Fram


Fram - 26.04.1919, Síða 3

Fram - 26.04.1919, Síða 3
Nr. 17 FRAM 65 Þormóður Torfason, sagnaritari 1719—1919. Niðurl. Sama ár var Þorm. skipaður »Komers« í Stafangursstifti í Nor- egi, og giftist þá um haustið norskri konu, — Önnu Hansdóttur; — fjekk hann með henni í heimanmund stórbýlið Stangarland á Karmeyjunni við Haugasund. — Jafnframt var F’orm. um hríð konunglegur »an- tiquarius* í Kaupm.höfn. 1671 ferðaðist hann heim til ís- lands; — kom hann á heimleiðinni í Sámsey og lenti þar í slagsmál- um og varð mannsbani »ð óvilja sínum. — Var hann fyrir það dæmd- ur til lífláts, en hæstirjettur breytti dóminum í opinberar skriftir og fje- bætur. F*etta slys fjekk mjög á Þormóð. — Bjó hann þá um hríð búi sfnu þar á Stangarlandi í kyrð og ró og hafði sig lítt frammi, til ársins 1682. — Þá var hann útnefndur »Sagna- ritari konungsríkisins Noregs,« með prófessors rnetorðum og 600 Rdl. launum. — Reit hann þá aðalritverk sitt, Noregssögu, alt frá elstu tím- um og til ársins 1387. — Hún var prentuð 1711 og gjörði nafn hans frægt víða uni lönd. 1704 heimsótti Friðrik IV. Dana og Norðmannakonungur Rormóð, og dvaldi með allri fylgd sinni 2 daga sem gestur hans á Stangar- landi; — las Rorni. honum kafla úr sögu sinni, og þótti konungi mikils um vert. 1705 veiktist Rorm. og varð aldrei upp frá því svo heill heilsu að hann gæti að ritstörfnm unnið, varð því Noregssaga hans eigi lengri en til ársins 1387, Konu sína hafði hann mist í svartadauðanum 1695, en 1709 gift • ist hann aftur; — lifði hann með seinni konu sinni í 9 ár en varð aldrei heill heilsu. — Hann dó 30. jan. 1719, á Stangarlandi, og er graf- inn undir kórntim í hinni æfagömlu og merkilegu kirkju á Ögnvaldsnesi við Karmsund. Af öðrum ritverkum Rormóðar, má sjerstaklega nefna sögu Færeyja, Grænlands og Vínlands, sem allar komu út á latínu og eru því alþýðu að mestu ókunnar. — __________J Jóh. Pakkarorð. Hjartanlegt þakklæti viljum við hjónin votta öllum þeim sem réttu okkur hjálparhönd í vetur sem leið í veikindum konu minnar og þar af leiðandi erfiðu kringumstæðum. Vilj- um við þó sérstaklega tilnefna kven- félagið »Von« í Siglufirði, Nú er hún heil heilsu, og biðjum við algóðan guð, af sinni miklu gæzku, launa þessu góða fólki ríkulega. Vík í Héðinsfirði 25. apr. 1919 Anna Sigurðard., Björn Ásgrímss. Með s.s. Sterling væntanlegt æðimikið af Cementi Reir sem vilja fá Cement eftir að Sterling er komin, snúi sér til und- irritaðs. — Ennfremur væntanlegt, um miðjan maí næstkomandi trjáviðarfarmni sem seldur verður með mjög sann- gjörnu verði. Reir sem þurfa trjá- við ættu að snúa sér til undirritaðs hið allra fyrsta, Helgi Hafliðasonm ef hann var enn á lífi. Væri hann það ekki, var líf Lavrovskis ekki mikils virði, en svo hafði'hann þá marghleypuna við hendina. Stefán spurði einskis. Lavrovski var þreyttur og órólegur að sjá — það voru nægar upplýsingar fyrir hinn daufgerða Rús’sa. Morgunblöðin fluttu engar fregnir um óþekt lík er fundist hefðu á götunnni, og Lavrovski fór á stað að fá sér leynilög- regluþjón. Á ritstjórnarstofu blaðs eins var honum bent á mann er héti Turet, Frakka er hafði við niikla reynslu að styðjast, og hafði ágæt sambönd. Lavrovski fór til hans. Alt að þessu hafði hann reynt að hugsa sem minst um það er skeð hafði, hann var hræddur um að hann annars myndi lenda á vitlausra spítala, og hann þurfti að halda á viti sínu óskertu til þess að uppfylla skyldur sínar .við hinn horfna prins og sitt eigið óflekkaða nafn. Herra Turet var hygginn og fróðnr maður, en hannvarekki almáttugur. Lavrovski sagði honum oflítið, það fann hann sjálfur. Turet