Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.08.2017, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2017 ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæj- arkirkju syngja. Organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Kaffispjall eftir stundina. BAKKAGERÐISKIRKJA | Kvöldmessa mið- vikudagskvöldið 16. ágúst kl. 20. Prestur Þor- geir Arason, organisti Jón Ólafur Sigurðsson, kirkjukórinn Bakkasystur syngur. Meðhjálpari Kristjana Björnsdóttir. Kaffisopi eftir messu. BERGSTAÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11 í Bessastaðakirkju. Söfnuðurinn syngur við undirleik Bjarts Loga Guðnasonar og sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11 í Bessastaðakirkju. Söfnuðurinn syngur við undirleik Bjarts Loga Guðnasonar og sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar. BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fermt verður í athöfninni Félagar úr Kór Bú- staðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Messuþjónar aðstoða og prestur er Pálmi Matthíasson. Molasopi og hressing eft- ir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl.11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Tónlistarstjórn er í höndum Maríu Magnúsdóttur. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Messa virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. FELLA- og Hólakirkja | Helgistund að sumri kl. 20. Prestur Guðmundur Karl Ágústson. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Kristín Ingólfs- dóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldu- og fermingarmessa kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Sönghópurinn við Tjörnina leiðir tónlistina ásamt Gunnari Gunn- arssyni organista. Fermingarbörn sem ferm- ast munu árið 2018 eru hvött til að mæta ásamt fjölskyldum sínum þar sem stundin markar upphaf fermingarfræðslu. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg sumarmessa Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11 í Bessa- staðakirkju. Söfnuðurinn syngur við undirleik Bjarts Loga Guðnasonar og sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar. GRAFARVOGSKIRKJA | Kertamessa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og for- söngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Messuhópur þjónar. Félagar úr kirkju- kór Grensáskirkju syngja. Organisti Ásta Haraldsdóttir. Prestur Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í hátíðasal kl. 14. Auður Inga Einarsdóttir heimilisprestur þjónar. Grund- arkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Orgelleikur, ritningarlestur, hugleiðing, bænagjörð, altarisganga, skírn. Organisti er Guðmundur Sigurðsson, Prestur er Þórhildur Ólafs. Molasopi í Ljósbroti Strandbergs eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Svavari Stefánssyni og hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Organisti er Hörður Ás- kelsson. Fermt verður. Alþjóðlegt orgelsumar, tónleikar laugardag kl. 12 og sunnudag kl. 17. Thomas Sheehan frá Bandaríkjunum leikur. HÁTEIGSKIRKJA | Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Allansson leikur undir almennan sálmasöng. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Lenka Mátéová kantor leikur á org- el. LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar og predikar. Organisti er Sólveig Anna Aradóttir. Heitt á könnunni eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 20. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og pré- dikar. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Litlir og myndir fyrir yngstu kynslóðina. Kaffi og hressing eftir messu á Kirkjutorgi. