Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 31

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 31
u BERLÍN GERIR FJÖLLIN BLÁ Það ergód tilfinning að nema í Farskólan- um, sem oð mínu áliti er alvöru akademía. Mikillfengur aðfá að stunda nám með fólki sem vill að öllum gangi vel í prófun- um. Og mikið er nú indælt að hafa þessa eyju ífiarska um tíma. Dunda sér ásamt kollegum og kynnast öðrum heimi sem er í raun sami heimur og maður sjálfur hrærist í alla daga. Fara í rútur, þeysast um borg og bý, syngja, uppgötva, fræðast og kætast. Fyllast metnaði yfir öllum möguleikunum sem verða augljósir þegar breiðgótur Berlínar afhjúpa samneyti sitt við aldagömul hús, kjállaraholur, endurbyggingar og nýbyggingar. Upplifa djúpstæða niðurlægingu þeirra sem hafa náð sáttum við sögu sína og geta nú horft framan í heiminn. Berlín var táknmynd hins illa þriðja ríkis nazistanna og síðar brennipunktur hugmyndafræðilegra átaka vesturveld- anna og sovétblokkarinnar. Að mínu áliti erþessi nútímasaga Þýskalands sér- staklega áhugaverð vegna siðferðilegra álitaefna sem kryfia þarf til mergjar. Fjöldamorð, styrjáldarrekstur og kerfis- læg kúgun krefst samhyggðar og vand- aðra vinnubragða þegar skýra þarf frá þessum atriðum í safnálegu samhengi samtímans. Það var mjög upplífgandi að sjá hversu víða þetta efni var tekið fyrir og meðhöndlað á mismunandi söfn- um. Þetta hefur skerpt áhuga minn á umjjöllun tslenskra safna um atriði sem snúa að (nútíma)sögu íslands varðandi mismunun og misnotkun á þjóðfélags- hópum hér á landi alvegfram að (og inn í) nútímasögu okkar. Pétur Kristjánsson, Tækniminjasafni Austurlands 99 starfsfólk sig alltaf að því hvaða máli umfjöllunarefnið skipti gesti safns- ins. í skólafræðslunni er lögð áhersla á að nemendur skoði hlutina sjálfir og hefur það skapað vissa togstreitu við bekkjarkennara sem eru óvanir því að fræðsla sé ekki sett fram í orðum og með skriflegum verkefn- um. í safninu er einnig aðstaða fyrir nemendur til að rannsaka og spyrja spurninga. Þessar tvær konur virtust halda uppi alveg ótrúlega frjóu og spennandi fræðslustarfi. Þær voru svo hvetjandi og lifandi, að mig langaði helst að fá að vinna þarna og læra af þeim! Að klukkutíma fundi loknum skoðuðum við safnið á eigin vegum. Ó, þú dýrlega safn, hvað ég varð hug- fangin af þessu stórlcostlega safni! Safnið sjálft er mjög stórt og tókst mér því miður ekki að skoða nema hluta af því, en nógu hrifin var ég nú samt. Áður en ég skoðaði safnið var ég hrædd um að þetta væri leiðinlegt „karlasafn" því mér fannst orðið tækniminjasafn hljóma eitthvað svo karllægt og óspennandi en það var svo sannarlega hvorugt! Safnið bland- ar saman munum, náttúrugripum og listaverkum í sýningum sínum og setur það skemmtilega mynd á þær. Safnmunum er líka raðað upp sem listaverkum, t.d. var þar heil röð smá- bátavéla, fest upp á teina og með því að sýna þær á þennan hátt urðu þær að skemmtilegu listaverki í leiðinni. Alls staðar er gert ráð fyrir börnum, upphæklcanir og eitthvað spennandi að snerta eða prufa fyrir áhugasama krakka. í stærsta hluta safnsins sem er glerbygging á sex hæðum og opin í miðjunni, mátti svo sjá báta, bíla og flugvélar af öllum stærðum og gerðum. Ótal litlum spennandi ör- sýningum er svo fléttað inn í stóru sýningar safnins, sem gefa þeim aukna dýpt og íjalla um skyld við- fangsefni. „Hand-s on“ útfærslur voru margar mjög sniðugar og einfaldar í framkvæmd, m.a. um hvernig eigi að hnýta sjóhnúta, draga segl, lesa í stjörnurnar o.s.frv. Stórskemmtilegt safn, sem er bæði fróðlegt, spennandi og skemmtilegt fyrir alla aldurshópa leyfi ég mér að fullyrða. Þetta safn stóð algjörlega upp úr þeim söfnum sem ég heimsótti í ferðinni, og mig langar aftur til Berlínar, bara til þess að slcoða Tækniminjasafnið! Eftir hádegi heimsóttum við svo Deutsches Historisches-safnið sem er í byggingu sem áður var vopnabúr Prússahers. Þar tók á móti oklcur leiðsögumaður sem sagði okkur aðeins frá fastasýningu safnsins og 31

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.