Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2013, Síða 59
Þ j ó ð a r s á l i n í k j ö l fa r f j á r m á l a h r u n s TMM 2013 · 4 59 stigið hefur út úr samfélaginu eða hefur verið útilokaður úr því að nýju inn í raðir sínar. Þá kemur hið veraldlega samfélag í stað trúarsafnaðarins áður. Halda má því fram að ýmsar aðgerðir sem gripið var til í kjölfar Hrunsins eigi sér hliðstæður í hinu klassíska iðrunar- og skriftakerfi. Skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis frá 2010 má líta á sem þann skriftaspegil sem gerendurnir að baki Hrunsins ættu að leggja til grundvallar við sjálfsprófun sína og játningu á fyrsta og öðru stigi þess félagslega sáttakerfis sem lýst var að framan. Þar er dregið fram margt af því sem aflaga fór í Hruninu og ýmist má telja ólöglegt eða siðlaust og þar með brotlegt. Það eru einmitt brot gegn laga- en ekki síður velsæmismörkum samfélags sem leysa upp sáttmála þess. Nægir þá að um fjármálabrot sé að ræða. Þau eru enda á margan hátt alvarlegri í neyslusamfélögum samtímans sem að verulegu marki er stýrt út frá efnahagslegum markmiðum en í samfélögum fyrri tíma sem lutu fjölþættari og altækari markmiðum, aðhaldi og stjórn.15 Embætti Sérstaks saksóknara má einnig skoða sem sérhæfðan skriftaföður sem ætlað sé að knýja fram játningar þeirra sem treg reynast til að skoða sjálf sig og gangast við brotum sínum í ljósi rannsóknarskýrslunnar eða að öðru leyti taka þátt í því endurreisnarferli þjóðarsáttmálans sem hafið var með stofnun Rann- sóknarnefndarinnar. Dómskerfinu er síðan ætlað að taka við og leggja á yfirbótarverkin eða kárínurnar sem eru undanfari þess að sættir geti náðst. Það rannsóknarkerfi sem komið var á eftir Hrunið getur lagt sitt af mörkum við að endurreisa þjóðarsáttmálann sem trosnað hafði upp sé því vandlega beitt og aðgerðum þess og úrskurðum mætt af heilindum. Þá má nefna dæmi um einstaklinga sem í ræðu eða riti hafa að einhverju leyti axlað ábyrgð eða viðurkennt að hafa mótað eða notfært sér þær aðstæður sem hér ríktu fyrir Hrun. Oft hefur þar þó verið um skilyrtar játningar að ræða.16 Þar með hafa þær ekki verið til þess fallnar að endurnýja þjóðarsáttmálann eða rofið traust í samfélaginu. Hingað til hefur því mikið vantað á að kerfið hafi náð að þjóna sem félagslegt endurnýjunarferli á borð við það sem að framan var lýst. Líklega hefur þjóðin þegar misst tækifærið til að fara í gegnum félagssál- fræðilegt endurbyggingar- og sáttaferli af því tagi sem felst t.d. í iðrunarguð- fræðinni. Það gerðist m.a. er landsdómsleiðin var farin til pólitísks uppgjörs á Hruninu á þann hátt sem raun varð á. Hún var vissulega eina formlega leiðin sem löggjöf landsins bauð upp á til að láta reyna formlega á ábyrgð og hugsanleg brot ráðherra í starfi þrátt fyrir að lengi hafi verið bent á ýmsa annmarka hennar. Í því sambandi er umhugsunarvert að Alþingi skuli hafa látið undir höfuð leggjast að þróa nýjar aðferðir til að skera úr um ráðherraábyrgð.17 Lítill vafi leikur hins vegar á að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með beitingu landsdómslaganna hugsuðu hana sem lið í uppgjörs- og uppbyggingarferli. Öll umgjörð þess að dómurinn kvað upp sinn fyrsta og væntanlega eina úrskurð bendir líka í þá átt. Atburðurinn átti sér ekki stað í húsi Hæstaréttar eða á öðrum stað sem helgaður er réttar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.