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjón- usta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti stjórnar almennum safnaðarsöng ásamt Mörtu Friðriksdóttur, sem einnig syngur ein- söng. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson predikar og þjónar fyrir altari. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 3. hæð. Ræðumaður Jón Kristinn Lárusson. Túlkað á ensku. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór- inn leiðir safnaðarsöng, organisti Ingi Heið- mar Jónsson. Síðar um daginn verður úti- messa á Silfurbergi. Lagt verður af stað upp bergið Kl. 17 og á toppi Silfurbergsins verður samveru- og bænastund. SELTJARNARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju syngja. Blöð og litir fyrir börnin meðan á athöfn stendur. Kaffiveit- ingar og samfélag. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarna- son. STRANDARKIRKJA | Uppskeru- og Mar- íumessa kl. 15. Baldur Kristjánsson sókn- arprestur þjónar. Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson org- anisti. Tónlistarmennirnir munu síðan ljúka stundinni með stuttri tónleikadagskrá. TUNGUFELLSKIRKJA | Síðsumarsmessa kl. 14. Prestur Eiríkur Jóhannsson. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA | Skriðuklaust- ur: Guðsþjónusta við rústir klausturkirkjunnar kl. 16.30. Ólöf Margrét Snorradóttir þjónar. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. VÍDALÍNSKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Bessastaðasóknar kl. 11 í Bessasastaðakirkju. Söfnuðurinn syngur við undirleik Bjarts Loga Guðnasonar og sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fermingarmessa kl.11. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukór Njarðvíkur leiðir undir stjórn Stefáns Helga Kristinssonar organista. Með- hjálpari Pétur Rúðrik Guðmundsson. ÞINGMÚLAKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Kórfélagar leiða almennan söng. Meðhjálpari Ásta Sigríður Sigurðardóttir. Eftir messu býður sóknin í kirkjukaffi í félagsheim- ilinu á Arnhólsstöðum. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prests- þjónustuna. Organisti er Guðmundur Vil- hjálmsson. Morgunblaðið/Einar Falur Snartarstaðakirkja við Kópasker. Orð dagsins: Hinn rang- láti ráðsmaður. (Lúk. 16) Judit Polgar tilkynnti í miðjuólympíumóti í Noregi árið2014 að hún væri hætt tafl-mennsku og það var mikill sjónarsviptir að brotthvarfi hennar og ekki sjá að stöllur hennar myndu fylla skarðið sem hún skildi eftir. Hún hafði að vísu lent í smá hremmingum í viðureign gegn hinni kínversku Hou Yifan á opna mótinu í Gíbraltar árið 2012 en ein skák til eða frá gat aldrei breytt neinu í hinni mögnuðu afrekasögu. Í lok síðasta mánaðar tókst Hou Yifan það sem Judit Polgar gerði nokkrum sinnum, að vinna mót skipað nokkrum af fremstu skák- mönnum heims og má fullyrða að arftaki ungversku skákdrottning- arinnar sé fundinn. Þetta var í efsta flokki hinnar ár- legu skákhátíðar í Biel í Sviss en þar tefldu 10 skákmenn og urðu úrslit þessi: 1. Hou Yifan 6½ v. (af 9) 2. Bacrot 6 v. 3. Harikrishna 5½ v. 4.-7. Ponomariov, Leko, Georgi- adis og Morozevich 5 v. 8. Navara 4 v. 9. Vaganian 3 v. 10. Studer 1 v. Gott auga fyrir taktískum vend- ingum er aðalsmerki Hou Yifan og kom það ágætlega fram í skák hennar við Armenann Vaganjan, sem lítið hefur sést til undanfarin ár. Vaganjan virtist reka sig á það sem stundum gerist meðal skák- manna sem fæddir eru upp úr miðri síðustu öld að þekking á byrjunum sem dugði ágætlega í eina tíð virkar fremur bitlaus í dag : Biel 2017; 8. umferð: Rafael Vaganjan – Hou Yifan Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7 5. 