Fram


Fram - 22.03.1919, Síða 3

Fram - 22.03.1919, Síða 3
Nr. 12 FRAM 47 Fundur verður haldinn í Málfundafélag- inu næstk. mánud, kl. 7 e. h, Stjórnin. arferð sína, en hann hugsar mikið um utanríkispólitík og ætlar sér að bjóða sig fram til þings næst. — Eg varð stríðinu sinnandi af því eg er (Pacifist) friðarvinur, Og að hann fylgir eingu máli hálf- ur, um það bera vott framkvæmdir hans í þarfir ófriðarins. n. fám mán- uðum bygði hann nýja höfn og skipasmíðaverkstæði, jáar sem bygð- ir eru í einu 21 U-báta veiðarar 500 smál. hver. Annars er Fordinjögfylg- jandi Alj^jóðasambandshugmyndinni. — Fyrirkomulagi þess vill hann láta Vilson ráða, — hann er eini maður- inn sem til þess er treystandi, og það mun ganga í gegn, segir hann, ef aðeins England vill minka flota sinn og rækta land sitt, því ef þeir verja fé og fólki því sem þeir verja til flotans, til að rækta landið, þá þurfa þeir sannarléga ekki að svelta. Pegar Ford, grannvaxinn og bros- andi, gengur um verksmiðjur sínar, skyldi enginn þar ætla manninn sem sendir út frá sér hinar stóru skrum auglýsingar, og þó minnir brosið um munn hans á það að hann þekki þýðingu auglýsinganna, og það, hvernig eigi að auglýsa. — Aðgæt- inn er hann svo, að fátt fer fram- hjá augum hans og hvern hlut smá- an og stóran í hinum stóru verk- smiðjum sínum þekkir hann, — auk heldur hvern mann sem vinn- ur þar, já, meira að segja sögu þeirra allra. — Engihn er tekinn þar og enginn rekinn úr vinnu nema hann viti og vilji það. — F*ar eru menn sem hafa komið beina leið úr fang- elsinu og í verksniiðjuna, — allir vita þetta, en enginn veit hverir mennirnir eru nema Ford sjálfur. Henry Ford er Ameríkumaður í orðsins fylsta skilningi. — Merkis- beri og foringi meðal nýtísku ame- ríkumanna, því víða í amerískum verksmiðjum, er nú verið að taka til framkvæmda hugmyndir hans og fyrirkomulag. Auglýsingasmiður hinn mesti er hann, en hann er jafnframt maður, sem meðhöndlar verkamenn sína eins og jafningja — ekki afaugna- bliks orjóstgæðum, heldur af rétt- sýni. Atvinna hans, framkoma og skilningur, ekki á verkamannahreyf- ingunni, heldur á verkamanninum sjálfum, þörfum hans og hugsjón- um, er svo sérkennileg fyrir landið sem hefir fóstrað hann, að hver sem kynnist Ford, hann kynnist sjálfri Ameríku. Verkstjóri og önnur hönd Mr. Fords, danski verkfræðingurinn Sör- ensen, segir um hann: »Ford er ef til vill ekki með rík- ustu Ameríkumönnum, en hann er áreiðanlega einhver hinn hamingju- samasti þeirra. Oskandi væri að ísland eignaðist sem flesta, — ef ekki auðmenn, — þá vinnuveitendur, með sama skiln- ingi á þörfum og hugsunarhætti verkamanna sinna, sem þennan ame- ríska auðmann. J. Jóh. Ræjarfréttir. Kirkjan. Síðdegismessa á morgun. S/ón/eik er í ráði að Kvenfélagið sýni nú bráð- lega. SJúkrasam/agið heldur aðalfund á morgun kl. 2 e. m. Æskilegt væri að sem allra flestir með- limir mættu. Jakob Björnsson yfirsíldarmatsmaður kom hingað í vik- unni og fór héðan á vélbáti til Reykjar- fjarðar, til þess að endurmeta þar síld frá