Fram


Fram - 19.04.1919, Blaðsíða 3

Fram - 19.04.1919, Blaðsíða 3
Nr. 16 FRAM 63 Tilkynning. AUur trjáviður og alt er finst á floti, hvort heldur er inni á Siglu- firði eða í hafinu hér fyrir utan er vogrek er afhenda ber sýslu- manni ! eða undirrituðum gegn björgunarlaunum. Siglufirði 17. apríl 1919 Guðm. Hafliðason hreppstj. Leiðréttihg. í kvæðinu »í ríki ljóssins« sem prentað ^fir í 10. tölubl. af »Fram« þ. á. hafa orð- ið þessar prentvillur: 1. v. 6. 1. ótakmörkuð, les: ótakmarkað s. v. 7. 1. sálarljóð, les: sólarljóð 2. v. 1. 1. ertu frjáls les: áttu frjálst Þessar villur eru lesendur blaðsins góð- fúslega beðnir að reiðrétta. Listi yfir þá sem afhent hafa »Fram* peningagjafir til fólksins sem varð fyrir eignatjóni af völdum snjóflóðsins 12. þ. m. Jón Guðmundsson 50.00 Sig. Kristjánsson 75.00 Hannes Jónasson 25,00 Albert Jónsson 5,00 Mattíhas Hallgrímsson 100.00 Rögnv. Snorras. og kona hans 200.00 Tom Hallgrímsson 20.00 Mabba —»— 20.00 Borri —»— 20.00 Adda —»— 20,00 Sinna —»— 20.00 Kr. 555.00 Það er myndarlega af stað farið af þessum gefendum en betur má ef duga skal, og erum vér þess fullvissir að Siglfirðingar hlaupa allir undir bagga með fólki þessu og leggja a 11 i r eitthvað af mörkum »Fram« býðst til þess áfram að veita viðtöku gjöfum, og munum vér þegar vér álitum samskotunum lok- ið kveða til valinkunna menn til þess að ráðstafa peningunum sem réttlátast, hafi gefendur ekki ráðstaf- að þeim sérstaklega. Vér vitum að fjöldi fólks hefur hjálpað þessu fólki, þó ekki hafi verið með peningagjöf- um, þá ýmsu öðru sem fólkinu kom best fyrst í stað, mat, klæði og húsnæði. Allir vita að Sigfús Ólafsson á Árbakka og kona hans Solveig Jó- hannsdóttir hafa veitt móttöku allri fjölskyldunni sem bjargað var úr Neðri-Skútu; þeim sé heiður fyrir þetta. Auðvitað geta þessi hjón ekki haldið áfram að hýsa og fæða fólk- ið sem fyrir snjóflóðinu varð, því verður að sjá annan veg farborða. Munið eftir því að senda »Fram,c til hjálpar þessu fólki, þó ekki sé nema ein eða 2 krónur hver, það dregur engan einstakan. íslensk Sumarkort mjög falleg fást í verslun Jens Eyjólfssonar. Kýr. Prjár kýr til sölu. Menn snúi sér til Hannesar Jónassonar. Ósætt kex, 2 <eg. Friðb. Níelsson. Ritstjóriogafgreiðslum.: Sophus A. Blöndal. Siglufjarðarprentsmiðja. Nýkomið i vers/un Helga Hafliðasonar Léreft bl. og óbl., 7 teg. M orgunkjólatau Ermafóður Baðhandklæðim]ögstór5.00 st Do. dálítið minni 3,75 st. /a losier Tjörukústar Orfaefni Brýni Lampar 8‘“ 6“‘ með glösum. Handluktir mjög góðar Axir margar teg. Prímusar Prímushausar með hringjum Straujárn tungur tilheyrandi Kalfakts-Hamrar Brjóstsykur fleiri teg. Chocolade Cacao VinHlarm*rZ*r teS- Danskirmjög v góðir. Heilkassinn 24 kr. Cigarettur margar teg. Spil Sjóstígvél íslensk Do með trébotnum Mikið úrval af email.vör- um og m. m. fl. Komið og spyrjið um verð áður en þið kaupið hjá öðrum. 24 . Þetta var ekki fyrir kjarkleysi, heldur vegna þess, að hann var í eðli sínu mótfallinn öllum ofbeldisverkum. Hann viidi gjarn- an vera foringi pólskrar uppreistar, en hann vildi ekki hvetja rýt- ing sinn til launmorða. Hann hafði fengið fregnir um að keisarasonurinn ætlaði sér að ferðast til Win á laun, og einnig um það að hann ætlaði að vera viðstaddur á dansleiknum. í raun og veru var hann níhilistununi til ómetanlegs gagns; hann var alstaðar með, heyrði margt er fáir vissu, Qg sagði þeim frá öllu er þá varðaði um að vita. Það var hann sem hafði lagt á öll ráð um burtnám keisara- sonarins. Mirkovitsch