Fram


Fram - 22.03.1919, Blaðsíða 4

Fram - 22.03.1919, Blaðsíða 4
48 FRAM Nr. 12 Þjófnaður í Siglufirði. í 4 tölubl. »Fram« þ. ár kom grein með yfirskriftinni »Næturvörður.« Hún var eftir einhvern grímuklædd- an náunga. Er eg hafði lesið þá grein þá varð mér fyrst fyrir að svipast eftir at- hugasemdum við hana frá ritstjór- unum. Sú leit varð árangurslaus. Mér kom þá til hugar að þeim mundi hafa láðst að gera athugasemdir við hana, en hitt sfður að annar ritstjór- inn Hannes Jónasson væri henni hjartanlega samþykkur, eins og eg þykist nú viss um að hann sé. F*ví í síðasta tölubl. »Fram« í greininni um miðsvetrarfundinn segir hann — að greinin hafi flutt Ijótan sann- leika. Ekki dylst mér það að sá sann- leikur — er Hannes kallar — er ljótur hvar sem hann á sér stað, en eg verð að mótmæla því að það alt sé sannleikur um Siglfirðinga, sem farið er með í nefndri grein, þó Hannesi finnist það. Eg skil varla að hann hafi mun- að alt, sem stóð í greininni þegar hann tók sér þessi orð í munn. Pví að áðurnefnd grein er víða svo stór- orð og bólgin af staðlausum full- yrðingum í garð Siglfirðinga, að eg þóttist sannfærður um að enginn, sem þekti hér vel til — en það hélt eg að Hannes gerði — gæti sagt að hún flytti sannleika, En nú þegar sá maður, sem ætla mætti að þekti hér vel til, staðfest- ir þessi ummæli nefndrar greinar um okkur Siglfirðinga, þá get eg ekki lengur þagað. Eg vil benda á nokkur atriði í greininni. T. d. fer höfundur þann- ig á stað: »Dagsdaglega heyrast hér sögur um smá hnupl, vikulega um svona minniháttar þjófnað og á mánaðar fresti um innbrot og þjófn- að í stærri stíl.< Síðan í haust hefi eg heyrtfimm þjófnaðarsögur en veit aðeins um að tvær af þeim eru sannar. Eg hefi ekki verið mér úti um þannig sögur, en það hugsa eg að þeir menn hljóti að vera, sem geta stað- fest aðrar eins öfgar eins og eg held að höfundur nefndrar greinar fari með, í sumum atriðum. Pað er ekki nema eðlileg afleið- ing af því hvernig höfundur fer af stað, þar sem hann segir á öðrum stað: »og hve skaðlegt það erfyrir þennan bæ og fyrir þjóðina að ala upp heilan flokk, heila kynslóðþjófa.« Já, víst er það skaðlegt hvar og á hvaða tíma sem er. En þegar far- ið er að ala hér upp »heila kynslóð þjófa« í jafn fámennu þorpi, þá verða líklega fáir Siglfirðingar undantekn- ir, minsta kosti hjá greinarhöfundi og þeim sem hugsa svipað og hann. Og ekki skil eg í að ummæli um næturverðina í nefndri grein séu sönn. T. d. það: »að hver þeirra um sig hefir aðeins passað upp á þá bryggju, sem hann átti að vaka yfir, en ekkert skift sér af þó stol- ið væri á næstu bryggju, rétt fyrir a’ugunum á honum.c Nú geri eg ráð fyrir að allir, sem þurftu að láta vaka hér í haust þeir hafi reynt að fá þá menn til þess, sem þeir báru traust til. En þó ein- hverjum hafi ef til vill mistekist í vali sínu, þá er harla ólíklegt að öllum hafi gert það — þó skal eg ekki fullyrða neitt um það að svo stöddu — en eg held þeim hafi mistekist hafi þeir allir fengið þá menn, sem gátu horft á aðra stela og létu það afskiftalaust, líklega af því það var ekki á þeirri brýggju sem þeir áttu að gæta að; því þeir menn sem þannig haga sér eru eitt- hvað meir en lítið siðferðislega gallaðir. Og einmitt með þessu finst mér höfundur hafa reynt að gera þá að misindismönnum, sem gættu eigna einstakra manna — að nóttu til — hér í haust; og þá um leið nokkuð marga af fjöldanum, þareð útgerðarmenn voru búnir að ganga í valið. Þó gripdeild eigi sér hér stað eins og líklega víðast, en þó einna helst í sjávarþorpum, þá nær það ekki neinni átt að það sé eins mikið og gefið er í skin og sagt í greininni »Næturvörður.