Fram


Fram - 17.05.1919, Qupperneq 2

Fram - 17.05.1919, Qupperneq 2
78 FRAM Nr. 20 þessu fyrirkomulagi, og alþýðu vorri líka. Pá færi lílið af kröftum vorr- ar fámennu þjóðar forgörðum, og andlega menninginhefirfyrirheitbæði fyrir þetta líf og hið tilkomanda. Stefán Sveinsson. t Frú Kristíri Blöndal andaðist hér að Hvanneyri sunnu- daginn 11, þ. m. 81 árs að aldri. Kristín Blöndal ekkjufrú var fædd í Bráðræði við Reykjavík 26. febr. 1838. Foreldrar hennar voru Ásgeir Finnbogason, er lengi bjó á Lamba- stöðum á Seltjarnanesi og síðar á Lundum í Borgarfirði og fyrri kona hans Sigríður, dóttir séra Þorvalds Böðvarssonar prests í Holti undir Eyjafjöllum. Er frá Þorvaldi þessum komin mjög stór ætt og merkileg og venjulega kölluð Porvaldsætt. Hinn 24. ágúst 1857 giftist Krist- ín Ásgeirsdóttir, Lárusi Þórarni Blöndal, er var syslumaður í Dala- sýslu 1868 til 1877 og í Húnavatns- sýslu 1877 til daugadags 12. maí 1894; hafði hann þá fyrir nokkrum vikum fengið konungsveitingu fyrir amtmannsembættinu norðan og aust- an. Rau hjón bjuggu fyrst á Stað- arfelli og síðast á Kornsá í Vatns- dal. Var heimili þeirra jafnan fyrir- mynd að öllum höfðingsskap, og gestrisni þeirra hjóna svo framúr- skarandi að henni er jafnan við- brugðið enn þann dag í dag, ef tal hneigist þar að. Ellefu börn eign- uðust þau hjón, tíu afþeimkomust til fullorðinsára, og níu eru ennálífi. Börnin eru þessi: Ásgeir, fæddur 10. febr. 1858, héraðslæknir fyrst í Skaptafellssýslu, þá í Þingeyjarsýslu og síðast í Ár- nessýslu. Hefir hann nú nýlega lát- ið af embætti og er búsettur á Húsavík. Sigríður, fædd 11, apríl 1865, kona Bjarna Þorsteinssonar prests í Siglufirði. Björn, fæddur 3. júlí 1870, prest- ur fyrst að Hofi á Skagaströnd og síðar að Hvammi í Laxárdal, dáinn 27. desbr. 1906. Ágúst Theódór, fæddur 2. júlí 1871, sýsluskrifari á Seyðisfirði. Kr'istján Júlíus, fæddur 2. júlí 1872 bóndi á Gilstöðum í Valnsdal. Guðrún, f. 26. júlí J873, kenslu- kona í Reykjavík. lngunn Ragnheiður, f. 26. júlí 1874 dáin 27. okt. sama ár. Jósep, fæddur 19. ágúst 1875, póstafgreiðslumaður og símastjóri í Siglufirði. Ragnheiður, fædd 19. des. 1876 gipt Guðm. Guðmundssyni kaup- félagsstjóra á Eyrarbakka. Jósefína Antonía, fædd 25. apríl 1878, gipt Jóhannesi Jóhann- essyni bæjarfógeta í Reykjavík. Haraldur, fæddur lO. sept. 1882, Ijósmyndari á Eyrarbakka. Frú Kristín hafði alla þá kosti til að bera sem prýða mega íslenska hefðarkonu, hún var stórráð og stór- lynd, greind og gjafmild, trúföst og trygg, og ávann sér ást og hylli allra þeirra sem náin kynni höfðu af henni. Síðustu ár æfi sinnar dvaldi hún hér á Hvanneyri hjá Sigríði dóttur sinni, var heilsa hennar til sálar og líkama mjög góð, þrátt fyr- ir háa elli, þar til nú fyrir hálfu öðru ári síðan að hún lagðist rúmföst og steig ekki á fætur framar, en al- veg framundir andlátið var hún með fullu ráði og rænu. Lík hennar verður flutt vestur að Undirfelli í Vatnsdal, og hún lögð þar við hlið manns síns. Erl. símfregnir London 15. maí. Rantzau greifi hefur afhent þrenn mótmæli gegn friðarskilmálum banda- manna. 1. Að fjármálin séu dauðadóm- ur yfir miljónum Pjóðverja. 2. Að Rjóðverjar beri ekki á- byrgð á ófriðnum, og beri því ekki skyldu til að endurreisa héröð sem fyrir hernaðarspjöll- um hafi orðið. 