Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að f m viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til löggildingar fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Margt bendir til þess að minjar allt frá 9. öld séu á meðal þess sem kom í ljós við fornleifauppgröftinn á Landssímareitnum í miðbæ Reykja- víkur sem fram fór í fyrra. Mann- vistarleifarnar sem um ræðir voru að mestu leyti horfnar vegna seinni tíma framkvæmda en þó benti ým- islegt til þess að heiðin mannvirki hefðu verið þarna i jörðu fyrir rúm- um 1.100 árum og tengja mætti þau við útfararsiði og legstaði heiðinna manna. Þó er ótímabært að fullyrða slíkt. Minjarnar, sem eru mjög brotakenndar, voru í og undir öskulagi úr eldgosi frá um 871. Þetta staðfestir dr. Vala Garðars- dóttir fornleifafræðingur, sem stjórnaði uppgreftrinum, í samtali við Morgunblaðið. Allt skráð og kortlagt Fornleifafræðingarnir rannsök- uðu og kortlögðu þessar elstu mann- vistarleifar af nákvæmi en fjarlægðu þær síðan, í samráði við fulltrúa Minjastofnunar, eins og aðrar minj- ar sem fundust við uppgröftinn. Þær verða nú rannsakaðar frekar, m.a. aldursgreindar á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum. Er vonast til að niðurstöður liggi fyrir í haust eða fyrir áramót. Meðal þessara minja eru gripir frá víkingaöld er teljast klassískir, en þeir gripir eru enn til rann- sóknar. Ekki er útilokað að sumir þessara grípa geti talist sem haugfé eða álíka sem tíðkaðist við helgihald heiðinna manna. Óhætt er að segja að það myndu teljast stórtíðindi ef staðfest yrði að á einum og sama staðnum þar sem landnámsbyggð Reykjavíkur var í öndverðu væru leifar átrúnaðar og grafreita fyrir og eftir kristni. Vildi vekja til vitundar Séra Þórir Stephensen, fyrrver- andi dómkirkjuprestur, vakti máls á því í grein í Morgunblaðinu í gær að merkar minjar sem væru eldri en Víkurkirkjugarður hefðu komið í ljós við fornleifauppgröftinn á bíla- stæðinu við gamla Landssímahúsið. Gamli kirkjugarðurinn nær að hluta til inn á reitinn þar sem bílastæðið var. Í samtali við Morgunblaðið kvaðst séra Þórir ekki geta greint nánar frá þessu, en hann hefði haft orð á þessari vitneskju sinni til að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að verja friðhelgi kirkjugarðs- ins forna og fresta framkvæmdum við fyrirhugaða hótelbyggingu á staðnum. Frestur til að gera athuga- semdir við hana rennur út 15. september. Séra Þórir er í hópi manna sem að undanförnu hafa hvatt til þess að áform um hót- elbygginguna verði endurskoðuð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt í samtali við Morgun- blaðið að þar sem svæðið þar sem hótelbyggingin rís hafi reynst vera mjög raskað í framkvæmdum síð- ustu aldar og þær fornleifar sem fundist hefðu verið fluttar til for- vörslu og varðveislu væri ekki ástæða til að endurskoða byggingar- áformin. Merkur fundur í Víkurgarði  Fornleifar sem tengjast heiðnum átrúnaði líklega fundnar í elsta kirkjugarði Reykjavíkur  Minjarnar hafa verið fjarlægðar  Voru mjög brotakenndar  Kalla á túlkun og meiri rannsókn Morgunblaðið/Hanna Merkar minjar Hið gamla bílastæði Landssímans og þar á undan hluti Víkurkirkjugarðs hins forna, þar sem fornleifauppgröftur fór fram í fyrra. Beðið er eftir að ákveðið verði um framtíðina. Samkvæmt skipulagi á þarna að rísa hótelbygging sem nær alveg út að Kirkjustræti. Morgunblaðið/Golli Uppgröftur Frá fornleifauppgreftrinum í fyrra. Fjöldi beina og beinagrinda kom upp við rannsóknina. Einnig fjöldi annarra minja. Samkvæmt auglýsingu borgaryfirvalda hafa Reykvíkingar frest til 15. september til að gera athugasemdir við tillögu að breytingu á deiliskipu- lagi á Landssímareitnum í miðbænum. Til stendur að rífa viðbyggingu frá 1967 við gamla Landssímahúsið og byggja á lóðinni hótel sem teng- ist gamla húsinu og liggur á milli hins forna Víkurkirkjugarðs (Fógeta- garðs) og Thorvaldsensstrætis. Hótelbyggingin er ástæðan fyrir forn- leifauppgreftrinum sem fram fór á svæðinu. Tillöguna er hægt að skoða nánar á skjá og í tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14. Hótelbygging fram undan LANDSSÍMAREITURINN Miðbær Þannig mun nýja hótelið við Kirkjustræti líta út. Talsvert færri þreyttu A-próf Há- skóla Íslands í ár en í fyrra. Rétt um 300 manns tóku prófið í mars árið 2016 og 2017 en í júní í ár fækkaði þeim talsvert þegar einungis 125 manns þreyttu prófið samanborið við 189 manns á sama tíma í fyrra. Sigurður Ingi Árnason, verkefna- stjóri Háskóla Íslands, segir ýmsar ástæður geta legið að baki. „Það verður að hafa það í huga að nem- endum er heimilt að þreyta prófið eins oft og þeir vilja, nýjasta ein- kunn gildir alltaf. Þannig að sami nemandi getur komið fram á tveim- ur eða fleiri dagsetningum. Til dæm- is hefur einhver hluti þeirra nem- enda sem taka inntökupróf læknadeildar í júní ár hvert tekið A- prófið um vorið til að æfa sig,“ segir Sigurður, en A-prófið er haldið tvisvar ár hvert og hafa lagadeild, hjúkrunarfræðideild og læknadeild Háskóla Íslands stuðst við prófið undanfarin ár við inntöku. Svipaður fjöldi umsókna Þrátt fyrir dræma þátttöku í próf- inu í júní hefur umsóknum í laga- og hjúkrunarfræðideild lítið sem ekk- ert fækkað. Í ár bárust 114 umsókn- ir um 90 laus sæti en í fyrra voru umsóknirnar 124 talsins. Í hjúkr- unarfræðideild háskólans er svipað upp á teningnum, þar sem 168 um- sóknir hafa borist um 120 laus sæti, sem er sami fjöldi og árið áður. Sig- urður segir að oft á tíðum sé erfitt að rýna í tölur um umsóknir enda dragi alltaf einhverjir nemendur umsókn- irnar til baka. aronthordur@mbl.is Færri þreyttu A-próf Háskóla Íslands í ár Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Háskóli Íslands Deildir innan skól- ans styðjast við prófið við inntöku.  Umsóknarfjöld- inn helst svipaður Vala Garðarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.