Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 Valin verk úr safneign HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR / SHOPLIFTER Taugafold VII / Nervescape VII 26.5. - 22.10. 2017 PABLO PICASSO - Jacqueline með gulan borða (1962) / Jacqueline au ruban jaune (1962) Langtímasýning STEINA - ELDRÚNIR (PYROGLYPHS) 4.3. - 20.8.2017 VASULKA-STOFA - Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR SAMSKEYTINGAR 3.9.2016 - 17.09.2017 Opið daglega kl. 14-17, lokað mánudaga. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 14.9.2017 Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Fuglarnir, fjörðurinn og landið í Myndasal Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal Hugsað heim á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14.öld Spegill samfélagsins 1770 Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga frá 10-17. Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flytur tónleikhúsverkið Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn í Hóla- dómkirkju á morgun, 13. ágúst, kl. 11. Markmið sýningarinnar, sem er liður í dagskrá Hólahátíðar, er að varpa ljósi á þátttöku og áhrif kvenna á mótunarárum siðbót- arinnar og að þessu sinni að færa sýninguna heim til Hóla, á heima- slóðir Halldóru Guðbrandsdóttur, annarrar söguhetju sýningarinnar, segir í tilkynningu um sýninguna. Hún fer fram í Hóladómkirkju þar sem legsteinn Halldóru er í kórgólf- inu, vinstra megin við altarið, með sínu skrauti innan um legsteina Hólabiskupa. Kammerhópurinn ReykjavíkBar- okk er hópur hljóðfæraleikara sem leika á upprunahljóðfæri og var hann stofnaður árið 2012. Markmið hans er að auka veg barokktónlistar og vera gleðigjafi í íslensku tónlist- arlífi, að því er fram kemur á vef hópsins. ReykjavíkBarokk hefur komið fram á Sumartónleikum í Skálholti, Háskólatónleikum, Listahátíð í Reykjavík, Barokk- smiðju Hólastiftis, Sumartónleikum við Mývatn, Sumartónleikum í Ak- ureyrarkirkju og víðar. Barokk Nokkrir liðsmenn ReykjavíkBarokk á tónleikum. Markmið hópsins er að auka veg barokktónlistar og vera gleðigjafi í íslensku tónlistarlífi. Tónleikhúsverk flutt í Hóladómkirkju Árni Blandon arnibl@gmail.com Margir eru ósáttir við að Tristan og Ísold fái ekki að drekka hinn fræga dauðadrykk í útfærslu Katharinu Wagner í Bayreuth þessi sumrin, drykkinn sem framkallar hina ástríðufullu ást hjá parinu ógæfu- sama. Samkvæmt gamalli hefð reyn- ist dauðadrykkurinn að vísu vera ástardrykkur vegna mistaka sem að- stoðarkona Ísoldar gerir þegar hún ruglast á meðalaglösunum með töfradrykkjunum frá móður Ísoldar. Með ástardrykknum ætlaði móðir Ísoldar að tryggja gott hjónaband dóttur sinnar, en stuðlaði óvart að viðvarandi framhjáhaldi. Thomas Mann, Wagner og Liszt Í leikskránni sem fylgir uppfærsl- unni á Tristan og Ísold þetta sum- arið í Bayreuth er enga hjálp að finna til þess að skilja þessa ákvörð- un leikstjórans, barnabarns tón- skáldsins: parið hjálpast að við að hella dauðadrykknum hreinlega nið- ur í stað þess að drekka hann og sameinast síðan í dauðanum. Dauð- inn er það bærilegasta hjá Tristan og Ísold fyrst henni er ætlað að gift- ast öðrum manni en þeim sem hún elskar. Leikskráin sem fylgir sýn- ingunni þetta sumarið heitir: Pro- grammheft 2 / 2017 Der Bayreuther Festspiele „Tristan und Isolde“. En fyrir tveimur árum fyrir þessa sömu uppfærslu kom út Programmheft 1 og þar má finna skýringuna á ákvörðuninni vegna þess að þar er tilvitnun í fræga grein á bls. 54-55, grein sem þýska Nóbelsskáldið Thomas Mann skrifaði um Wagner árið 1933: „Þjáning og snilld Rich- ards Wagner“. Þar hélt Mann því fram að engin þörf hefði verið fyrir ástardrykkinn, parið hefði eins get- að bara drukkið blávatn. En þar sem þau halda að þau hafi drukkið dauða- drykk „losa þau sig undan siðalög- málum dagsins. Þetta er ljóðræn hugmynd mikils sálfræðings“. Stórmennin Thomas Mann og Wagner áttu það sameiginlegt að vera báðir gerðir útlægir frá Þýska- landi. Wagner fyrir að taka þátt í byltingartilraun í Dresden árið 1849 (útlegðardómur: 11 ár) og Mann fyr- ir að skrifa ekki um Wagner á þann hátt sem nasistum þóknaðist. Útlegð Wagners gerði það að verkum, til dæmis, að hann gat ekki verið við- staddur frumsýninguna á verki sínu Lohengrin í Weimar, þegar Franz Liszt gerði Wagner þann vinar- greiða að koma verkinu á framfæri. Að launum fyrir hina ýmsu vinar- greiða Liszts við Wagner og list hans var reist stytta af Liszt (and- litsstytta) suðvestan við Fest- spielhaus. Þróun uppfærslu Hver uppfærsla í Hátíðaleikhúsi Wagners í Bayreuth gengur að jafn- aði í fimm sumur. Einn kosturinn við þetta kerfi er sá að þróa má og bæta uppfærslurnar. Eitt af því sem Kat- harina hefur bætt í sýninguna núna á þriðja ári uppfærslunnar er brúð- arslör Ísoldar, sem hún á að bera þegar hún giftist Marke, sem hún elskar ekki. Það liggur því beinast Ástardrykkur – dauðadrykkur Katharina Wagner fer femínistaleiðina að Tristan og Ísold og gerir Marke og menn hans að hinum mestu karlrembum. Uppfærsla hennar á Tannhäuser fyrir börn er hins vegar að mati greinarhöfundar misheppnuð. Ljósmynd/Bayreuther Festspiele, Enrico Nawrath Ljósmynd/Bayreuther Festspiele, Enrico Nawrath René Pape Þvílík unun að hlusta á René Pape túlka Marke þegar hann hef- ur upp dimma og djúpa raust sína í þriðja þætti Tristans og Ísoldar. Skapað að skilja Hjá Wagner pukrast Tristan og Ísold með ást sína í leyni. En barnabarn Wagners, leikhús- fræðingurinn Katharina Wagner, kýs að storka aldagamalli hefð og gegnumlýsa þessa sársaukafullu ást.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.