Fram


Fram - 19.04.1919, Síða 2

Fram - 19.04.1919, Síða 2
62 FRAM Nr. 16 ur að ofan á sama hátt og samkv. tilhögun a. Sjógarður, festarhringir, tjörusteypa á yfirborði, spor og vatnsleiðsla eru eins og með til- högun a. 5. Hafskipabryggjan, Lengd hennar er 64 metrar, breidd 10 metrar, og hún er reiknuð fyrir vöruþunga 2 tonn á fermetra, Er hún nægilega löng fyrir skip eins og þau, sem nú eru í millilandssigl- ingum hér. Qerð bryggjunnar er hin sama sem gerð bryggjunnar meðfram öldubrjótnum samkvæmt tilhögun b, að því frábrugnu, að nokkrir ská- staurar eru í henni til að gera hana alla stöðuga. Tjörusteypa er í yfir- borðinu, festarhringir, þrefalt spor og vatnsleiðsla. Athugað hefur verið hvort tiltæki- legt mundi að gera þessa bryggju með heilum hliðum og fyllingu inn- an í líkt og suðurhlið öldubrjótsins samkv. tilhögun a. en niðurstaðan orðið sú að þetta yrði svo miklu dýrara eptir því sem verðlag á efni er nú, að óþarft þótti að gera um það sjerstaka áætlun. 6. -Fisklskipabryggjurnar. Þær eru ráðgerðar 3 alls, úr trje, og eru reiknaðar fyrir þunga 500 kg. á fermetra. Pær eru Iagðar á ská til suðurs út frá austurjaðri upp- fyllingarinnar, til þess að auðveldara verði að leggja að þeim og frá þeim. 7. Framkvæmd verksins. Verkið verður ekki framkvæmt á skemri tíma en 2 árum, og sje þá fyrra árið gerð uppfyllingin á landi, uppfyllingin út á 1,4 metra dýpi, og tungan út á 4,5 metra dýpi. Ef til vill má gera trjebryggjurnar sama árið, og æskilegt væri að geta steypt eitthvað af staurunum í hafskipa- bryggjuna. Aðalverkið þetta árið verður flutningur á uppfyllingarefni ofan úr fjallsrótunum. Næsta ár verður svo gerður öldubrjóturinn og hin önnur mannvirki. Úr lýsingu hafnarvirkjanna hefur ýmsu verið slept, sem bundið var kunnugleika á þeim uppdráttum af hafnarvirkjunum *em einnig eru komin frá herra Jóni Þorlákssyni, en orðalagi verkfræðingsins hefur alstaðar verið fylgt. Ressi lýsing sem hér kemur fyriralmenningssjónir ætti að nægja til þess að menn geti gert sér nokkurnvegin Ijósa hug- mynd um mannvirkin. F*ví skal aðeins bætt hér við að samkvæmt uppdráttunum verður lega öldubrjótsins c. 30 m. norðan við enda ^jóvarnargarðsins, sem nú er, og stefna hans út á fjörðinn lítið utan við austur. Vikan. Tiðin: Sunnudag og mánudag sama snjókoma og mikill stormur, altaí norð- austan. Þriðjudag miðvikudag og fimtu- dag mjög gott veður, sólbráð hvern dag og hiti. í gær kólnaði nokkuð aftur með snjókomu; áttin norðvestan; frost í gær- kvöldi 3 gráður. I dag er rosaveður þver- vestan, en bjart og frostlaust. Snjóf/óO í Þorgeirsfirði um síðustu helgi; hljóp á fjárhús, á bænum Kaðal- stöðum, eign Björns Líndals á Svalbarði, sópaði því burt og grandaði á 2 hnndrað fjár, mestmegnis sauðum. Sn/óflóð í Ólafssfirði fyrra föstu- dag; brýtur fimm símastaura, muna menn ekki eftir því að snjóflóð hafi fallið á þeim stöðvum áður, vestan fjarðarins. M.s. *Brödrene< eignH.Söbstad* útgerðarmanns kom nú í vikunni frá Ak. ureyri. Hefir skipið verið smíðað þarupp í vetur, lengt, og ný vél sett í það, er það nú óþekkjanlegt fyrir sama skip, og er nú inikil prýði að »Brödrene« í þilskipaflota Siglufjarðar. Botnía kom í fyrradag til Reykjavík- ur, meðal farþega voru O. Blomkuist con- sulent og H. .H Andersen bókhaldari á leið hingað til Siglufjarðar. Sterling fer í dag frá Kaupm.höfn. Óiafur Sveinsson vélfræðingur, fór héðan í vikunni til Akureyrar, á leið til Reykjavíkur. Heyrst hefur að Anton Brobakke einn af eigednum verksmiðjunnar sem fórst í snjóflóðinu, hafi ætlað að leggja á stað frá Álasundi í gær, beint hingað til Sigiufjarðar. Einar Hermannsson og fjöi- skylda hans, voru orðin svo hress að þau urðu flutt hingað út á eyrina í gær, flytja þau í hús Bakkevigs, »Amsterdam.