0-0 d5 6. b3 Bd6 7. Bb2 0-0 8. Re5 c5 9. De2 Rc6 10. a3 Hc8 11. Rd2 Svona tefldi Artur Jusupov í gamla daga. Uppskipti á e5 myndu alltaf styrkja stöðu hvíts en Hou Yifan leyfir honum að standa þar. ) 11. … Re7 12. Had1 Dc7 13. c4 Re4 14. cxd5 Rxd2 15. Hxd2 Bxd5 16. Dh5 f5 17. Rc4 cxd4 18. Bxd4 Rg6 19. Rxd6 (Menn hvíts standa dálítið klaufalega einkum þó hrókurinn á d2. En þessi uppskipti bæta ekki stöðuna. 19. … Dxd6 20. b4 20. … Bxg2! Skemmtilegur hnykkur sem byggir á valdleysi hróksins á d2. 21. Kxg2 Dxd4 22. Dxg6 Eftir 22. exd4 Rf4+ og 23. … Rxh5 er svartur peði yfir með til- tölulega létt unnið tafl. 22. … Dd5+ 23. e4 fxe4 24. Dxe4 Dg5+ Og hrókurinn fellur. Eftirleik- urinn er auðveldur þar sem engin hætta steðjar að svarta kónginum. 25. Kh1 Dxd2 26. Dxh7+ Kf7 27. Dg6+ Ke7+ 28. Dxg7+ Hf7 29. Dd4 Df4 30. Dxf4 Hxf4 31. f3 Hd4 32. Be4 Hd2 33. Hg1 Hc3 – og Vaganian gafst upp. Anand, Aronjan og Vachier- Lagrave efstir í St. Louis Heimsmeistarinn Magnús Carl- sen er enn með í baráttunni um efsta sætið á Sinquefield-mótinu í St. Louis þrátt fyrir slysalegt tap úr vænlegri stöðu gegn Frakk- anum Vachier-Lagrave í 4. umferð. Á það hefur verið bent að hann hefur ekki unnið mót með venju- legum umhugsunartíma eftir titil- vörn sína í New York í fyrra. Hon- um hefur hins vegar gengið alveg glimrandi vel í hraðskák- og at- skákmótum. Athygli vekur að Ind- verjinn Anand er efstur ásamt Frakkanum og Aronjan en staðan þegar tvær umferðir eru eftir: 1.-3. Anand, Aronjan og Vachier Lag- rave 4½ v. (af 7) 4. Magnús Carl- sen 4 v. 5.-6. Karjakin og Caruana 3½ v. 7. Svidler 3 v. 8.-10. Nakam- ura, So og Nepomniachtchi 2½ v. Á mánudaginn hefst á þessum sama stað mót, hluti af Grand chess tour , þar sem tefldar eru at- skákir og hraðskákir. Garrí Kasp- arov verður meðal keppenda. Karlavígin falla Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Tossalistinn sem stjórnmálamenn þurfa að kynna sér: Það er gaman að horfa fram á veg og spá í framtíðina. Við lifum nú miklu örari þjóð- félagsbreytingar en áð- ur í sögu mannkynsins. Nú eru aðeins tíu ár síðan Steve Jobs kynnti snjallsímann iP- hone og síðan hefur upplýsingabylt- ingin smogið með leifturhraða inn á öll svið þjóðfélagsins. Hugbúnaður og þekkingarforrit eru hinn nýi aflgjafi. Lítið smáforrit geymir ævilanga þekkingu sérfræðings og gefur ódýra ráðgjöf á örskotsstund. Bílaleigufyr- irtækið Uber er hugbúnaðarfyr- irtæki sem á engan bíl en rekur samt stærsta leigubílafyrirtæki heimsins. Airbnb er hugbúnaðarfyrirtæki sem rekur stærsta hótelfyrirtæki heims- ins en á samt ekkert hótel. IBM Wat- son-ofurtölvan er langtum hæfari en lögfræðingar við að leysa flókin lög- fræðileg deilumál og færustu læknar hafa ekki roð við tölvunni við að greina sjúkdóma. Gervigreind- arforrit sigra auðveldlega færustu skákmenn heims. Sjálfkeyrandi bílar munu breyta bílamenningunni, fækka slysum hundraðfalt og lækka kostnað. Næsta kynslóð mun ekki þurfa að læra á bíl eða eiga slíkt tæki. Marg- falt ódýrara verður að versla við sjálf- virku leigubílana. Bílarnir verða háþróaðar tölvur á hjólum í eigu Apple, Tesla eða Google. Þá fækkar bílastæðum og ný útivistarsvæði og fallegir akrar verða til. Þrívíddarprentarar framleiða vörur fyrir brot af þeim kostnaði sem áður var. 50-60% af störfum munu hverfa á næstu 20 árum. Vinnuróbótar í land- búnaði munu leysa erfið og illa laun- uð störf og bæta kjör milljóna fá- tækra bænda. Ódýrustu snjallsímar kosta nú að- eins 