Fram


Fram - 26.04.1919, Page 4

Fram - 26.04.1919, Page 4
68 * FRAM Nr. 17 Nýr rambúkki með 8 hndr. pd. lóði spili ogkeðju er til sölu með tækifærisverði. Semja ber við Helga Björnsson prentara. Húsgögn svo sem Rúmstæði, Borðstofuborð, Smáborð, Stóla og Sængurföt selur undirritaður 1.—2. maí þ. á. Hallgr. Jónsson. Handsápa ódýrust í verslun Sig. Kristjánssonar. 45 kgr. af prentuðum blöðum heilum og hreinum, eru til sölu. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 30. þ. m. Friðb. Níelsson. Til verslun H. Hafliðasonar væntanlegt með fyrstu ferð frá Rvík ýmsar vörur sem komu nú til Rvík með s.s, Geysir: Skipsbrauð, Smjörliki Kaðl- ar, Reyktóbak, Cigarettur, Glervara, svo sem: Diskar, Bollapör,Pvottastell, Könn- ur smáar og stórar. Járn- vara rnikið úrval o. m. fl. Uppboð. Föstudaginn þann 23. maí n. k. verður haldið opinbert uppboð við húsið »Hótel Akureyri« á Akureyri og bar selt hæðstbjóðanda, ef viðun- anlegt boð fæst, alt innbuið úr hótelinu s.s. Veggmyndir, Stólar, Bekkir, Borð, Sófar, Legubekkir, Kommóður, Skápar, Buffet, Pvottaborð, Pvottastelí, Rúmstæði. Rúmfatnaður s.s. Madressur, Rúmteppi stoppuð og óstoppuð, Undirsængur Yfirsængur, Koddar, Línlök, Sængurver, Koddaver Borðbúnaður s.s. Hnífapör, Skeiðar, Serviettu- hringar, Kryddstólar, Pletkönnur, Leirtau o.m.fl. Borðdúkar hvííir og mislitir og Serviettur. Kokkhúsáhöld, nokkuð af ílátum, Pvottabalar, Pvottamaskina o. m. m. fl. Ennfremur verður selt eitthvað af búðarvarningi. Petta verður áreiðanlega langstærsta uppboðið sem nokkru sinni hefur verið haldið á Akureyri á húsbúnaði, og verður þar hægt að kaupa marga ágæta og nauð- synlega muni, sein nú er tæplega völ á að fá keypta nokkurstaðar. Uppboðið byrjar kl. 11 f. m. og verða söluskilmálar auglýsíir á uppboðsstaðnum. Langur gjaldfrestur. Akureyri 16. apríl 1919 Einar Gunnarsson. 26 • ast út, en hætti við það, sem betur fór, því það hefði mistekist og orðið honum til minkunar. Úti fyrir stóóu tveir þrekvaxnir þjónar, er einnig voru daufdumbar, og jafn óþýðir og eintrján- ingslegir og félagi þeirra. Annar þeirra kom inn í salinn, hneigði sig djúpt og rétti prinsinum bréf, er hann reif upp í skyndi. Bréfið var aðeins fáein orð, er sögðu honum það er hann vissi, að hann var fangi, hjálparlaus, sem hafði enga von um að sleppa burtu. Líf hans var ekki í hættu, en það átti að halda honum í fangelsi sem gísl, meðan verið væri að semja við hinn tigna föður hans, sem brátt myndi ganga að kröfum þeim er settar yrðu. Annars hafði hann bústað þann er hann var stadd- ur í til fullra umráða, og að þrír daufdumbir þjónar hefðu skip- un til að uppfylla allar óskir hans. Nikulás Aleksandersson kallaði sjálfan sig asna, og reyndi að líta með spekingsiegri ró á kringumstæðurnar. Hann bar fullkomið traust til lögreglu lands síns, þessarar lögreglu er var alstaðar nálæg, og hann treysti því, að Lavrovski í mesta skyndi myndi leita hjálpar hennar. Hann hugsaði angurvært til æfintýris síns, er hafði svo gjör- samlega mishepnast, og hann stundi lítið eitt við, er hann hugs- aði um það, að