Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 4
4 TMM 2013 · 4 Arnaldur Indriðason Margra heima sýn Við Íslendingar höfum alltaf þessar miklu áhyggjur af tungumálinu. Við heyrum sagt að enskan sé að ganga af íslenskunni dauðri með gegndarlausum árásum upp á hvern dag. Árásarherinn er skemmtiefni af öllu tagi, tónlist, tölvuleikir, sjónvarpsþættir, bíómyndir. Menningarheimur enskunnar litar allt það sem mótar tjáningarmáta fólks, hegðun, útlit og auðvitað ekki síst tungumálið. Ekki er um að ræða séríslenskt fyrirbrigði heldur þvert á móti alþjóðlegt, áhrif hins enskumælandi heims teygja sig út um allar koppagrundir og eru alls ekki bundin við Ísland. Fleiri þjóðir en við hafa áhyggjur af sínu tungumáli í því samhengi. Okkar sérstaða er hins vegar sú að við erum ekki fleiri en raun ber vitni og áhrifin eru fljót að koma fram, ekki eingöngu með breyttum talsmáta og nýjum slettum heldur er nú talað um breytingar á setningagerð. Grundvallarbreytingar á tungumálinu. Við höfum haft þessar áhyggjur áður og munum hafa þær áfram og það er sjálfsagt að hafa þær nú á tímum nýrra samskiptamiðla. Við ættum samt ekki að örvænta. Íslensk tunga virðist hafa sérstakan aðlögunarmátt, hún getur bæði endurnýjað sig og haldið í hið forna í leiðinni vegna þess að grunnurinn er sterkur og kannski sterkari en við gerum okkur grein fyrir. Ólíkt mörgum öðrum tungumálum sem eiga undir högg að sækja í litlum menningarsam- félögum, á íslenskan eina óvefengjanlega grunnstoð sem hefur alltaf verið varnarvirki hennar og heimahöfn og það eru íslensku handritin. Fróðlegt er að velta því fyrir sér hvar við værum stödd án þeirra. Án þeirrar visku sem þau geyma um allt hið mannlega í fari okkar. Án tungutaksins sem þau varðveita og við notum enn í dag. Án Njáls og Auðar. Án Hallgerðar og Egils. Ef enginn hefði bent okkur á það strax í upphafi að maður er manns gaman og að vits sé þörf þeim er víða ratar. Ef við ættum engan Gretti Ásmundarson. Enga Guðrúnu Ósvífursdóttur. Væri það ekki snauður heimur? Auðvelt er að sjá fyrir sér sumar augljósustu og einföldustu afleiðingarnar. Án handritanna hefði Jónas Hallgrímsson aldrei getað ort Gunnarshólma. Halldór Laxness aldrei skrifað Íslandsklukkuna. Í dag er í tísku að tala um grunnstoðir samfélagsins og hversu brýnt sé að hlúa að þeim. Við megum ekki gleyma að tala um grunnstoðir íslenskrar menn- ingar. Og eins eigum við alltaf að hafa hugfast að málið sem við tölum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.