Röðull - 09.06.1925, Blaðsíða 2

Röðull - 09.06.1925, Blaðsíða 2
R ö Ð U L L SEYÐISFIRÐI Fáum meö e.s. „Lagarfoss": Hessian 8 og 50” Bindigarn Saumgarn. — Veröiö hvergi lægra. — Séra Magnús Bl. Jónsson í Valla- nesi hefir fengið lausn frá prestskap. Er aðstoðarprestur hans, séra Sigurö- ur Þórðarson. settur til að þjóna brauö- inu frá 1. þ. m. Um miðjan síðastlidinn mánuð komu tveir togar til Eskifjarðar með veika menn. Hafði annar þeirra mjög slæma lungnabólgu, en hinn var fótbrotinn. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús þorpsins og er nú hinn fyrnefndi al- bata og fótbrotni maðurinn á góðum batavegi. Stúdentagaröurinn. Eins og kunn- ugt er veitti sýslunefnd Suður-Múla- sýslu 5000 kr. til stúdentagarðsins, á aðalfundi sínum í vor. Má vænta þess, að aðrar sýslur landsins vilji ekkj minni vera og komi á eftir. Ritstjóri Röðuls hlýddi á ræðu fulltrúans úr Búðahreppi, Sveins Benediktssonar, í þessu máli og minnist þess ekki, að hafa fyr heyrt leikmann tala jafn sköru- lega máli stúdenta. Ef garðurinn ætti slíka formælendur í hverri sýslunefnd, þá mundi hann komast upp á næsta ári. Ólafur Ó. Lárusson, héraðslæknir á Brekku í Fljötsdal, flytur í sumar al- fari til Vestmannaeyja. Verður hans vafalaust saknað um alt Austurland, svo mjög sem hann hefir látið heil- brigðismál þessa landshluta til sín taka. Vér árnum Ólafi og fjötskyldu hans allra heilla í nýja heimkynninu. Silfurbrúökaup eiga í dag Arnór Ú. Jóhannsson og frú Elín Jónsdóttír á Eskifirði. Goðafoss kom til Seyðisfjarðar 6. þ. m. Meðal farþega voru hljómlista- mennirnir Otto StÖterau og Þórhallur Arnason á leið til Þýzkalands. Meðan skipið stóð við héldu þeir hljómleik í barnaskólanum og var hann vel sótt- ur. Sýndu áheyrendurnir óspart, að þeir kunnu að meta hinn prýðilega leik þeirra félaga, einkum í Beethovens Menuett G-dur og Brahms Wiegenlied. Og meðferö hr. Stöteraus á 12.Raps- odiunni eftir Liszt, verður vafalaust lengi í minnum höfð hér eystra, Munu fæstir hinna listelsku gesta hafa heyrt slíkan leik fyr. Verslunin Vísir hefir á boðstölum: Allskonar matvðru, álnavöru mikið úr- val, gólfdúk, ullargarnið, sem allir spyrja eftir, og ótal margt fleira. Lítið inn í V í s i og spyrjið þar um vöruverð, áður en þér festið kaup annarsstaðar. Þær verslanir, sem selja mitt G E R D U F T standa betur að vígi í samkepninni, vegna þess, að það er jafngott og er- lent, en töiuvert ódýrara. Ennfremur bý ég til skóáburði, fægismyrsl, skrifblek o. fl. Sendið, til reynslu, pantanir yðar. Hef fyrirliggjandi allskonar leður og sklnn og flest annað er lýtur að skósmíði. Hvergi lægra verð né meiru úr að velja. J. S. KVARAN, Eskifirði. Hreppsnefndarkosning fór fram á Eskifirði s.l. laugardag. Gengu 3 menn úr nefndinni. Af mörgum sem í kjöri voru, hlutu þessir flest atkvæði: Páll Magnússon cand. jur., Tómas P. Magnússon (endurkj og Auðbergur Benediktsson (endurk.). Talið er víst að Páll Magnússon verði oddviti og vænta menn þess, að hann gangi skörulega fram í því, aö komasreiðu á hreppsmálin. Þjóðsögur eftir Leo N. Tolstoj. Iljasz. í Ufasýslu bjó maður af Baschkire*- ættum, semhétllsjasz. Hann hlaut engan arf eftir föður sinn. Faðir hans gifti hann og dó ári síðar. Aleiga Iljaszar var þá: sjö hross, tvær kýr og tutt- ugu kindur. En hann kunni að búa og afla sér fjár. Þau hjónin þrælkuðu frá sólaruppkomu til sólarlags, þau fóru fyr á fætur og seinna að hátta en all- ir aðrir. Og þau juku efni sín með ári hverju. Þannig lifði lijasz í lát- lausu striti í þrjátíu og fimm ár og safnaði miklum auði. Nú átti hann tvö hundruð hesta, hundrað og fimtíu nautgripi og tólf hundraö kindur. Vinnumenn unnu á ökrum og engjum og vinnukonur mjólkuöu hryssurnar og kýrnar og * Raschkire er tatariskur þjóðflokkur í Rússlandi, milli Volgu og Uralfljótíins. bjuggu til kumys*, smjör og osta. Iljasz hafði nóg af öllu og allir sveit- ungar hans öfunduðu hann. Nágrann- arnir sögðu: Mikill lánsmaður er Iljasz. hann á allsnægtir, hann þarf ekki að svelta. Tignir menn leituðu kunningsskapar hans og voru tíðir gestir hjá honum og menn komu jafnvel úr fjarlægum sveitum til þess að heimsækja hann. Og hann tók öllum með opnum örmum og veitti' þeim bæði mat og drykk. Það stóð á sama hvern að garði bar, öllum var borinn kumys og allir fengu fiskisúpu og sauðakjöt. Þegar gestír riðu í hlað- ið var samstundis lógað sauð, og væru gestirnir margir, þá var slátrað hryssu. Iljasz átti tvo syni og eina dóttur, Hann gifti synina og dótturina. Á meðan Iljasz var fátækur, unnu synir hans með honum, þeir gættu hrossanna og fjárins. En þegar hann varð ríkur, urðu þeir latir og annar * kumys er þjóðdrykkur í Suður-Rúss- landi. Hann er búinn til úr gerðri merar- mjólk o. fl. þeirra fór að drekka. Eldri sonurinn var drepinn í slagsmálum og sá yngri, sem átti skapstóra tengdamóður, vildi ekki lengur hlýða föður sínum — Iljasz varð að borga honum arf hans. Iljasz fékk synum sínum hús og bú- stofnogrýrði með þvíauð sinn að mikl- um mun. Litlu seinna kom pest í féð og drap það unnvörpum. Síðan kom hungur ár — grasbrestur varð. Iljasz misti flestar skepnurnar, sem eftir voru. Og Kirgísarnir tóku frá honum hið besta úr landinu. Eignirnar minkuðu með degi hverjum. Hann tapaði meiru og meiru ogkraftarnir tóku að þverra. Sjötugur varð hann að selja feldina, teppin, reiðfærin og seinustu skepn- urnar. Nú átti hann ekkert eftir og þau hjónin urðu í hárri elli að leita sér átvinnu hjá ókunnugum. Ekkert var eftir annað en konan hans og fötin, sem hann stóð í. Sonurinn bjó langt í burtu og dóttirin var dáin. Nágranni gömlu hjónnanna, Mucha- medschach, kendi í brjósti um þau. Hann var góður maður, hvorki ríkur né fátækur og lifði tilbreytingalausu lífi. Hann mintist gestrisni Iljaszar og sagði við hann: Frh.

x

Röðull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röðull
https://timarit.is/publication/1348

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.