa nú um nokkurra mánaða skeið átt í deilum við Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi útgefanda og hluthafa Pressunnar, sem fékk þá til að fjárfesta í bæði Birtíngi og þeim fjölmiðlum sem áður tilheyrðu hinni nú gjaldþrota Pressu. Tekur við ÍV Rúmlega fimm mánuð- um eftir að Sigþóri Jónssyni var sagt upp störfum sem framkvæmda- stjóra Íslenskra verðbréfa hefur stjórn félagsins ráðið eftirmann hans en það er Jón Helgi Pétursson. Hann hafði gegnt stöðu framkvæmdastjóra ÍV til bráðabrigða á síðustu mán- uðum en var áður forstöðumaður rekstrarsviðs fyrirtækisins. Jón Helgi hefur starfað í tæp átján ár á fjár- málamarkaði, þar af síðustu þrettán ár innan samstæðu Íslenskra verð- bréfa, lengst af sem framkvæmda- stjóri ÍV sjóða. Miðlarar á gólfi kauphallarinnar í New York höfðu í nægu að snúast í gær en talsvert var um viðskipti með verðbréf samhliða umræðu í banda- ríska þinginu um skattafrumvarp Donalds Trump. Dow Jones vísitalan hækkaði í gærmorgun þegar umræður hófust. NORDIC PHOTOS/GETTY 2 0 . d e s e m b e R 2 0 1 7 m I Ð V I K U d A G U R6 markaðurinn 2 0 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :4 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 8 E -3 C 0 0 1 E 8 E -3 A C 4 1 E 8 E -3 9 8 8 1 E 8 E -3 8 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.