síðastliðnu sumri. Með honum fór Ouðm. Bíldahl síldarmatsmaður. Hallgr. Jónsson ætlar næstu daga að láta reisa verslun- arhús fyrir ofan Álalækinn. Verður það efsta verslun bæjarins. Umsækjendur um lögreglustjórastarfann hér í Siglufirði eru fjórir: Sig. Lýðsson cand. jur., Páll Jónsson cand. jur. og Steindór Ounnlaugs- son cand. jur., allir til heimilis í Reylcja- vik; og Guðm. L. Hannesson málafærslu- maður á ísafirði. — Talið ervíst að Ouð- mundur muni hljóta starfið, ogmunuflest- ir hér, eftir atvikum, una við það. Mk. Snygr fór í vikunni til Sauðárkróks og flutti þaðan fullfermi af gærum til Akureyrar sem fara eiga til Khafnar með »Sterling.« Hrokkelssiaf/i er að byrja hér þessa dagana. Yfirlýsing. í gær kom heim til mín nefnd frá Kven- félaginu »Von« til þess að fá að vita skii- yrði sem eg setti fyrir hönd okkar félaga fyrir láni á húsi okkar handa Kvenfélag- inu til sjónleika. Kvað eg skilyrðin eigi önnur en þau að húsið fengist gegn greið- slu á andvirði þess og þejrra véla sem’í því ei'u ef Brunabótafélag Isiands einhverra orsaka vegna ekki greiddi brunatjón í til- felli að húsið brynni þann tíma sem fé- lagið hefir það að láni. Húsaleiga yrði engin tekin. Að þessum skilyrðum kvaðst nefndin ekki geta gengið. í von um að enginn efi þetta. Siglufirði 21. mars 1919 Matthías Hallgrímsson. Skósverta « á aðeins 0,35 dósin í versl. Sig". Kristjánssonar. Ritstjórar: Hannes Jónasson og Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja. Kaffibætirinn Eldgamla ísafold er lang besti kaffibætirinn sem fengist hefir í 4 ár. Kostar aðeins 1,10 pr.y2kg, Fæst aðeins í verslun Sig\ Kristjánssonar. Fyrir vélbátaeigendur. Spíritus kompásar Asbestpakning Gaslampar Mótortvistur í verslun Sig. Kristjánssonar. Shinola er besta skósvertan en þó ódýrasta eftir gæðum. Notið hana! Skóreimar hvergi ódýrari og margt f/eira með friðarverði hjá Sumarl. Guðmundssyni. 12 endur er virtu fyrir sér götulífið, og gegnum opna glugga heyrð- ist hljóðfærasláttur; ýmist munarblíð danslög eða hljómríkir þjóð- söngvar. En þrímenningarnir virtust ekki taka eftir neinu af því marg- víslega er fyrir augun bar. Þegar þeir höfðu gengið spölkorn eft- ir Ringstrasse beygðu þeir inn í dimma og skuggalega hliðargötu. Par gátu þeir gengið hraðara. Peir héldu áfram leiðar sinnar, stöðugt þegjandi, án þess að líta við þeim fáu hræðum er hlæjandi og spaugandi gengu fram hjá þeim á leið til miðpúnkts hátíðarinnar. Pær götur er þeir gengu í gegnum voru nær því mannauðar. Engin Ijós sáust í gluggunum, og engin Ijúfleg danslög hljóm- uðu út yfir götur og garðsvæði er lágu til beggja hliða. Alt í einu beygðu þessir þrír inn á eitt þetta garðsvæði eða hlað, og án þess að svara dyraverðinum, er spurði þá hvern þeir ætluðu að heimsækja svo seint, gengu þeir að bakstiganum; lifði þar Ijós á litlum lampa. Mennirnir gengu upp stigann að fyrsla lyfti, og drápu þar á dyr, og slógu þeir höggin eftir vissu hljóðfalli. Eftir litla stund var opnað, og var spurt með hræðslublandinni rödd: — Eruð það þér, Balukin? — Já, var