« Staðarhólsfólkið og fólkið úr Efri-Skútu flutti alt hingað yfir á eyri nú í vikunni, af ótta við snjóflóð, hafa menn búist við að ný flóð hlypu alla vikuna, því snjór var aftur kominn mjög mikill í Staðarhólsfjall, en ekki hefur það þó orð- ið enn sem komið er. Mótornámskeið það er hér hefur staðið yfir nú mánaðartíma, endaði á mánudaginn var, 14. þ. m. Flestir voru þeir 33 er námskeið- ið sóttu, en af þeim gengu 12undir próf. Koma hér nöfn þeirra er próf- ið tóku, og einkun prentuð aftan við nafn hvers eins: Stig Baldvin Hallsson 9 Benedikt Jónsson 14 Einar Indriðason 9 Gunnl. Friðfinnsson Ólafsfirði 18 Jóhann Ásgrímsson —»«— 15 Jósúa Porsteinsson —»«— 15 Sig. Kr. Finnbogason 16 Sveinn Qíslason 15 Sig. KJ. Guðmundsson 15 Víglundur Jónsson 13 Rorlákur Ouðmundsson 13 Þorsteinn Sigurðsson Ólafsf. 15 Pormóður Torfason, sagnaritari 1719—1919. Pað eru á þessu ári liðin 200 ár frá dauða Rormóðar sagnaritara, — þessa merka vísindamanns, sem reist hefir íslenskri sagnfræði svo óbrotgjarnan tninnisvarða með verk- um sínum. — Jeg hefi ekki sjeð að þessa hafi verið neitt getið í íslensk- um blöðum, en aftur hafa erlend blöð getið Pormóðar í vetur með maklegu lofi, enda mun Þormóður og verk hans, knnnari utanlands en hjer á landi, — Það, að Porm. Torfason ekki er kunnari alþjóð fslands en raun er á, stafar sð sjálfsögðu af því, að flestöll ritverk hans eru ritin á lat- ínu, og svo af hinu, að hann ól mestallan aldur sinn erlendis, en síðast en ekki síst af því, að aðal ritverk hans fjaila um sögu Danm. og Noregs, þó heimildir að þeim sjeu að sjálfsögðu að mestu ieiti íslenskar. Porm. Torfason er fæddur í Eng- ey 27. maí 1636 — sonur Torfa sýslumanns er þar bjó þá, og sem síðar var dæmdur frá embætti og æru. — 1654 kom F*orm. til Kaup- mannahafnar og tók þar teologisk »Attestato« tveimur árum síðar. — F*á ætlaði hann heim til íslands en vegna ófriðarins við Svíþjóð komst hann ekki nema til Kristjánsands, og var hann þar um veturinn. 1660 komst F’orm., fyrir milligöngu Hinriks Bjælke höfuðsmanns, í þjón- ustu Friðriks III. Danakonungs. »Skyldi hann þýða íslenskar sögur og heimildarrit að sögu Norður- Ianda; — búa í konungshöllinni og hafa auk 300 Rdl. árslauna, ljós og hita, brauð og öl til morgunverðar; — sem og frían pappír frá Kans- ellíinu.« Að þessu vann Porm. í tvö ár, og geymast verk hans frá þeim tíma á konunglega safninu í Kaupm.höfn Segir sagan að konungur hafi oft komið til herbergja hans og þótt mikils um vert þekkingu hans og lærdóm. 1662 fór F'orm. heim til íslands í erindum konungs, til að rannsaka gömul handrit og heim- ildir, og 1664 lauk hann við ritverk sitt: Um Danakonunga; — færir hann þar rök hinna íslensku forn- sagna fyrir því, að Skjöldur hafi verið forfaðir Danakonunga. — Braut það mjög bág við skoðun þeirra tíma I því efni, og vakti athygli vís- indamanna á höfundinum. Framh. Frumvarp til laga um Alþjóðabandalag. Framh. 13. grein. Samningsaðilar eru allir sammála um það að hvenær svo sem deilur sem sjálfsagðar eru til úrslita í gerð, rísi þá beri að leggja málin í gerð þegar örgrant þykir að útkljá megi málið á venjulega stjórnmáía vísu. Samningsaðilar ráða skipun þess gerðardóms, sem fjalla um deilu- málin annað hvort þann veg að skipa þann sérstaka dóm með sérstöku kjöri, eða með því að hlíta samn- ingsráðstöfunum sem áður kynnu að hafa verið gerðar. Samningsaðil- ar eru allir sammála um það, að þeir munu í fuliu trausti hlíta, og koma til framkvæmda þeirri gerð, sem kveðin hefir verið upp. Verði gerðinni ekki fullnægt, þá mun fram- kvæmdaráðið gjöra gangskör að því að fá deilumálin útkljáð með nýjum leiðum til samkomulags. 