Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 24
24 Litli-Bergþór Það sem hér fer á eftir ber ekki að líta á sem hávísindalega sagnfræði, miklu frekar tilraun til lýsingar á aðdragandanum að byggingu Iðubrúarinnar, eins og hann birtist í dagblöðum og tímaritum á árunum frá um 1890 til 1958. Iðubrúin sextug aðdragandi og bygging -fyrri hluti- Páll M. Skúlason: Nokkurskonar inngangur Hvítárbrú hjá Iðu eða Iðubrúin, eins og hún er kölluð alla jafna, skipti sköpum fyrir Laugarás og reyndar flesta íbúa uppsveitanna, í ýmsu tilliti. Stærstu rökin sem notuð voru fyrir þessari brúarbyggingu fólust í bættu aðgengi íbúanna að læknisþjónustu, en árið 1923 var aðsetur læknisins í Grímsneshéraði flutt í Laugarás. Héraðið sem lækninum var ætlað að þjóna var afar stórt: allir þeir hreppar sem taldir eru tilheyra uppsveitum Árnessýslu. Á þessum tíma var nýkomin brú á Brúará hjá Spóastöðum (1922), en þar hafði verið straumferja frá því skömmu eftir aldamótin. Önnur brú var á Brúará ofan Reykja. Það var hinsvegar snúnara að komast yfir Hvítá. Á svæðinu milli Ölfusárbrúar og Brúarhlaða var engin brú, aðeins ferjur, þar af tvær hjá Laugarási, Auðsholtsferja og Iðuferja. Brúin á Ölfusá var vígð 1891 og var stærsta brú landsins. Brúin við Brúarhlöð var trébrú sem var byggð í tilefni konungskomunnar 1907. Varanlegri brú var sett þar 1930. Þetta var nú staðan þegar læknissetrið kom í Laugarás 1923. Þegar læknasetrið var flutt í Laugarás voru ekki í umræðunni, svo séð verði, hugmyndir um brú á Hvítá hjá Iðu. Um aldir hafði verið lögferja á ánni milli Iðuhamars og Skálholtshamars (Laugarásmegin). Einnig var lögferja á Hvítá við Auðsholtshamar. Þeir sem leita þurftu læknis af Skeiðum og Eystri- Hrepp (Gnúpverjahreppi) þurftu að nýta ferjuna hjá Iðu og íbúar Ytri-Hrepps (Hrunamannahrepps) Mynd Auguste Mayer frá 1835 af Iðuhamri. Greina má Launrétt ofarlega hægra megin.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.