Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 8

Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 8
8 ÓFEIGUR og samherja, sem stefna að samstarfi við upplausnar- lýðinn. Ég hef haft mikinn áhuga fyrir að ,,agitera“ fyrir flokkinn, málefnum hans og mönnum, sem átti að skapa tiltrú. En ég kann alls ekki að ,,agitera“ móti samherjum mínum innan flokksins. Aðrir menn í flokknum hafa gripið ,,flokksmaskínuna“ og snúið henni með einhliða áróðri gegn sínum eigin samherjum í upplausnarmálinu. Sá meirihluti sem talið er að feng- ist hafi í Framsóknarflokknum á síðasta flokksþingi var að heita má eingöngu fenginn með einhliða innan- flokksáróðri. Gott sýnishorn er það, að í einum hreppi sunnanlands höfðu um 30 bændur á almennum fundi lýst yfir velþóknun á baráttu framleiðenda móti hrimi. En einn bóndi vildi reyna fylgilag við kommúnista. Þessi eini maður kom á flokksþingið, sem fulltrúi bænda í sinni sveit. Þar, sem flokksmaskínan hafði látið hvem búa að sinni sannfæringu, var hin þjóðlega, íslenzka stefna óbreytt, sem von var til. # # # Gröndal þótti fyndinn, þegar hann sagði í annálsformi, að stolið hefði verið frá þeim sem ekkert áttu. Nú er fyndnin sýnd í verki. Nú á þjóðin að stela frá sjálfri sér. Kommúnistar og gistivinir þeirra segja: Erlendis eru 500 miljónir, sem er eign nokkurra íslenzkra auðmanna. Þetta er illa fengið. Tökum þetta fé, og notum það til almanna þarfa. Þessa fáu, ríku menn munar ekkert þó að tekinn sé af þeim bróðurparturinn. Síðan er ráðgert eins og við lítil börn, hvað eigi að gera við miljónimar. Einn vildi láta 60 miljónir í ræktun. Annar vildi láta 100 miljónir í skip og báta. Þriðji gat sætt sig við að fá 80 miljónir í rafmagn. En það datt ofan yfir þetta fólk, þegar í ljós kom, að allar þessar miljónir eru sparifé þjóðarinnar. 1 Landsbankanum einum eru 47 þúsund sparisjóðsbækur. Síðan koma hinir bankarnir og spari- sjóðirnir. Ef á að stela af inneignum bankanna og spari- sjóðanna með gengisbreytingu eða á annan hátt, þá er verið að rýja bóndann, sjómanninn, iðnaðarmanninn, verkakonuna og börnin. Sparisjóðseignin er aleiga margra þessara manna og hún stendur í inneignunum erlendis. Nú eru miklir menn í Reykjavík að ráðgera að fella islenzka krónu um 25 eða jafnvel 50%. Þar með verður tekinn fjórði hluti eða helmingur af samanspöruðu

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.