14. grein. Framkvæmdaráðið býr til frum- varp ym skipun dómstóls í alþjóða- legu réttarfari, F*essi dómstóil skal vera einhlýtur að því að heyra á sak- ir, og kveða upp dóm í hverju því máli, sem samningsaðilar telja koma þessum dómstóli við, samkvæmt næst undangenginni grein (13.) 15. grein. Samningsaðilar eru allir á einu máli um, að leggja öll deilumál sem kynnu að koma fram meðal þeirra ríkja, sem í Sambandinu eru og eru þannig löguð að þau geti valdið friðrofi, en verði ekki sætt í venju- legum gerðardómi, undir úrslit fram- kvæmdaráðsins. Annaðhvor málsað- ili skýrir þá höfuðeinkaritaranum frá deilunni en hann gjörir alt sem nauðsynlegt er til þess að láta fara fram nákvæma rannsókn í málinu. Málspartarnir leggjast á eitt í þessu skyni, íil þess að flýta svo sem unt er fyrir því að koma nákvæmri lýs- ingu á öllu málinu til höfuðeinka- ritarans, með öllum gögnum og skjöl- um, sem þar að lúta, og má fram- kvæmdaráðið þá strax láta birta alt þetta. Takistframkvæmdaráðinu að koma sáttum á í deilunni þá skal jafn- skjótt gefa út tilkynningu þar sem skýrt er frá eðli deilunnar, og sátta- skilyrðunum, svo og öðru því, er nauósynlegt þætti ti! þess að lýsa málið í heild sinni. Verði sáttum ekki komið á, skal gefa út skýrslu, þar sem auk allrar nauðsynlegrar lýsingar og skýringer á málinu í heild sinni, skal birta þær viðleitan- ir sem ráðið hafði gjört til þess að sætta málið, og álitið réttsýnar.Gangi framkvæmdaráðið í heild sinni, að undanteknum fulltrúum deildarríkj- anna, að sáttaboðunum, þáeru samn- ingsaðilar alir á einu máli um það, að ekki megi hefja ófrið á hendur neinni þjóð, sem sáttaumleitunum vill hlíta, og neiti annaðhvor máls- aðili að hlíta sáttaboðunum, þá skal framkvæmdaráðið þegar leggja fram frumvarp til allra nauðsynlegra ráð- stafana til þess að fá sáttagerð fram- kvæmdará$sins fullnægt. Verði fram- kvæmdaráðið ekki sammála í sátta- boðum sínum, þá skal meirihlutan- um bera skylda, en minnihlutinn á rétt á því, að birta greinargjörð, þar sem skýrt er frá þvi hvað álítst vera kjarni málsins, og komið er fram með tillögur sem sanngjarnastar og réttlátastar þykja til þess að sættin takist. Framkvæmdaráðið má í öllum þeim tilfellum sem um getur í þess- ari grein, leggja deilumálin fyrir full- trúaþingið, ef annaðhvor málsaðili beiðist þess, þó verður sú beiðni að hafa komið fram innan 14 daga frá því er framkvæmdaráðið fékk deilumálin til meðferðar. F’egar þetta er gjört skulu allar þær ákvarðanir sem um getur í þessari grein, og II. grein viðvíkjandi verkahring og vald- sviði framkvæmdaráðsins nátil gjörða og valdsviðs fulltrúaþingsins. 16. grein. Brjótí einhver samningsaðili þær kvaðir, er hann hefir undirgengist samkvæmt XII. grein eða skelli skoll- eyrum við þeim, verður það skoð- að svo sem með því sé rist upp herör og hafinn ófriður á hendur öllum öðrum meðlimuin bandalags- ins. En bandalagið skuldbindur sig í heild sinni til þess að slíta öllum verzlunar- og peninga-viðskiftum við það ríki. F*au leggja bann við sér- hverju sambandi við borgara þess, og allra borgara Alþjóðabandalags- ins, hvort sem hlutaðeigandi ríki hef- ur áður verið meðlimur bandalags- ins eða ekki. Komi slíkt fyrir þá skal framkvæmdaráðtð skyldugt að mæla fyrir um hvílíkan herafla skuli lcg'gja fram á sjó og landi frá hverju sérstöku ríki bandalagsins um sig, til þess sð stofna her, sem hafður sé til þess að verja allar þær þjóðir sem sáttmálann hafa undirskrifað. Jafnframt skuldbinda Samningsaðilar sig til þess, að veita hver öðrum hjálp og styrk með því að hlaupa fjárhagslega undir bagga hver fyrir annan, á þann hátt sem umsamið verður samkvæmt þessari grein, til

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.