Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 130
D ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2012 · 1 1954. Að vísu á hann í brösum við að ljúka síðara bindi og fá Ragnar til að standa við sitt – það kemur ekki út fyrr en 1958. En þá er líka að uppgjöf eins- konar komið. Þorsteinn rekur það eftir góðum heimildum, að Elías verður fyrir sönnum vonbrigðum með alla útgáfu- og viðtökusögu þessarar skáldsögu, sem hann lagði mikinn metnað í og vonar sjálfur að sé „einhver heiðarlegasta til- raun sem nokkur Íslendingur hefur nokkru sinni gert til að lýsa aktúel hlut- um“ (110). Lýsa því sem mestu varðar í samtímanum. Hér rekur hvað annað. Samherji Elíasar í róttækni þeirra tíma, Bjarni Benediktsson frá Hofteigi, var í þann mund sem fyrri hluti Sóleyjarsögu kom út mjög í þeim ham að vilja sjá í skáldskap hvetjandi framlag til barátt- unnar. Og á það fannst honum í ritdómi í Þjóðviljanum mjög vanta í verki Elías- ar, þar sé alþýðufólk alls vesælt og ekki til stórræða. Ragnar stendur sig illa og auglýsir ekki. Elíasi finnst hann ekki njóta sannmælis. Hann nær að vísu einskonar sáttum við Þórð og Ragnar með útkomu Saman lagt spott og speki 1960 svo sem fyrr segir frá. En hann þagnar sem rithöfundur um langan tíma. Mannkostir og brothætt sjálfstraust Seint yrði greint frá öllum þeim þáttum sem hér koma saman. Elías skortir upp- örvun. Í rauninni hafa bæði meistari hans Þórður, útgefandinn Ragnar og samherjinn í gagnrýnandahópi, Bjarni frá Hofteigi, brugðist honum, hver með sínum hætti. Svo er annað: hann er fátækur maður og á oft í mesta basli við brauðstrit – um 1960 ræður hann sig í fast starf sem prófarkalesari við Þjóð- viljann. Bóhemalíf með brennivíni tekur sinn líka toll, þótt Elías sjálfur vilji gera sem minnst úr þeim þætti þegar hann er um spurður.13 Afneitun er að sönnu fastur liði í tilsvörum þeirra sem eru á sveimi á hjarni alkóhólismans. Öllu þessu gerir Þorsteinn Antonsson nokkur skil. En svo er fleira. Í fyrsta lagi: persónuleiki Elíasar sjálfs. Hann er engin rola. Hann svarar fyrir sig – til dæmis gerði hann það sem fádæmi eru: hann svaraði ritdómi Bjarna frá Hofteigi og færði rök að því, að einmitt hans lýsing á illa stöddu fólki í Sóleyjarsögu ætti sér sterkari rök í veruleika samtímans en óskhyggja gagnrýnandans um horskan verkalýð.14 Hann svarar Ragnari í Smára og útskýr- ir fyrir honum í bréfi með eftirminni- legum hætti hve varnarlaus rithöfundur geti orðið. Ekki fyrst og fremst gagnvart beinum andstæðingum sínum heldur þegar hann „verður fyrir algjörri þögn; kæruleysi, afskiptaleysi, ómótíveruðum svikum“ (106). Elías krefst sanngirni. En hann er kannski of sanngjarn og hóg- vær maður sjálfur til að knýja hana fram? Hann er einn þeirra sem ekki verða grunaðir um græsku heldur gæsku. Hann er kurteis. Hann kennir ekki öðrum um illt gengi.15 Hann ætlar mönnum ekki illt. Hann segir í bréfi til Ragnars í Smára: „Samkvæmt eðli mínu og uppeldi er mér ógjarnt að hugsa illa um aðra menn“ (108). Hann lætur Þórð yfir sig ganga með auðmýkt sem kannski mætti sjá í einhver sadómasók- ísk einkenni á sambandi þeirra. En ef til vill kemur þar fram, eins og í samskipt- um við ýmsa aðra menn, einmitt hugar- far hins friðsama og velviljaða manns sem neitar að láta espa sig til reiði og hefnda. Hann svarar árásum Þórðar einkar ljúfmannlega. Sama hvernig þú lætur, segir hann í bréfi frá 1951 „þú munt aldrei heyra hnjóðsyrði um þig eftir mér“ (153). Hann segir í öðru bréfi til Þórðar frá 1951: „Í mínum augum er hver einasta lífvera mikils virði, hvort
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.