Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 4

Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 4
4 ÖFEIGUR fyrirvarans og eftirvarans. Mér var ljóst, að nýtt tíma- bil með nýjum viðfangsefnum var í nánd. Ég sneri mér að framtíðinni og því, sem koma átti. Og nú er það almennt viðurkennt, að blað ungmennafélaganna átti á þessum árum, með áhugaliði þjóðarinnar, verulegan þátt í að undirbúa næsta tímabil, átökin um að skapa í land- inu starfhæft stjórnarfar með alhliða framförum til undirbúnings fullkomnum skilnaði Danmerkur og Is- lands. Næsta viðfangsefni mitt var að skapa bæði sam- vinnublöðin, Tímann og Dag. Um þau fylkti liði mikið af samvinnumönnum landsins og stuðningsmönnum Skinfaxa frá undangengnum árum. Ég vann sem sjálf- boðaliði við Tímann um 25 ára skeið og við Dag í 2 missiri. Ég skildi við bæði blöðin sem víðlesin og nokk- uð áhrifamikil landsmálablöð, og ég get með sanngirni vonast eftir, að þeir, sem tóku við arfinum, væru menn til að ávaxta hann. Sá grundvöllur, sem lagður hafði verið með stofnun samvinnublaðanna, var þýðingarmik- ill fyrir íslenzk stjórnmál. Hér á landi mynduðust þrír lýðræðisflokkar með ákveðnum stefnum. Um rúmlega aldarf jórðungs skeið unnu þessir flokkar, stundum sátt- ir, en oft með ósátt, að stórfelldum framkvæmdum og umbótum í landinu, og að lokum undirbjuggu þeir í fé- lagi skilna'ð Islands og Danmerkur, sem nú er nýlega lokið. En sá viðburður markar óhjákvæmilega ný tímamót í þjóðlífi Islendinga. Áður var stefnt að skilnaði. Nú er vandinn að tryggja sigurinn með því að tryggja fram- tíð þessa nýmyndaða þjóðveldis eigi miður en forfeð- urnir gerðu fyrir sitt leyti á 10. öld. Ekkert sannar betur, að tímamót eru í vændum á Islandi, en sú al- þekkta staðreynd, að lítill hópur vanþroskaðra öfga- manna, sem stefnir að hruni núverandi þjóðskipulags og þingstjórnar, hefur um nokkurra missira skeið getað leikið svo með suma af trúnaðarmönnum þjóðarinnar, að Alþingi og kjósendur hafa raunverulega hætt að stjórna landinu. Þjóðin er um stundarsakir sett undir stjórn eins og mörg norsk sveita- og bæjarfélög eftir fyrra stríðið, þar sem kommúnistar höfðu ráðið um stund og komið öllu skipulagi og f jármálum á ringulreið. Fyrir þá, sem muna glöggt hina fyrri upplausn ís- lenzkra stjórnmála 1908—1916 og hafa átt þátt í með mörgum öðrum að undirbúa hina þjóðlegu viðreisn fyrri i

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.