3. Landaskiftingar ekki í sam- ræmi við grundvallarskilyrði Wilsons. París 15. maí. Foch marskálkur er farinn til Rín- ar albúinn til þess að hefja ófriðinn á ný verði friðarskilmálunum algjör- lega hafnað, og ekki undirskrifaðir fyrir 22. þ. m. Khöfn 16. maí, Pað hefur verið gefin út tilkynn- ing um það að um leið og Pjóðv. undirskrifi friðarskilmálana, sé öllu hafnbanni aflétt, og allir svartir listar úr sögunni. Svæði það sem Pjóðverjum hefur verið leyft til fiskiveiða hefur verið stækkað. Leyft að nokkru leiti að flytja vör- ur tii Pýskalands. Breski flotinn annast eftirlit í Slés- vík meðan þýski herinn rýmir landið(?) Höfn í Höfðavatni. í gærkvöldi kom hingað innan frá Höfðavatni Jóhann Sigurjónsson skáld. Hann hefur nú verið þar um nokkurn tíma til þess að semja við bændur þar innra um kaup á þeim iörðum sem liggja að Höfðavatni. Petta mun veraframhald af viðleitni Gustafs heitins Grönvolds er hann hafði með höndum áður en hann dó, til þess að gjöra þarna hafnar- virki, og reka þaðan útgerðogverslun Vér höfum átt tal við Jóhann Sig- urjónsson og spurt hann hvernig honum hafi litist á stöðvarnar, og hversu honum hafi orðið ágengt, fórust honum svo orð: »Tíminn gat verið ákjósanlegri, því þegar eg kom var fannkyngi yfir öllu, og nokkuð erfitt fyrir ókunnugan að átta sig í fljótu bragði, en eg dvaldi þar hátt á aðra viku og var svo lánsamur að sumarið kom með mér, svo þeg- ar eg fór þaðan var eg búinn að fá yfirlit yfir staðhætti, nægilega til þess að geta skapað mér Ijósa hug- mynd um Höfðavatn sem hafnar- síæði, að svo miklu leiti sem að maður sem ekki er sérfróður hefur tæki til. Er þá fljótsagt að verði sá fyrirhugaði skurður í gegnum grand- ann nægilega trygður, mun höfnin jafnast á við einhverjar bestu hafnir í heimi, án þess of djúpt sé tekið í árina. Skipin sigla þá inn á lignt stöðuvatn, fulla kvaðratmílu að stærð þar sem ekkert brim getur komist að, og stormar aðeins af einni átt, auk þess er landslag í kring vel fallið til þess að skapa blómlegt kauptún með túnum og garðrækt því landrýmið er nóg, og höfnin í óslitnu sambandi við eystri hluta Skagafjarðar, þó hún liggi nokkuð utarlega. Um hver árangurinn varð af ferð minni get eg sagt það eitt að bændur þeir sem áttu jörð að vatninu höfðu allir mikinn áhuga fyrir því að þetta fyrirhugaða stór- virki gæti oroið að verulegleika, og fékk eg sanngjarnan kaupsamning um jarðareignir þeirra, fyrir hönd þeirra manna er fólu mér að semja við þá. Pað er ósk félagsins að þeir íslendingar sem vilja, fái þar fyrstir stöðvar eftir þörfum, og stór hluti af starfsfénu mætti verða íslenskur, og ekki verði gengið út yfir Norð- urlönd til fjárframlaga. Siglufjörður sem nú má kalla al- setinn, og sem hefur vaxið og blóm- gast fljótar en nokkur annar bær á Norðurlandi er besta sönnunin fyrir því að fyrirtæki þetta er bygt á heil- brigðum grundvelli. Pó skal Siglu- fjörður ekki hræðast samkeppni frá væntanlegri nýrri höfn þarna, því hafið útifyrir mun vera nógu auð- ugt til að fæða og margfalda bygð á þessum slóðum.« Jóhann Sigurjónsson ætlar sérnú að fara héðan til Reykjavíkur með skipi sem hingað er bráðlega vænt- anlegt, þar ætlar hann svo að dvelja nokkurn tíma, og fara þaðan út, Áður en vér kvöddum skáldið spurðum vér hann hvernig hann hafi kunnað viðtökum Lyga-Marðar í útlöndum, og hvernig leikendum hafi farist úr hendi að sýna lyndis- einkunnir fornra nianna á íslandi, skáldið svaraði: »Viðtökurnar voru allgóðar en leikendur eins og von var til, nokkuð misjafnir, enda eiga Njáll og Bergþóra ekki daggöngur á götum nútímans.« Seinast spurðum vér skáldið hvort hann hefði nú eitthvað í smíðum, hann svarar: Frekar tvö leikrit en eitt. Má spyrja um hvað þau leikrit eiga að vera? »Jú, annað úr stórbæjarlífi, og hitt úr hyllingalandi æfintýra og drauma.