hin fagra mær hefði notað töfralistir sínar í svo óskáldlegu augnamiði. Og loks settist erfingi hins rússneska ríkis til borðs og neytti hinna dýru rétta aleinn — og sem fangi r— rneð æskunnar góðu matarlyst og án nokkurrar hugsunar um morgundaginn. Lavrovski greifi, fylgdai maður hans keisaralega hágöfgis, var án efa langt um ver settur en ungi maðurinn, sem var falinn í umsjá hans. Sá atburður, að sleppa keisarasyninum algjörlega útúr hönd- um sér, þegar maður bar svo að segja ábyrgð á honum, var einstæður í sögu rússnesku hirðarinnar, og refsingin myndi svara til yfirsjónarinnar. Lavrovski gat, þegar hann lokaði augunum, séð hroðalegar sýnir, hegningarfanga, Síberíuvist, og alt þess háttar. Hinn fyrsta hálftíma eftir að prinsinn fór burtu, sat Lavrovski og beið í mikilli æsingu. Jafnvel hálftími er langur tími fyrir keis- arason að Ieika lausum hala. Þegar liðnir voru tveir—þrír tímar, 27 og fólkinu tók að fækka, leið Lavrovski stærri kvalir en hann hafði dreymt um. Og þegar loks tök að birta af degi og síðustu gestirnir fóru að búa sig ferðar, þá sat þessi gamli Rússi ennþá gráf kyr, og starði framundan sér, hálf dauður af þreytu og ó- endanlegri angist. Rjónarnir ámintu hann kuríeislega um að fara; Ijósin voru slökt, og Lavrovski var neyddur til að yfirgefa stúku sína og fara út á götuna. Hann beindi nokkrum spurningum til dyravarða og þjóna um hvort þeir hefðu séð nokkrar persónur klæddar eins og prinsinn og stúlkuna, en varð að athlægi. Fólk í þeim bún- ingum hafði streymt út og inn um húsið hundruðum saman síð- ustu stundirnar, Dyravörðurinn á Imperíal hótelinu hafði ekki séð hinn unga ókunnuga mann, og rússneski þjónninn, hinn eini er prinsinn hafði haft með sér, leit undrandi d Lavrowski, en þorði ekki að spyrja neins. Lavrovski varð að gera þennan þjón að trúnaðarþjóni sínum; hann var áreiðanlegur og gat ef til vill orðið til gagns. Lavrovski sagði þonum hálfan sannleikann. Prinsinn hafði langað til að leika ofurlítið lausum hala — ungir menn eru æfinlega æfintýragjarnir. Peir yrðu að þegja yfir þessu leyndarmáli, sem enginn vissi nema þeir tveir einir. Prinsinn kæmi ef til vildi áVnorgun, gæti skeð ekki fyr en eftir nokkra daga, það gat greifinn ekki sagt um, hann treysti þagmælsku Stefáns. Pegar svo engar fregnir l<omu um prinsinn daginn eftir, fór Lavrovski að hugsa um litlu marghleypuna er hann jaínan bar á sér. Betra var að skjóta sig, en að láta flytja sig heim til Rúss- lands, láta ákæra sig þar fyrir drottinsvik, og verða svo sendur til saltnámanna í Irkutsk vegna þess, að hann hefði ekki gætt skyldu sinnar sem vörður ríkiserfingjans. En Lavrovski var kominn yfir sextugt, og á þeim aldri er lífið gamali og góður vinur, sem maður liefur þekt lengi, og skil- ur nauðugur við. Hann lagði frá sér niarghleypuna, er hann hafði tekið upp í hendi sína, og fór að hugsa urn hjálp úr annari átt. Duglegur leynilögregluþjónn — óháður — ekki frá lögregl- unni, gat ef til vildi ráðið gátuna og flutt hinn horfna heim aftur,

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.