svarað, — og Ivan og Serge, hleyptu okkur inn. Herbergið sem þeir komu inní var búið húsgögnum og ekki óviðkunnanlegt, mátti nota það bæði sem skrifstofu og reykinga- sal. Inni þar voru 13—14 menn, og að dæma eftir klæðaburði þeirra, tilheyrðu þeir öllum stéttum mannfélagsins. Fjórir eða fimm höfðu ekkert hálslín, voru í vinnufötum og stórum stígvél- um. Aðrir voru klæddir eftir nýustutísku ogmeð blóm í hnappa- gatinu, og einn roskinn maður, fyrirmannlegur á svip, bar nokkr- ar orður. En allir, æðri sem lægri, virtust vera í mikluin dáleikum hver við annan, og reyktu vindla sína og vindlinga í bróðurlegri eindrægni. — Hvað er í fréttum? spurðu einar tíu raddir í einu meðan hinir nýkomnu fóru úr kuílum sínum, og heilsuðu með handa- bandi þeim er næstir stóðu. 9 hann var yfir að samtal þeirra var endað, og að hin fagra frú truflaði ekki lengur órólegar og kvíðafullar hugsanir hans. — Oóða nótt Ivan, sagði frú Demidoff, er hann hafði hjálp- að henni inn í vagninn og sveipað um hana loðkápunni. Lengi eftir að vagninn var kominn á ferð horfði hún á hann, alt þar til hún gat ekki lengur eygt hann í mannþrönginni. Pað var óánægju, nærri því beiskjusvipur á andliti hennar, sem ekki var laust við að benti á sjálfsfyrirlitningu. Pegar vagninn var kominn svo langt að hún sá ekki lengur Ivan Volenski, varpaði hún öndinni óþolinmóðlega eins og til þess að hrista af sér vont skap. Og það var þóttaleg ofurlítið ergelsisleg heimsfrú, sem sté út úr vagninum við skrauthliðið hjá einu af tignarlegustu húsunum á Kolowat-Ring. — Sendið strax' Eugen inn í herbergi mitt, sagði hún við þjóninn er gekk á undan henni upp tröppurnar. — Ef hann er ekki heima, verður einhver ykkar að vera á fótum þar til hann kemur, og ef hann sefur verður að vekja hann tafarlaust. Hún leit út fyrir að vera í altof æstu skapi til þess að setjast niður. Hún gekk aftur á bak og áfram um gólfið, og hlustaði um leið eftir hverju fótataki er heyrðist fyrir utan. Hugarhreyf- ingin frá því áður var nú horfin, hún hafði gleymt öllu er snerti manninn í gráa kuflinum, sem hún hafði kallað Ivan, og sem hafði verið svo óvægur.eftir að losna við hana. Hún hafði séð það í kvöld, fyrir hálfri klukkustund síðan, sem hafði gert hana framúrskarandi órólega. Hún var alveg sann- færð um að hún — fyrir utan gamla Lavrovski greifa og trúnað- ar herbergisþjón — var sú eina sem vissi að undir hinum svarta kufli d.uldist erfingi hins rússneska ríkis. Pað var óskamfeilin stelpa klædd tyrkneskum búningi, sem hafði kallað á hann. Pað var í sjálfu sér ekkert merkilegt á kjöt- kveðjuhátíð, þegar alskonar frjálsræði og ófeilni ekki aðeins leiðst, heldur jafnvei var örfað á allan hátt. Keisarasonurinn hafði elt hana í unggæðislegu hugsunarleysi, hafði gleymt tign sinni, og þeirri hættu er maður í hans stöðu jafnan er í, og hafði farið inn í vagri með stúlkunni. Frú Demidoff efaðist ekki um að vagn- innn hefði beðið þarna eftir þeim að undirlögðu ráði, því hann

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.