Skagablaðið


Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 16.01.1992, Blaðsíða 3
Skaaablaðið Úlskrift frá Fjölbrautaskóla Vesturiands á Akranesi fyrir jófin: Aftasta röðfrá vinstri: Brynjólfur Einarsson, Halldór Sigurjóns- son, Baldur Már Bragason, Kristleifur Skarphéðinn Brandsson, Guðjón Kjartansson, Eygló Tómasdóttir og Jóhanna Guðrún Valgarðsdóttir. Miðröð frá vinstri: Guðjón Sigurðsson, Pétur Már Benediktsson, Ómar Pétursson, Anna Ósk Lúðvíks- dóttir, Þórdís Árný Örnólfsdótt- ir, Sœunn I. Sigurðardóttir og María Guðmundsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Vilborg Guðbjartsdóttir, Þórir Ólafsson, skólameistari, Vilborg Helgadóttir, Kristjana Þorvalds- dóttir og Eydís Líndal Finnboga- dóttir. Á myndina vantar Baldur Örlygsson, Lilju Guðmundsdótt- ur og Magnús Högnason. Mynd: Karsten Kristinsson. Eðlisfræðistúdentinn dúxaði Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi brautskráði fyrir jólin 23 nemendur. í þeim hópi voru þrettán stúdentar, sjö nemendur af tæknisviði, tveir luku almennu verslunarprófi og einn braut- skráðist af heilsugæslubraut. Fjórir nemendanna fengu viður- kenningar fyrir ágætan náms- árangur að þessu sinni. Baldur Már Bragason, stúdent á eðlis- fræðibraut, náði bestum árangri stúdenta á haustönn 1991. Hann hlaut einnig verðlaun úr minn- ingarsjóði Þorvaldar Þorvalds- sonar fyrir góðan árangur í stærðfræði og eðlisfræði. órarinn Ólafsson, kennari, var kvaddur formlega við at- höfnina þann 21. des. si. en hann lætur nú af störfum á bókasafni skólans. Þórarinn hefur starfað samfellt við skóla á Akranesi frá árinu 1945. Flutt var dagskrá sem Þórarinn hafði sett saman og var honum færð gjöf frá samstarfs- mönnum. í máli Þóris Ólafssonar, skóla- meistara, koma fram að við upp- haf haustannar 1991 voru nem- endur í Fjölbrautaskóla Vestur- lands 740 að tölu. Kennsla fór fram á fjórum stöðum á Vestur- landi; Akranesi, Borgarnesi, Ól- afsvík og Stykkishólmi. Skólinn er svæðisskóli fyrir Vesturland og eiga sveitarfélögin á svæðinu hlutdeild í uppbyggingu og starf- semi hans. Nýr samningur um starfsemi skólans verður undirritaður á ár- inu. Eldri samningur frá árinu 1987 er orðinn nokkuð úreltur vegna breyttra ákvæða í lögum Fjórir Skaga- menn á þingi Gísli Einarsson, Alþýðuflokki hlaut eldskírn sína á Alþingi fyrir jólin er hann sat þar í tvær vikur í stað Eiðs Guðnasonar, umhverfisráðherra. Skagamenn á þingi voru þá fjórir í fyrsta sinn í vetur. Fimm Skagamenn gætu setið á þingi í einu, þrír aðal- menn og tveir varamenn. um framhaldsskóla. Á því ári verður einnig tekin í notkun ný þjónustubygging fyrir skólann sem mun breyta aðstöðu nem- enda og starfsfólks til mikilla bóta. Áætlað er að vinna fyrir um 50 milljónir króna í bygging- unni á árinu. Niðurskurður á rekstrarfé og launakostnaði veld- ur hins vegar áhyggjum enda kreppir hann mjög að allri eðli- legri starfsemi skólans. Á haustönn hófst í samvinnu við Sjúkrahús Akraness verkleg kennsla fyrir sjúkraliða og geta nemendur nú lokið því námi til starfsréttinda við skólann. Nokk- ur námskeið á vegum Farskóla voru haldin á önninni og er fyrir- huguð aukning á þeirri starfsemi á næstu önnum. Talsverð eftir- spurn er eftir utanskólanámi og þarf að gera skólanum betur kleift en nú er að sinna þeirri þörf. Kennarar og starfsmenn skólans á Akranesi voru alls 67 á önninni. í kveðju sinni minnti skóla- meistari nemendur á að gefa gaum að þeim tækifærum sem gæfust til að líta bjartsýnum aug- um á framtíðina og nýta mennt- un sína á jákvæðan hátt. Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra nemenda og þakk- aði kennurum og nemendum fyr- ir ánægjulega samveru í skólan- um. Skólakórinn söng við at- höfnina undir stjórn Ragnheiðar Ólafsdóttur. Anna Björk Nikul- ásdóttir, nemandi á tónlistarb- raut, lék á píanó. Að athöfninni lokinni var viðstöddum boðið til veislukaffis í sal þjónustubygg- ingar skólans, sem brátt verður fullbúin. Breyttur afc rrá og með áramótum (l.jai tími AKraness ApóteKs sem h Alánudaga — föstudac Laugardaga kl. 1 5unnudaga og helgida^ [fj|] AKRANE SUÐURGÖTU 32 [reiðslutími lúar 1992) verður afgreiðslu- ér segir: jakl. 09.00-18.00 0.00—15.00 qa kl. 15.00—14.00 SS AP0TEK — SÍMI11966 SKATTFI einstaklinga Bókhald — 1 1 T. Launaútrei OP Bókhald HÁHOLTI 11, AKRAf KAMTÖL og fyrirtækja i/SK uppgjör ikningar o. fl. sþjónustan sf. iESi — SÍMI 13099 3 SÍM111100 (SÍMSVARI) THERE'S SOMETHING FUNMY^K INTHEfllR. ^ ikers of the 'Airplane' & "N I w . i— Flugásar (Hot Shots) Það er ekkert lát á skemmtilegum myndum í Bíóhöllinni og nú bjóðum við upp á eina léttgeggjaða, Flugása. Myndin er gerð af fram- leiðendum myndanna „Air- plane“ og „Naked Gun“ og er af flestum talin sú besta þessara þriggja og er þá langt til jafnað í gamansem- inni. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Cary Elwes, Valeria Golino og Lloyd Bridges. SÝND KL. 21 í KVÖLD, FIMMTUDAG, FÖSTUDAG, SUNNUDAG OG MÁNU- DAG. Næsta mynd: Sýnum í næstu viku mynd- ina um Addams fjölskylduna sem hvarvetna hefur vakið stomandi lukku og kátinu. Þeir sem ekki sjá þessa mynd komast aldrei af því hversu geggjað heimilislífið getur orðið! TIL SÖLU Tvær efri hæðir hús- eignarinnar að Kirkju- braut 8 eru til sölu. Samtals er húsnæðið 180 fermetrar að stærð. Nánari upplýsingar veita Magnús eða Hreinn á Myndbanda- leigunni Ási, Kirkju- braut 8. Uppl. ekki veittar í síma.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.