Fram


Fram - 22.03.1919, Side 2

Fram - 22.03.1919, Side 2
46 FRAM Mr. 12 Ó kystu mig, Gleði, já, góða nótt, í guðs friði elskaða víf! Hann er ekki að kenna öðrum það þó að hamingjan væri honum óstöðug, en honum finnst þó af og til að hann sakna samúðar hjá bræðrum sínum. Nú ligg eg grafinn í lífsins fönnum. Eg guðaði’ á Ijóra hjá góðum mönnum. Rað gagnaði ekki að guða þar. Því samúðin kristna — hún sofnuð var. (Nú líður óðum) Ekki er nú heiftin í þessum á- sökunum og einhver hefði víst kveðið þar betur að. Það er líka óvíst hver óhamingj- an er mest og ekki er alt ólán, sem alment er talið. Þetta finnur höf. »Mér opnaðist leiðin til ljóssins og litlu finst mér það varða, þótt óstöðugt lánið mér yrði á algengan mælikvarða. Því lánið á margar laundyr og lán hefir mörgum fargað. Það er sorgin og sökkvandi gengi, er sál minni hefir bjargað.« (17. maí.) Kem eg þá að hinu einkennilega fallega kvæði: -»Aðfangadagskvöld jóla 1912. Kvæðið er einkenniiegt að því leyti, að í því eru engir höfuðstafir, en höf. heldur aftur á móti stuðlum.* Fer vel á því í þessu kvæði, og er það meira en hægt er að segja um söm, þau afbrigði frá venjuleg- um bragreglum, er nokkrir hinna yngri höfunda tíðka. Við heyrum »þessi klukknakölU í hverri hendingu og finnum jóla- helgina umvefja okkur. Gleð þig, særða sál lífsins þr'autum þyngd. Flutt er muna-mál. Inn er helgi hringd. Minstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, fiýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, bíður hjálp og hlíf. Þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið guð sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. Flutt er orðsins orð, þagna hamars högg. Yfir stormsins storð fellur drottins dögg. Lægir vonsku vind, slekkur beiskju bál. Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er Ijós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, *) í háttalykli Snorra eru 2 fyrri ljóðstafirnir nefndir stuðlar, en hinn þriðji höfuðstafur. engill fram hjá fer Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, alt er ljós og líf. % Ekkert kyrt né kalt, öllum frelsi fætt. Kristur élskar alt, sem er hrjáð og hrætt. .. . Eg er smærri en smár leita þjaður þin. Lífsins herra hár, græddu meinin mín. Eg er ungur enn, eg er þreyttur þó. Kveikt er bál, eg brenn, gef mér frið og fró. Vann mér tískan tjón, rauf hinn æðsta eið. Glapti sálar sjón, bar mig langt af leið. Hvílík fingraför. Alt með spotti spilt. Tungan eitur ör. Eg fór vega vilt. Innra brennur bál, lífsins dagur dvín. Eg er syndug sál. Herra minstu mín. Er þetta ekki sama innilega bæna- kvakið og trúarauðmýktin sem við dáum mest hjá Hallgrími heit. Pét- urssyni og ekki minnist eg að nokk- urt jólakvæði hafi hrifið mig líkt óg þetta. »Fölskvaðir eldar« er heldur lag- legt kvæði; gríp þar úr þessi erindi. »Eg hugði aðeins á kynni við konu, en kyntist guði sjálfum. Pað hrundu um mig sólir og lýs- andl leyftur frá ljóssins björtu álfum. Og stundirnar liðu eins og dýrleg- ur draumur hver dagur yndisglaður. Eg kveð þig, sem gafst méf lífið og ijósið sem langt um betri maður.« Pá má og nefna »Seytjándi maí« gullfallegt kvæði bæði að orðum og efni, líklega ort í Noregi. »Pann seytjánda maí var sólskin og suðræn angan í blænum. Kveldið í gullnuui klæðum og klukknahringing í bænum. Frá götunni heyrði eg glauminn og glamur frá járnuðum hófum og bernskunnar heiðríkju-hlátra og holdyn frá klappandi lófum. Já heimurinn hló þar úti og hló þar í fyrsta sinni, en fegurst var lífið og ljósið í litlu stofunni minni. Hún glóði þá öll í geislum —i í gullvoðum borð og stólar. Par léku sér ómar og angan og eldskin lækkandi sólar.