giskaði á, að hér væri eitthvað dularfult á bak við, og reyndi að fá að vita leyndarmál Rússans. En Lavrovski fór undan í flæmingi. í stað þess að treysta þagmælsku leynilögreglutnannsins og segja honum hver hinn horfni nngi maður var, talaði hann með óljósum orðum um mjög tiginn útlending. Nei, þetta var ómögulegt. Turet óx æ meira og meira ó- þolinniæðin, — Herra greifi, sagði hann loks. — Eg skil yður ekki, Rér komið til mín til þess að leita hjálpar í máli, er yður liggur mjög þungt á hjarta. En um leið viróist svo, sem þér séuð fastákveð- inn í að þegja yfir aðalkjarnanum. Ef þér íhugið þetta betur hljótið þér að sjá, hve gjörsamlega ómögulegt mér er að hjálpa yður undir svoleiðislögtiðum kringumstæðum, Getið þér þá als ekkert gert? spurði Lavrovski örvænt- ingarfullur. Hann var svo kjarklaus og eyðilagður að sjá, að leynilög- reglumaðurinn kendi í brjóst um hann. Hafísinn kemur máske, þess vegna vissara að birgja sig upp með mat. Haframjöl á 0,45 pundið í versl. »Bergen« (Bakaríisbúðinni) Gerpúlver á 0,20 pakkinn. 2 teg. af kexi seljast með miklum afslætti ef heill kassi er keyptur. Gott fyrir 2—3 að kaupa kassa, með því sparast miklir peningar. Kringlur á 1,00 pundið. Siglufjarðar stærstu birgðir. versl. „Bergen.“ KringlE Cacao á 1,00 pr. 2 kgr. í verslun tvær tegundir hver annari Sigr. Kristjánssonar. be(rj . vers,un Kartöflumjöl 1,10 V* kg. Sagogrjón 1,10 „ „ Edik 2,00 líterin Sæt saft 2,20 flaskan Lampaspíritus 1,25 pelinn S. A. Blöndat. Sig. Kristjánssonar. Ritstjóriogafgreiðslum.: Sophus A. Blöndal. Siglufjarðarprentsmiðja. \ 25 fylgdi henni eftir í gegnum dyr er hún opnaði, og kom inn í hvelfdan, uppljómaðan sal, var þar framreiddur Ijúffengur kvöld- verður á borði; þjónn stóð þar hjá og með lotningarfullri kurteisi. Hurðin, sem var stór og þung, lokaðist á eftir Nikulási með háreysti mikilli, og þegar hann litaðist um sá hann að hin fagra mær var horfin. í hinum enda salsins voru opnar dyr. Nikulás gekk þangað og kom inn í herbergi, bentu öll húsgögn til þess, að það væri svefnherbergi ógifts manns. Engar aðrar dyr voru sjáanlegar á herberginu og Alexander gat ekki skilið hvernig hin töfrandi dís hefði getað sloppið frá honum. Líklega hafði hún falið sig ein- hverstaðar og hann velti því fyrir sér hvort hann ætti að leita að henni, halda áfram eltingaleiknum, eða hann ætti að bíða rólega þangað til að hún kæmi aftur í Ijós — það yrði tæpast mjög langt þangað til. Pjónninn stóð altaf þögull ogþráðbeinn. Aðgerðarleysi hans erti prinsins, sem var orðinn hálf óstyrkur á taugum eftir hinn æsandi eltingaleik við stúlkuna. En alt í einu rak hann augun í og undraðist yfir, að ekki var lagt á borðið nema fyrir eina persónu. Að líkindum fyrir stúlkuna sjálfa, en hverjum var þá svefnherbergið ætlað? F*að var auðsjáanlega ekki kvenmannsherbergi. Hann hleypti brúnum, og ásetti sér að hugsa rólega um þetta. Nú fyrst vaknaði hjá honum óljós grunur. Hann gekk að dyrunum — þær voru læstar. Hann undraðist ekki yfir því. Nú var hinn veiki grunur orðinn styrkari. — Hvar er eg? spurði hann þjóninn. Pjónninn hneigði sig djúpt og benti á eyru sín og munn, og hristi um leið höfuðið. — Sannleikur eða lýgi? spurði prinsinn sjálfan sig. F*að var auðsjáanlega gagnslaust að reyna að sprengja hurð- ina, hún var svo sterk, að hún myndi standast öll áhlaup. Nú sá Nikulás að hann hafði verið lokkaður í gildru — í hvaða til- gangi var honum ráðgáta. Nokkrar mínútur liðu, svo var hurðin opnuð hægt utanfrá, þjónninn gekk að henni. Prjnsjnum flaug í hug að reyna að ryðj-

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.