Fram


Fram - 19.04.1919, Qupperneq 4

Fram - 19.04.1919, Qupperneq 4
64 FRAM Nr. 16 Heildverzlun Garðars Gíslasonar Hverfisgötu Reykjavík er birgð af ýmsum nauðsynjavörum, svo sem: Ávaxtavíni (Eplavín) Borðsósur Edik á tunnum og flöskum Súkkulaði margar teg. Cacao Export - Kaffi The Ö1 í kössum Gerduft Plötutóbak Vindlar og vindlingar Svertur allskonar Málningarvörur allskonar Gaddavír Ljábrýni Gólfdúk (Linoleum) Járnvörur allskonar Fiskilínur (enskar) Línutauma Öngla Nr. 7 og 8 extr. extr. long Vefnaðarvörur alsk. Timbur b^viður allskonar með hverju skipi. Suðusukkulaði 2 teg. Sigarettur margar teg. Brjóstsykur Karamellur Sveskjur Export og margt fleira fæst hjá Páli S. Dalmar. Víking-skilvindnr 3 stærðir nýkomnar til S. A. B/önda/. Ylm-vatnsglös og ýmislegt fleira hentugt til sumargjafa hjá S. A. Blöndal. Cacao kostar 2,70 V2 kg. hjá S. A. B/öndal. Reyktóbak frá 0,90 pakkinn. Hvergi meira úrval! FriÖb. Níelsson. Besta sumargjöfin er svuntusilki frá Hallgr. Jónssyni. Nýkomið: Náttkjólar Millipils Verkamannabuxur Pvottasápa Stangasápa Tvinni sv. og hv. Saumnálar 3 teg. Heklugarn Blámi o. m. fl. í verslun Sig. Sigurössonar. Undirsængurdúnn á 5,00 kgr. (4,50 pr. kg. ef keypt eru 10 kg. í einu) FriÖb. Níelsson. Ósæt dósamjólk á 1 krónu dósin. Friðb. Níelsson. Nýjar vörubirgðir Símar 281 og 481 Símnefni „Garðar.“ Bollapör, diskar asjettur, kristalskálar, kristalföt, vatnsflöskur, kökukefli, sleifabretti, lyklabretti, handklæðabretti, kaffikönnur, hnífapör, fæst hjá Páli S. Dalmar. 22 þess að það hafi hættu i för með sér, tilkynningu þegar þér hafið talað við Taraníev. — Það skal eg gera, svaraði Ivan. — En verið rólegir, það skal ekkert verða að skjölunum. Strax og eg hefi afhent þau fer eg aftur til landamæranna, og bíð þar eftir Dunajevski og félög- um hans, til þess að afhenda þeim peninga þá er eg hefi meðferðis til þeirra. Fundinum var nú slitið. Tóbakspípur og vindlingar komu nú aftur fram og menn spjölluðu saman um daginn og veginn. Forsetinn talaði rólega við Valenski, sem hafði stungið hin- um dýrmætu skjölum í vasa sinn. Ivan var sá fyrsti sem stóð á fætur. — Nú verð eg að kveðja ykkur, mælti hann. — Þegar við sjáumst næst verð eg búinn að fara til Pétursborgar, og þá verð- ur Dunajevski og félagar hans orðnir frjálsir menn, og geta aft- ur sameinað sig við oss til þess að vinna að velferð Rússlands. Oóða nótt allir saman! — Oóða nótt! — Góða ferð! Allir réttu honum hendina, vini þeirra og félaga, Sú hugs- un vaknaði ef til vill hjá einum og öðrum, að þeir sæu hann al- drei framar, en það voru þeir eldri sem þannig hugsuðu, menn, sem vissu, að í Rússlandi eru menn aldrei óhultir, hafi þeir á sér eitthvað skrifað. í hjarta sínu báðu þeir fyrir honum um leið og þeir þrýstu hendi hans, Svo bjuggust menn til að fara. Hér var ekki meira að gera, og flestir þessara manna voru ekki að eins níhilistar, þeir voru einnig ungir menn sem langaði til að líta yfir hið síðasta af glaumi og gleði kjötkveðjuhátíðarinnar. Tíu mínútum síðar mátti sjá þá innanum mannfjöldann hlæj- andi og spaugandi — þessa menn er höfðu framkvæmt eitthvert það djarflegasta og hættumesta tiltæki, sem þekkist í sögu leyni- félaga Rússlands. Peir virtust hafa gleymt að nokkuð það væri tii er héti konunglegir gísar og leynilegar sendiferðir, og að einn af félögum þeirra hafði líf þeirra í hendi sér, og var í þann 23 veginn að fara með þýðingarmestu skjöl þeirra til Pétursborgarj beint í ginið á þeirri slóttugustu lögreglu, sem til var í heiminum. IV. Ivan Valenski hafði verið kátur og áhyggjulaus þegar hann talaði við vini sína. En hversu mikið vissi hann í raun og veru um hve heppilega honum myndi ganga, að komast yfir hin rúss- nesku landamæri? Als ekki neitt. / Orunaður? Já — hver og einn gat hvenær sem vera skyldi orðið »grunaður,« í augum hinnar rússnesku lögreglu. Og svo — látum hann svo reyna að komast yfir landamærin með skjöl, dýrmæta gripi, leyndarmál — hann mun brátt komast að raun um hvað það er að vera »grunaður.« Valenski vissi ekkert um hvernig álit rússneska lögreglan hafði á honum. Rað var ekki ólíklegt, að grunur gæti fallið á mann, sem eins og hann, dvaldi mest utanlands, og hitti þar margt af útlægum löndum sínum. Hann var Pólverji, og einungis þess vegna tók hann þátt í samsærum, ekki fyrir það að hann tryði á allar þær fjarstæður og draumsjónir, er landar hans börðust fyrir, heldur vegna þess að honum lá það í blóðinu, að vera með í samblástri gegn hverri stjórn. Hann hugsaði ekkert um það, hvort þau samsæri, er hann tók þátt í, myndu koma nokkru raunverulega í framkvæmd. Hann var of ungur til þess að hugsa um framtíðina. Hin líðandi stund var honum nóg. Vanalega var hann því mótfallinn að láta mikið skríða til skara. • Ræður Mirkovitsch, er jafnan lýstu blóðþorsta, höfðu ill áhrif á taugar hans. Hann gat fundið upp hin allra flóknustu og hyggi- legustu ráð til þess að eyðileggja harðstjórann og alt hans hyski, en kaus þó að lokum að ekkert yrði úr framkvæmdum.

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.