Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 27
Símaskjárinn og sjálfsmyndin En hver er leiðin að hennar mati? Er hægt að vinna bug á þessum alvar- lega vanda? „Í myndinni er lögð mikil áhersla á að fræða. Kynna vandamálið til sögunnar og varpa ljósi á það. En ekki að skamma og predika. Ég held að einhver hluti lausnarinnar felist í opinskárri umræðu og fræðslu og því að skila skömminni. Gera út af við hana. Auðvitað er þetta ömur- legt ástand sem þarf að tækla en það er ekki vonlaust að takast á við það. Fyrst og fremst þarf að horfast í augu við þennan veruleika ungs fólks. Í myndinni fylgjumst við með sex einstaklingum sem tengjast inn- byrðis. Þetta eru ólíkir einstaklingar og við fylgjumst með þeim í þeirra hversdegi. Í skólanum, partíi og heima hjá sér. Og við fylgjumst líka með samskiptum þeirra í símanum og á samfélagsmiðlum. Það sem ger- ist á símaskjánum er stór hluti af lífi ungs fólks og sjálfsmynd þess. Auð- vitað ætti það ekki að vera þannig. En það er það.“ Myndin verður sýnd í fjórum hlutum dagana 16. til 19. janúar á Facebook-síðu Vodafone. Höfundar myndarinnar eru Þórdís Elva Þor- valdsdóttir og Brynhildur Björns- dóttir. Þær gerðu áður fræðslu- myndirnar Fáðu já og Stattu með þér. Af japönskum ættum Þrátt fyrir ungan aldur er Erna Mist einbeittur listamaður. Hún skrifaði undir sinn fyrsta bókasamning sex- tán ára gömul og gaf ári seinna út teiknimyndabókina Fáfræði. Á námsárum sínum í Mennta- skólanum við Hamrahlíð keppti hún tvisvar í Söngvakeppni Sjón- varpsins, hélt þrjár einkasýningar á málverkum og á síðasta ári sínu í skólanum skrifaði hún leikritið Korter yfir þrjú sem hún færði á fjalir Nýja sviðsins í Borgarleik- húsinu í tengslum við verkefnið Ungleik. Nú hefur leiklistin fangað hana. „Ég hef þrætt mig í gegnum flest listform. Leikhúsið er ákveðin endastöð og byrjunarstöð þar sem leikhúsið inniheldur þau öll. Leik- listin ýtir jafnframt undir þau öll og því stefni ég á leiklistarnám.“ Hún er af japönskum ættum. Afi hennar, Nobuyasu Yamagata mynd- listarmaður, flutti hingað til lands frá Okinawa-eyjum fyrir meira en aldarfjórðungi. „Hann vill lítið tala um það af hverju hann ákvað að flytja hingað. Það tengist skelfilegu hlutskipti íbúa Okinawa í seinni heimsstyrj- öldinni og eftir hana,“ segir Erna Mist. Okinawa er eyja og meðal minnstu og fátækustu héraða Jap- anshafs. Erna Mist vísar í hrikalegt mannfall sem varð á eyjunum í seinni heimsstyrjöldinni og hernám eyjanna. Lífskjör íbúa á eyjunum voru erfið og hafa verið erfið síðan. „Afi tekur myndlist alvarlega og var duglegur að ota að mér skissu- pappír og litum,“ segir Erna Mist. „Myndlistaráhuginn er ríkur í fjöl- skyldunni. Pabbi, Pétur Yamagata, er teiknari og teiknar myndasögur. Ég geri bæði, mála og teikna sögur,“ segir Erna Mist. Móðir hennar, Guð- björg Magnúsdóttir, starfar sem fjármálastjóri og Erna Mist segist hljóta að hafa dugnaðinn frá henni. „Ég veit ekki hvað drífur mig áfram, kannski ótti við að deyja. Rík þörf fyrir að upplifa. Ég vil prófa allt sem er í boði.“ Erna Mist er forvitin um upp- runa afa síns. „Ég hef ekki komið til Japans ennþá en stefni á að fara þangað. Ég er heilluð af einu atriði sem tengist uppruna mínum. Á Okinawa, í einu einasta stöðuvatni, er að finna lífveru sem kallast kúlu- skítur, lífvera sem er eins og mjúk mosakúla. Þessi lífvera finnst aðeins á einum öðrum stað í heiminum. Hér á Íslandi, í Mývatni. Þessi stað- reynd finnst mér alveg hreint mögn- uð. Ég myndi fá mér einn kúluskít til að eiga ef þeir væru ekki alfriðaðir. Þessi staðreynd gerir það að verkum að ég trúi því ekki að allt sé tilvilj- unum háð. Einhverjir töfrar eru til, er það ekki?“ Myndin af Mér er eftir Þórdísi elvu Þorvaldsdóttur og Brynhildi Björnsdóttur. Þær gerðu áður Myndirnar fáðu já og stattu Með Þér, uM kynlíf og kynferðisofBeldi. Erna lenti sjálf í því tólf ára að nektarmynd af henni fór í dreifingu. Hér er hún í hlutverki Ylfu. Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is Fjárhæðir og breytingar á lífeyrisgreiðslum 2018 Ellilífeyrir: • Almennt frítekjumark gagnvart tekjum er 25.000 kr. á mánuði. • Sérstakt frítekjumark gagnvart atvinnutekjum verður 100.000 kr. á mánuði. • Heimilisuppbót verður að hámarki 60.516 kr. á mánuði. • Ellilífeyrir verður að hámarki 239.484 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir. • Ellilífeyrir verður að hámarki 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir og uppfylla skilyrði til greiðslu heimilisuppbótar. • Hægt er að fara á hálfan lífeyri frá TR á móti hálfum lífeyri frá lífeyrissjóðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Almennt: • Greiðslur eru reiknaðar út frá tekjum í tekjuáætlunum sem lífeyrisþegar bera ábyrgð á að leiðrétta ef þörf er á. • Hægt er að skoða og breyta tekju- áætlun á mínum síðum á tr.is. • Greiðslur eru endurreiknaðar árlega á grundvelli skattframtals þegar það liggur fyrir. Örorkulífeyrir og endurhæfingarlífeyrir: • Frítekjumark gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót er: • Atvinnutekjur – 109.600 kr. á mánuði. • Lífeyrissjóðstekjur – 27.400 kr. á mánuði. • Fjármagnstekjur – 98.640 kr. á ári. • Lágmarksframfærslutrygging verður: • 300.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir og uppfylla skilyrði til greiðslu heimilisuppbótar. • 238.594 kr. á mánuði hjá þeim sem búa ekki einir. • Heimilisuppbót verður að hámarki 48.564 kr. á mánuði. Nánar á: tr.is/tryggingastofnun/fjarhaedir-og-gjaldskrar Fjárhæðir greiðslna hækka almennt um 4,7% h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 1 3 . j A n ú A R 2 0 1 8 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E B C -1 9 6 0 1 E B C -1 8 2 4 1 E B C -1 6 E 8 1 E B C -1 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.