Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 18
fánaborg Bláskógabarna. Í Aratungu var form- leg dagskrá þar sem ávörp fluttu: oddviti Blá- skógabyggðar, Forseti Íslands og fyrrverandi oddviti, Sveinn Sæland fjallaði um aðdragandann að stofnun sveitarfélagsins. Leikskólabörn, grunnskólabörn og Hekla Hrönn Pálsdóttir fluttu tónlist í umsjón Jóns Bjarnasonar. Gísli Einarsson flutti gamanmál, skipst var á gjöfum, 18 Litli-Bergþór en forsetinn færði Bláskógabyggð að gjöf mynd af fyrirrennurum hans þar sem þeir höfðu komið við í sveitarfélaginu. Loks gæddu viðstaddir sér á veitingum sem Steinunn Lilja Hreiðarsdóttir töfraði fram og kvenfélagskonur sáu um framreiðsluna. Bryndís Ásta Böðvarsdóttir stýrði móttökunni. Forsetahjónin ásamt sveitarstjórn við háborðið. (mynd: pms)

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.