10 dollara í Kína og eftir 5 ár munu 70% jarðarbúa eiga slíkan grip. Börn og fullorðnir geta lært flestar námsgreinar ókeypis hjá Khan Aca- demy. Gaman og alvara Íslendingar eru þjóð bóka og ævintýra. Það er ekki til svo ómerki- legt sögubrot að það þyki ekki miklu merki- legra en þykkir fræði- doðrantar. Óðaverðbólga og óstjórn í peninga- málum hefur ekki aukið virðingu þjóðarinnar fyrir hagfræðikenn- ingum og stjórnmálamönnum. Ég hef ríka samúð með rík- isstjórnum sem hafa þurft að hafa vit fyrir okkur landsmönnum sem eru aldir upp í þessum kúltúr þar sem al- menn skynsemi er aðeins höfð til spari en gamanyrði og vísnahnoð eru lífið sjálft. Jón Gnarr lofaði að svíkja öll kosningaloforðin og vann stóran sigur og Davíð þurfti ekki að segja mörg gamanyrði til að fylla at- kvæðapokann. En samt og kannski þess vegna lifir þjóðin enn ánægju- legu lífi og hefur aldrei haft það betra. Albert Engström og Ísland Enginn erlendur maður hefur skrifað eins skarpa lýsingu á Íslend- ingum og sænski prófessorinn Albert Engström sem ferðaðist um Ísland árið 1911. „Stolt og heiður Íslendinga byggist á því að geta þulið upp ætt- artölur þúsund ár aftur í tímann og að lokum til einhvers norsks bónda sem var kóngur í sínum dal. Þróun landsins og framfarir voru algjört aukaatriði og hvergi nefnt. Þessi ferð mín til Íslands er stærsti atburðurinn í mínu lífi og landið það fallegasta sem ég hef séð. Ég er innilega þakklátur fyrir að vera ekki of gamall til að skynja þessa óendanlegu fegurð sem opn- aðist eins og nýútsprungin rós fyrir augum mínum. Ég er glaður og ham- ingjusamur yfir því að á þessari plán- etu skuli vera eins fallegur jarð- arskiki og þetta land.“ Þarna hittir prófessorinn aldeilis naglann á höfuðið, hundrað árum áð- ur en heimsbyggðin komst að sömu niðurstöðu. Atvinnulíf og samvinna við aðrar þjóðir Fjölbreytt og menningarleg ferða- þjónusta verður aðalatvinnugreinin næstu áratugina. Þar þurfum við á þekkingu og reynslu annarra þjóða til að okkur farnist vel. Náið samstarf við aðrar þjóðir og þá helst við okkar vinaþjóðir á Norðurlöndum á að vera kjarninn í utanríkisstefnu þjóð- arinnar. Menntamálaráðherra verður að vera ráðinn á grundvelli þekkingar og hæfni en ekki úrslitum prófkosn- inga eða geðþótta flokksformanna. Sjávarútvegurinn er orðinn há- tæknigrein sem fjárfestir með mynd- arskap í nýsköpun og úrvinnslu sjáv- arafurða. Laxeldi gefur góðar vonir um sterka atvinnugrein sem veitir mörgum vel launaða vinnu og gjald- eyri fyrir þjóðarbúið. Listgreinar af ýmsu tagi gefa lífinu gildi og efla þjóðarhag eins og Ágúst Einarsson prófessor hefur sýnt og sannað í sinni merku bók. Hugsjónamenn og frum- kvöðlar eru dýrmætustu menn þjóð- félagsins og þeir verða að fá tækifæri til að sanna sig. Lokaorð Ríkisstjórnin verður að viðurkenna í verki að menntun og mannréttindi eru undirstaða þjóðfélags sem vill vera í fremstu röð. Hún þarf að til- einka sér og skilja lífsskoðanir mann- vinarins Abrahms Lincolns: Lincoln varð tíðrætt um „Family of Man“ og í Gettisborgarávarpinu birtist fræga skilgreiningin „Government of, by and for the people.“ Ef ríkisstjórn ber gæfu til að til- einka sér þessa grundvallarspeki þá er góðæri fram undan. Framtíðin verður spennandi ævintýri Eftir Ellert Ólafsson » IBM Watson-of- urtölvan er langtum hæfari en lögfræðingar við að leysa flókin lög- fræðileg deilumál. Ellert Ólafsson Höfundur er verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Tölvu- og stærð- fræðiþjónustunnar ehf. ellert.olafsson1@gmail.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.