« Vikan. Tiðin. Nú vqnar maður að breytt sé til batnaðar, hefur alla þessa viku verið mJÖg gott veður og hlýtt aila daga. Ligg- ur þó mikill snjór hér ennþá, og víða svo að ekki er hægt að komast að því að kippa í iag því sem aflaga hefir farið í vetur, en haldist þessi góðu tíð, miðar fljótt ásnjó- inn, því gaddurinn er enginn. Pað er haft fyrir satt aðsitji margir menn á stuttum bekk, þá hnippi þeir sig svo saman að einn riðjist úr sessinum og lyptist úr þvögunni upp á axlir hinna og — verði ráðherra — hér á íslandi. Vanalega sá léttasti! Skipakomur hafa verið tíðar þessa viku. 2 skonortur hafakomið til Hinna sam. ísb verslana, »Harris« með tirnbur og cement, og »Vega* með saltfarm frá Spáni. S.S. »MagnÍ<! kom á miðvikudag- inn frá Haugasundi, kom með honum nokkuð af byggingarefni til Bakkevigs. Með skipinu kom Ivarsen umboðsmaður og verkstjóri, með nokkra smiði með sér, og verður nú strax byrjað að byggja upp bryggjur og gera við aðrar skemdiráeign Bakkevigs. «Magne« fór héðan í nött á ieið suður fyrir land til síldveiða með reknætur hafði skipið mikið nieð af tunnuni og salti, og ætlar sér að salta úti á hafi. Seglskipstórt er á leið upp frá Haugasundi með tunn- ur og salt, og á að mæta »Magna« fyrir sunnan land, en hann á að veiða í það. Forðast víst að salta á höfnum inni vegna tunnutollsins. M.b. » ÚIfur« kom hingað frá Rvík í fyrrakvöld hlaðinn vörum til kaupmanna. Hvergi varð Úlfur var við ís. Með skipinu komu niargir farþegjar þar á meðal: verkfræðingur G. Blomkvist, bókhaldari H. H. Andersen, kaupmennirn- ir Jón E. Sigurðsson, Stefán B. Kristjáns- son, Páll S. Dalmar. »Ulfur fór héðan beina leið til Reykjavíkur í gærdag. M.S. »Pórír« fór héðan í vikunni til Reykjavíkur. Með skipinu fór Friðb. Níelsson kaupmaður snögga ferð til Rvíkur. &.S »fferlÖ« fór héðan til Akureyr- ar í gærmorgun, með >Herlö« fór Páll Einarsson sýslumaður. l/ppboð mikið varhaldið hér mið- vikudag og fimtudag á öilu því smærsta sem bjargað hefir verið af viðum úrverk- smiðjunni og öðrum mannvirkum sem fór- ust í snjóflóðunum. Allir stórviðir og aunað sem þekkjanlegt var, var ekki boðið upp, höfðu eigendur komið sér saman um að skifta því sjálfir. Meginið af því sem selt var mun aðeins notandi í eldinn, en vel var þó boðið í, enda flestir í eldiviðarhraki. Hákariaskip hinna sam. isl. versl- ana þrjú, kom'u inn í vikunni: »Æskan« með 27 tunnur lifur »Njáll« »« 68 » »Kristjana »«52 » » Komu þau aðallega inn vegna storms og eru nú öll farin út aftur. ís höfðu þau lítinn séð, aðeins sundurlaust hrafl hér djúpt af strandagrunni. Kirkjan. Vegna lasleika á ferming- arbörnum, og þar af Ieiðandi hindrunar á reglulegum spurningum nú um tíma, verður að fresta fermingunni til Hvítasunnu- dags. Síðdegismessa á morgun. Ásgeir Pétursson kaupm. hefur nýlega keypt botnvörpunginn »Rán« í Reykjavík, kaupverðið 325 þús. krónur. 16 ára drengur var nýlega tek- inn fastur í Reykjavík. Hafði stolið 800 krónum úr sparisjóðsbók annars. Stjórnarraðið hefur fengið sím- skeyti um hundaæði í Bretlandi, ogbann- að allan hundafiutning til og frá. GuilfoSS kom í gærkvöldi til Rvíkur. Botnía væntanleg til Rvíkur í dag. Borg liggur nú í Khöfn og á að koma hingað upp til Austur- og Norður-lands- ins í byrjun júní. Harry, mótorskip, kom hingað í gær innan af Eyjafirði, á leið til Rvíkur. Rétt skal stefna. Rað má kveða svo að orði nú, að Siglufjörður standi á vegamót- um, og virði fyrirsér vegina er fram- undan liggja til þess aö velja hina réttu. Innan skains höfum vér fengið hér lögreglustjóra, sem að mikiu- leyti ber á herðum sér framtíð og velgengni þessa bæjar og bygðar- lags, er mögulegt að það starf verði honum ervitt, en mikið má ef vel vill, og ef hver og einn setur sér það mark og mið að vinna að því ásamt honum, að stefnt sé í rétta átt í hverju sérstöku máli, rétti veg- urinn valinn, þá mun vel fara. Hér er margt sem þarf umbóta við; ýmsar stefnur sem þarf að breyta og margar nýjar verður að taka. og er þar vandi að rétt verði farið, þó er það líklega léttara að ná réttum stefnum í nýjum málum, en að breyta um stefnur í gömlum. Hér skal ekki farið út í hin ýmsu ýmsu mál aðeins mirist á eitt, sem er með þeim þýðingarmestu fyrir þennan unga bæ, og er það bann- málið eða vernd bannlaganna,

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.