Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 1

Freyja - 01.10.1905, Blaðsíða 1
VIII. BINDI. OKTÓBER 1905. TÖLUBLAÐ 3. Brot úr æfintýri. Eftir G. J. Guttormsson. (Framhald. ---- iii. Skamradegi. Alla hringsjá Glóey gyllir, gljáir á freSin sinustráin, brotiö hjarn á grundu glitrar, gnapir fönn yíir byggöamönnum kyssa hauöur kalið í eyði kaidar Tarir noröanfara,— andi minn hjá þér elda kyndir elskan mín svo vel þér hlýni. Ljúfa mær, meðan lífiö varir langar mig þig að hafa í fangi, verma þig milli minna arma margan kaldan dag ei sjaldan. Ast mín, kanske ísinn og frostið eyöast lœtur viö þínar fætur, breiðir á veg þinn blíða daga, breytir vetri í sumrið heita. Kuldinn nístir nakta kvisti, nepjan hvín í trjánum mínum, gnötra veggir, huröir haggast, .hriktir í þaki mínu og brakar, gluggar titra, fœrðir í fjötra frostin, stirðir með augu brostin— andi minn bráða hættu hindrar hannermeðsverð og skjöldáverði. Hœttum gegn og heljar magni hann á að vernda fagran svanna, unnustu mína, elsku vinu, eiginkonu mína í vonum, þessi kuldi—það er mín vissa— þokar fyrir honum að lokum, jafnvel sumar að sunnan kemur sigur-fagurt með langa daga.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.