« Og það er síður en svo að eg telji ekki ástandið fremur slæmt eins og það er nú, þó eg geti als ekki fallist á það að hér sé stolið nær því dagsdaglega einhverju. Pví er ver, Siglufjörður er ekki laus við þjófnað, en það sem við þurfum að gera er að reyna að festa hendur í hári þeirra manna, er gera sig seka í þesskonar. Og það er satt að meinleysi og afskiftaleysi í þessu getur gengið of langt og hvorutveggja hefir ill áhrif fyrst og fremst á þá seku og ef til vill fleiri. Einnig er það ekki nema gott að þannig málum sé hreyft opinberlega. En mér finst að í greininni »Næt- urvörður« hafi verið farið með öfg- ar sumstaðar og fullyrt það sem als ekki á sér hér stað. Siglufirði 17. mars 1918 Ouðm. Skarphéðinsson. Aths. Ofanskrifuð grein hefði vel getað verið veigameiri — eigi hún að skoðast sem svar gegn greininni »Næturvörður« — þar sem höf. hefir þurft um 7 vikur til að semja hana. Fað er ekki mín ætlun að svara fyrir hönd höf. greinarinnar »Næturvörður,« það getur hann gert sjálfur ef hann vill, eg vil aðeins benda á eitt atriði. Höf. ofanskrif- aðrar greinar tekur eftirfyljandi málsgrein til að hneyxlast á: »Dagsdaglega heyrast hér sögur um smáhnupl, vikulega um minni háttar þjófnað, og á mánaðarfresti um inn- brot og þjófnað í stærri stíl.« En hann gleymir því að síðar kemur: »Allur fjöld- inn af þessum gripdeildar og þjófnaðar- sögum er nú að sjálfsögðu uppspuni.* Fetta einungis til að sýna hve hreint er engið til verks af höf. Guðm. Skarp- éðinssyni. Ummælum hans og dylgjum um hvað okkur ritstjórunum hefði láðst að gera í sambandi við áminsta grein, vísa eg frá mér og okkur, og heim til hans aftur, af þeirri ástæðu, að honum kemur ekki við ritstjórnarstarf okkar og hann hefir engin yfirráð yfir því. Hvað snertir mína persónulegu skoðun á málinu, þá hirði eg ekki að skattyrðast við hann um hana, en eflaust mun Guðm. Skarphéðinssyni ekki veita af að semja nýa sjö vikna grein tii þess að breyta henni. H. J. Rúgmjöl Hveiti Haframjöl Hrísgrjón Sagogrjón 2 teg. Kartöflumjö! í verslun 8ig\ Kristjánssonar. »Zebra« ofnsvertan er best, fæst aðeins í versl. Sig. Krisijánssonar. Saumur allar lengdir, kemur með m.s. Helga í verslun Sig. Kristjánssonar. 10 hafði strax ekið burtu án þess að sjáanlegt hefði verið að ekill- inn hefði fengið nokkrar fyrirskipanir. — Kom inn! Henni létti þegar hún heyrði gengið hljóð- lega að dyrunum og barið. Hún tók vindling úr lítilli öskju á borðinu, henni fanst hún þurfa eitthvað til að styrkja taugarnar, svo hún hefði vald yfir málróm sínum. Inn kom maður — flatnefjaður Rússi af lægstu stétt. Fram- standandi kinnbein hans og lágt enni bentu ekki til þess að hann væri gáfaður, en augun kuldaleg og grá, sem lágu langt inn í höfðinu, báru vott um hugrekki og slægð. Auðséð að þetta var maður sem hægt var að hafa gagn af. Frú Demidoff