Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 39

Breiðfirðingur - 01.04.1956, Side 39
BREIÐFIRÐINGUR 37 leiðendura sanngjarnt verð fyrir vöru sína og neytendum hollan og ljúffengan matbæti, ekki aðeins að haustinu og framan af vetri, heldur allan veturinn og fram á sumar. Rófurnar hafa stundum verið nefndar sítrónur Norður- landa, vegna þess hve ríkar þær eru af c-bætiefni og geyma það vel. Eftir vetrargeymslu hefur gulrófan sárlitlu tapað af því, þegar kartaflan hins vegar á ekki eftir meir en Yö af upphaflegu magni. Er því ljóst, að gulrófan gæti ein- mitt verið einhver bezti fjörefnagjafi þjóðarinnar, þegar líða tæki á vetur, einmitt þann tíma, sem ferskt grænmeti er ófáanlegt og kartöflurnar orðnar gildislitlar að þessu leyti. Annars mun hreinasti óþarfi fyrir okkur Islendinga að svelta okkur að bætiefnum. Sjórinn gefur okkur gnægð af þorska- og ufsalýsi, og í öllum meðal árum má víðast hvar á landinu rækta rófur og kartöflur og ýmiss konar káljurtir með sæmilegum árangri. Auk þessa framleiða nú gróðurhúsin hundruð lesta af tómötum. Með þessu er þó ekki sagt, að við getum ekki stöku sinnum þegið að smakka á hinum fagurlitu, suðrænu ávöxtum, -— að minnsta kosti um jólin og þegar fram kæmi á útmánuðiria. Enn eru ónefnd berin okkar. Þau virðast nú hafa unnið sér fastan heiðursess í vitund almennings. Ljúffengi þeirra og notagildi dregur enginn í efa. En berjaferðirnar sjálfar hafa auk þessa — hvort sem tínt er í ílát til heimflutnings eða bara upp í sinn eiginn munn — annað mikilvægt gildi. I faðmi íslenzkra sveita, fram um lyngklæddar heiðar og laufskrýddar brekkur hvamma og dala, komast mannanna börn — eldri sem yngri — í snertingu við hina hreinu, lifandi náttúru — við fegurð hennar og vndisleika. Slíkt gefur þær gjafir, að tæplega getur hjá því farið, að úr berjaferð, sem farin er í góðu veðri, komi fólk ekki að einhverju leyti andlega hressara og ríkara af heilbrigðri ánægju. Það hefur dreypt á þeim gleðibikar, sem engu

x

Breiðfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.