Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 24

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 24
RAUNIR SAFNAMANNSINS Starfsmaður úti á túni Það eru nú liðin nokkur ár síðan ég hóf störf á Árbæjarsafni og þá í hlut- verki leiðsögumanns að sumarlagi. Hlutverk mitt var að hafa gætur á safnhúsunum sem og að fræða gesti og gangandi um sögu Reykjavíkur í tíma og rúmi. Þetta voru bjartir og fagrir dagar, þar sem iðjagræn tún og virðuleg safnhús frá ýmsum tíma sköpuðu umgjörð hversdagsins. Leið- sögumönnum voru úthlutaðir vand- aðir búningar og klæddist ég fagur- bláum upphlut í anda 19. aldar með skósíðu svörtu pilsi, hvítri skyrtu, röndóttri svuntu og rauðri skotthúfu sem passaði svo ansi vel við rauðar fléttur mínar. Á námskeiðinu, sem safnið hélt fyrir verðandi starfsmenn, var mikið lagt upp úr því að við temd- um okkur kurteisi í samskiptum við gestina og ekki mættum við gleyma brosinu góða og hjóða góðan daginn. Einnig að reyna eftir fremsta megni að stuðla að aðgengi fyrir alla að safninu og safneign þess þar sem því var fyrirkomið. Með þessi mark- mið að leiðarljósi héldum við af stað út á akurinn. Það var því einn bjartan sumardag í júlí að ég stóð fyrir utan safnhúsið Suðurgötu 7 í mínum fína upphlut og mundaði prjónana í daufri til- raun við að koma mér upp hyrnu fyrir veturinn. Dreif þá að hóp erlendra gesta sem flestir voru sjón- skertir eða blindir. Leiðsögumaður hópsins tók að útskýra af miklum móð búninginn sem ég klæddist og spunnust miklar umræður um hann. Leiðsögumanni hópsins var mikið í mun að koma einum eldri manni í skilning um það hvað myll- ur á upphlutsvesti væru og áður en ég vissi af léku hendur þeirra beggja um vestið og það full lengi. Nú voru góð ráð dýr. Ég sá fram á 40 hendur að þukla á „myllunum" og þótti mér það helst til djarft þrátt fyrir kröfurnar um „aðgengi fyrir alla“. Með bros á vör brá ég á það ráð að stökkva inn í búningaðstöðuna og sækja upphlutsvesti sem ekki var í notkun og gátu þá allir þuklað að vild. Já, starfsmaður úti á túni deyr ekki ráðalaus. Helga Maureen Gylfadóttir, Borgarsögusafni 24

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.