virtist vera rólegri nú þegar hún talaði við hann. — Eugen, sagði hún, — hlustaðu nú á það sem eg segi. Pað hefir borið dálítið leyndardómsfult við í kvöld á dansleikn- um, og eg hefi starf handa þér að vinna af hendi — strax á morgun verður það að vera um garð gengið. Keisarasonurinn var á hátíðinni í kvöld, klæddur svörtum kufli — hann er hér í Wien á laun. Rað veit enginn um það. Petta er alt saman stórt glappaskot, og eg er farin að verða hrædd um að eitthvert svikabrugg sé á seiði gagnvart honum. Hann var lokkaður burtu úr stúkunni sem hann var í, af stúlku, klæddri tyrkneskum búningi, — rauðum og gyltum eftir því sem eg veit best — reyndar sama hvernig hún var búin — fjöldi var klæddur eins og hún. Nikulás Aleksanderson elti hana, vagn beið eftir þeim, hann stökk inn í vagninn, og honum var ekið í áttina til gamla borgarhlutans. — Rétt, frú. Hún hafði þagnað augnablik til þess að búa sig undir fyr- irskipanirnar. — Þú verður í fyrstalagi að láta mig vita hvort keisarason- urinn er kominn aftur til gistihúss þess er hann býr í; og ef svo er ekki, þá hvað Lavrovski greifi hefir gert til þess að finna ráðn- inguna á þessum viðburði. Pú verður að vera á hælum gamla- mannsins, og ef hann snýr sér til lögreglunnar eða sendir sím- skeyti til Pétursborgar, verður þú að tilkynna mér það strax, Par að auki verður þú að fara tiltónleikahú^sins, til vagnbiðstöðvanna 11 og til allra járnbrautastöðvanna, til þess að ná í fregnir um hinn svartklædda grímumann og tyrknesku stúlkuna eða vagninn sem þau óku í. Eg fer til Pétursborgar með næturhraðlestinni klukk- an 12 annað kvöld, þú verður að koma hér fyr um kvöldið og láta mig vita hvað þú hefir fengið að vita. Hún lét manninn fara burtu, og þegar hún var orðin ein setti hún sig niður, og fór að hugsa um atburði þá er gerst höfðu um kvöldið. Yfir andlit hennar brá við og við hinum sama óá- nægju og ergelsis svip og áður í vagninum, og hinir fíngjörðu höfðinglegu andlitsdrættir hennar sveipuðust einkennilegum blæ eins og af þrá og blíðu, en hún hratt þessum tilfinningum frá sér og ypti öxlum. Nú máttu engar viðkvæmar tilfinningar fá yfirhöndina. Pegar hún hugsaði um hina glaðværu kjötkveðju- hátíð, og sérstaklega um eina, ákveðna persónu, sem. — — Æ, já! stundi frú Demidoff, fleygði vindlingnum og hringdi á þjónustustúlku sína. Hún varð að hætta öllum frekari heila- brotum það kvöidið. III. Pegar Ivan Valenski hafði mist sjónar á vagni frú Demidoff varpaði hann öndinni og var sem honum létti fyrir brjósti. Hann gekk til tveggja manna er nærri stóðu, og voru eins og hann klæddir gráum grímukuflum, þessir þrír gengu svo aftur á stað í áttina til KolowaúRing, gengu þeir þegjandi og reyktu vindlinga sína og tróðu sér í gegnum mannfjöldann sem best þeir gátu. í Ringstrasse var fjörið og glaðværðin á hæsta stigi. Hópar af hlæjandi grímumönnum hindruðu við og við alla umferð, en það leit ekki út fyrir að þrímenningunum lægi neitt á, þeir tóku þátt í spaugsyrðum ef á þá var yrt, og slógust í hóp með öðr- um þegar ekki var hægt að komast áfram. Skrauthýsin á báðar hliðar götunni voru uppljómuð, svo bjart var sem um hádag. Á blómsskrýddum veggsvölunum sátu áhorf-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.