Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 30

Litli Bergþór - 01.07.2017, Blaðsíða 30
30 Litli-Bergþór Eiríkur fór síðan yfir sögu brúarmálsins og fjallaði um þá samstöðu sem var um það í öllum hreppunum og hafnaði hugmyndum Teits um að skipta læknishéraðinu. Síðan sagði hann: Mér finnst, að brúargerð og rafmagnsmál séu það óskyld að ekki þurfi að blanda því saman, og hvað sem þessu öllu líður, þurfi ekki að gera neinar neyðarráðstafanir til þess að fólkið út um byggðir landsins fái þann rétt og þau lífsþægindi, sem því ber, eins og það, sem í þéttbýlinu býr, og það eins fljótt og unnt er. 14. febrúar birtist grein Brynjúlfs Melsteð (1884-1979) Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. Hann kveður skoðanir Teits koma of seint fram auk þess sem brúargerð og rafvæðing séu óskyld mál. Auðvitað heldur hann á lofti rökum sem tengjast læknisþjónustu í Laugarási, en segir svo: Annað hlýtur að verða þungt á metunum, er deilt er um brú hjá Iðu. En það er Skálholt, staðurinn sem eitt sinn var höfuðsetur íslenzkra mennta og menningar, en er nú fátækari en allt annað íslenzkt. Áfram heldur Brynjúlfur: Það var viturleg ráðstöfun er Sýslunefnd Árnessýslu keypti á sínum tíma Laugarás fyrir læknissetur. Að vísu var Hvítá þröskuldur á leið læknis austur um hérað, en allir sáu þá að auðvelt var að brúa hana á Iðuhamri. Og þegar brú sú hefur byggð verið, er læknissetrið á Laugarási eins vel sett og hugsast getur í hjarta héraðsins og sýslunnar. Á þessu miðsvæði Árnessýslu um Skálholtsland, Laugarás og Iðu er hið ákjósanlegasta sveitaþorpsstæði, svo að þar skortir aðeins brúna. – Nú þegar er að myndast atvinnuhverfi við gróðurhús og búrekstur í Laugarási. Auk þess hefur Rauði kross Íslands látið reisa þar miklar byggingar með hitalögnum frá hverum og stórum orkuvélum til ljósa og annarra nota. Í þessum húsum er talið að séu stæði fyrir þrjú til fjögur hundruð rúm handa börnum í sumardvöl eða öðrum eftir atvikum. Teitur svaraði síðan í grein þann 19. febrúar: Ég leiddi nokkur rök að því, að þessi brú væri ekki orðin eins aðkallandi, og hún var í þá tíð, er hún var kosningamál í Árnessýslu. Með fimm miljónum króna, — brúarverðinu - mætti nokkuð flýta fyrir því, að Skeið, Hreppar og Biskupstungur fengju rafmagn á heimili sín. Ennfremur: Sveitafólkið getur ekki unað við það eitt, að sjá orkuverin rísa upp í námunda við sig, og fá aðeins að horfa á ljósadýrðina. Að öðru leyti snerist grein Teits um mikilvægi rafvæðingarinnar fyrir uppsveitirnar. Einar Sigurfinnsson á Iðu svarar grein Teits í Alþýðublaðinu þann 3. mars, en hún hefst svo: Í óvenjulegu blíðviðri í mánuðunum október og nóvember síðast liðið haust var unnið að því að sprengja og grafa fyrir stöplum og akkerum fyrirhugaðrar og lengi þráðrar brúar á Hvíta á Iðuhamri. Þar með virðist nú loks hilla undir þessa mikilsverðu samgöngubót, sem flestir eða allir íbúar Biskupstungna, Skeiða eða Hreppa hafa lengi þráð og oft óskað eftir. --- Og nú loks er verkið hafið. Vegur er lagður að brúarstæðinu báðum megin, verkamannaskálar reistir, vinnusvæði jafnað og íborið og sprengt fyrir stöplum, eins og áður er sagt. Allt virðist nú tilbúið að smíði og steypa geti hafizt strax þegar vorar. En allt í einu kemur hljóð úr horni, ein hjáróma rödd. Teitur Eyjólfsson bóndi í Eyvindartungu m. m., leggur til að hætt verði við þessa brúarbyggingu, um sinn og að fé því, sem við þetta sparast, verði varið til raflagna um héraðið. Brynjúlfur Melsteð.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.