« Nú verð eg víst að láta hér stað- ar numið. Annars eru það mörg kvæði sem eins hefði mátt minnast á, en hér er ekki tækifæri til að gera það frekar. Eg hefi gripið þessi er- indi nokkuð af handa hófi, enda töluverður vandi að gera upp á m.illi sumra þeirra. Sumum kann nú að sýnast, sem hér sé of mikið tilfært úr bókinni, og þá líklega helst þeim, sem náð hafa því að eignast hana, Eg hefi gert það með vilja, bæði vegna þess, að kvæðin mæla best rneð sér sjálf og þó einkum hins, aðsvo fáirgeta eignast hana. Tel eg því rétt, að tilfæra nokkura kafla úr sem fiest- urn kvæðum svo að almenningur fái þar dálítið sýnishorn af því sem bókin hefir að bjóða. Mætti þá svo fara, ef að bókin yrði síðar gefin út handa alþýðu, að einhver yrði fyrri ti! að átta sig á því hvort ráðlegt sýndist, að offra nokkrum krónum til að eignast hana. Ekki geng eg þesa dulinn, að nokkuð mætti að henni finna í. d. meðferð á einstöku kvæði o. s. frv. en slíkt má líka um allar Ijóðabæk- ur segja og ber oss ekki að fyrir- dæma þær fyrir það. Hitt er meira umvert að margt virðist benda á að höfundur eigi skamt ófarið til að skipa bekk meðal okkar betri skálda. Býð eg með óþreyju eftir að honum auðnist að láta aftur til sín heyra. Frumleikar höfundar og efnismeð- ferð, þar sem honum tekst best, gefur ástæðu til að vona að það yrði íslenskum bókmentum gróði. Bergur Sigurðsson. Erl. símfregnir Rvík í gær. Zahlesstjórnin tekur við aftur dáSítið breytt. Munch og Neergaard verða fuílírúar Dana við alþjóðabandal. í London. Pýskaíand hefir afvopn- að herinn 100 þús. manns. Hergagnaframileiðsla verð- urtakmörkuð og séð um að • ekki verði koniið upp stór- um her á landi. Kafbátar verða engir, en 6 orustu- skip, 6 létt beitiskip, 12 tundurspillar og!2tundur- báíar. Ekkert nýtt skip má byggja stærra en 10 þús. stnál.Sjóliðið fari ekki fram úr 15 þús. Smá upphlaup í Egipta- landi. Ebert er orðinn forseti Pýskalands. Fréttir. Jakob J. Smáti í Rvík hefir verið skipaður til þess að vinna að ísl. orðabókinni í stað dr. B. Bjarnarson- ar. 60 símastaurar brotnuðu í Vest- mannaeyjum í laugardagsrokinu, og rafleiðslan þar skemdist nokkuð. Aukaútsvörin í Rvík verða 980 þús. kr. að þessu sinni; tæp milj. »Lagarfoss« á að fara í dag frá Rvík norður uin land. Kemur ekki hingað. Bílfélag hefir nýlega verið stofn- að á Akureyri, og eru í stjórn þess: R. Snorrason, R. Ólafsson og Hailgr. Davíðsson. »Sterling« á að fara til Khafnar með gærur, og fellur því niður fyrsta strandferð skipsins (frá Rvík 1. apríl). Ætlast er*til að skipið verði komið til Seyðisfjarðar aftur 29. apríl, og komist þar inn í 2. áætlunarferð, norður og vestur um land. Bæjarstjórastaðan á Akureyri hef- ir verið auglýst laus frá 1. júlí n.k. Umsóknarfrestur til aprílloka. Slæm kvefpest gengur í Rvík. »Botnía« fór frá Rvík í gær. Far- þegar voru 89. Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu byrj- ar að þessu sinni 3. apríl n. k. Hinry Ford. Niðurl. Verksmiðjan sem býr til bænda bíiana er rekin aðeins að vetrinum og á henni vinna eingöngu frum- býlingar sem hafa nýnumið land. Pessar smájarðir geta auðvitað ekki í byrjuninni, meðan verið er að rækta þær, veitt bændunum nægilegt til framfæris og þeir verða því að leita sér atvinnu í bæjum að vetrin- um. — Hjá hr. Ford vinna þeir sér ekki einungis inn peninga, heldur fá þeir líka ágæta kenslu I öllu, sem að búskap þeirra lítur, þeim sjálf- um að kostnaðarlausu. Ford kost- ar kensluna. Á hinum verksmiðjunum eru líka kveldskólar og verkamönnum kend t. d. enska því margir þeirra eru inn- flytjendur, — þeim er líka kent hvernig þeir eigi að nota fé sitt og að borða með hníf og gafli. Ford kostar einnig skóla fyrir föð- urlausa drengi. Par eru kendar all- ar alniennar námsgreinar, en auk þess er þar kend hegurð 1 klst. daglega, og í þeim tíma búa dreng- irnir til ýmsa hluti sem Ford notar svo aftur á verksmiðju sinni og kaup- ir af þeim með því verði, að þeir geta á þennan hátt lifað af vinnu sinni. Drengirnir búa á sérstökum heim- ilum og mega velja sjálfir. meðal margra, hvar helst þeir vilja búa. Hið sérkennilega við þetta er, að drengjununi er ótvírætt kent að skilja það, að þeir ekki lifi á góðgjörðar semi miljónamæringsins, heldur að þeir vinni fyrir sér sjálfir án þess að standa í þakkarskuld við nokkurn. Pað er lífsstarf mitt, segir hr. Ford, að ala upp menn. Eg byggi ekki verkamannaskáia handa fólkinu mínu, en eg sé um að það fái svo mikið fyrir vinnu sína, að það geti bygt sjálft — hvar sem það vill og hvern- ig sem það vill. — Sjálft verður það að tryggja sig gegn sjúkdóm- um, slysum og ellinni, það getur það, — og það gerir það líka. Einn af »ráðgjöfum« Fords hefir það störf á hendi, að kenna verka- mönnum hversu nauðsynlegt sé að tryggja sig og leiðbeina þeim í þeim efnum. Ford vill sem minst tala um frið-

x

Fram

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.