átti að lána hús sitt til þess að geyma fang- ann í, og dóttir hans átti að lokka hann þangað. Balukin og bróð- ir hans áttu að gefa gætur að því hvernig alt færi fram eins og til var ætlast. Sjálfur ætlaði Ivan síðar að takast á hendur að fram- kvæma eitthvað hættulegt, sama hvað þao væri, ef hann einungis væri laus við að lókka hinn varnarlausa unga mann í hættulega gildru. Nikulás Aleksanderson hafði ekki grunað nokkurn hlut. Staður og tími var heppilega valið; á kjötkveðjuhátíð höfðu allir löngun til að skemta sér, og hann var kominn til Wínarborgar í æfin- týraleit. Hann hafði ekki hug á öðru en stúlkunni fögru, skínandi augum hennar og freistandi orðum; hann hljóp á eftir henni og stökk inn í vagninn, Hin stutta leið frá tónleikahúsinu til Heumarkt var nægileg til að hleypa hjarta hans í bál. Hann tók flauelsgrímuna af stúlkunni, og fullvissaði sjálfan sig um, að and- lit hennar var ekki síður fagurt en hann hafði gert sér í hugar- Iund. Hefði hann ekki verið jafn ungur og auðtrúa og hann var, hefði hann ef til vill orðið var við ofurlítið hæðnisbros á barns- leguni vörunum og augnaráð — var það meðaumkun? — sein gerði augu hennar enn þá ómótstæðilegri. Vagninn staðnæmdist úti fyrir porti einu, sem flestum myndi hafa virst skuggalegt og óviðfeldið. Nikulás hljóp upp breiðar steintröppur, er lágu að húsinu, án þess að hugsa um annað en stúlkuna yndisiegu, er var nokkur skref á undan honum. Hann 21 um tímum lengur til þess að ljúka við bréfaskriftir hans. Þegar því er lokið er eg laus, og get farið strax af stað. — Látum Ivan gera sem hann álítur best, sagði forsetinn. — Enginn okkar hinna á jafn hægt með að komast yfir landa- mærin og hann, og þriggja daga töf er minni hætta en að fela skjölin hvefjum sem vera skal. — Að þessu hefir aldrei neinn grunur fallið á mig, sagði Valenski. — Að vísu hafa skjöl mín einusinni verið ransökuð við landamærin. — Það var eftir að Dunajevski var tekinn fastur, og þá máttu allir Pólverjar þola sömu meðferð. En til allrar ham- ingju hafði eg ekkert hættulegt ineðferðis í það skipti. — Já, en nú! sagði kvíðaleg rödd. — Eg legg öll skjöl vor í umslag og set á það innsigli er- indrekasveitar páfans. Staða mín er kunnug, og skjölin eru óhult á þann hátt. — Eigum við að segja nokkurnvegin óhult, sagði ruddaleg rödd út í horni. — - Það er að minsta kosti ábyggilegt, að við höfum engan tryggari sem sendimann en hann, sagði forsetinn. — Fyrirætlun hans er sú eina sem nokkra tryggingu gefur. — Eg lofa því hér með og legg við drengskap minn, sagði Valenski með ákafa, — að þessi skjöl skulu eftir fjóra daga vera heilu og höldnu í höndum Taran'íevs, og hann skal einnig hafa fengið að vita um hið rösklega afreksverk er vér höfum fram- kvæmt í kvöld, og sem að veita Dunajevski og félögum vor- um frelsi. Skyldur mínar gagnvart kardinálanum geta ef til vill hindrað mig í að hitta ykkur aftur áður en eg fer burtu, segið mér því hvað þér hyggið nú að taka fyrir á meðan. — Pað er nú ekki mikið sem við getum gert, sagði forset- inn. — Sumir af oss gefa gætur að Lavrovski, aðrir að frú Demi- doff. Ef vér fáum minsta grun um að þau grípi inn í málið, eða leiti hjálpar lögreglunnar, þá sendum vér þeim sömu aðvörun og þá er Taraníev gefur út í Pétursborg. Munið eftir því Valenski, sagði einn af þeim er viðstaddir voru, að áhyggjur vorar um yður og skjölin verða á hæsta stigi á fjórða degi hér frá. Sendið oss því, ef þér mögulega getið án

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.