Fram


Fram - 17.05.1919, Síða 3

Fram - 17.05.1919, Síða 3
Nr. 20 FRAM 79 Áður en bannlögin gengu í gildi mátti svo heita að Siglufjörður væri alræmdur um alt land. fyrir drykkju- skapar óreglu. Má vera að það hafi verið nokkrum orðum aukið, en satt er það, að drykkjuskapur var hér mikill og langt fram úr hófi. Þeg- ar svo bannlögin gengu í gildi var álit margra að þau mundu virt hér að litlu, en sem betur fór varð ekki sú raunin á, má óhætt segja að Siglufjörður er einn í flokki þeirra bæja og kauptúna er minst hafa brot- ið bannlögin, þótt langt sé frá að komið sé svo sem endilega þarf að verða, að bærinn sé alsaklaus af að hafa óleyfilega vín um hönd. Sigl- ingateppa hinna síðustu ára mun hafa átt drjúgan þátt í því hve lít- ið hefir verið hér um drykkjuskap, og nú, þegar búast má við ao henni létti af, vex hættan að hann aukist, því flytjist vín í skipum á höfnina má búast við að það finni leið í munn og maga nokkura, þó marg- ir líti rétt á málið og vilji ekki brjóta landslög, né stuðla að því að koma óorði á hinn unga bæ, sem þarf og á að vera fyrirmynd f sem allra flestum atriðum. Það er haft fyrir satt, að ilt sé að kenna gömlnm hundi að sitja, og má vera að líkt verði með þá menn er um alla, langa æfi, hafa haft vín uin hönd þegar þeir hafa getað veitt sér það, að þeim verði ervitt að láta af þeim illa sið, En gæta mættu þeir menn þess, að mikill ábyrgð- arhluti er að gefa iit eftirdæmi og eins hins að allir eru jafnir fyrir lögunum ef sá, er á að sjá um að þeim sé fram fylgt, er réttlátur maður. í þessu máli á Siglufjörður eða þeir sem settir eru til að gæta sóma hans og velferðar, að stefna að því marki, að útrýma allri ólög- legri meðferð áfengis í lög- sagnarumdæminu, með öllum þeim meðulum sem rétt er að nota. Sú stefna mun verða til blessunar, heiðurs og framfara. Til þessa hvetjast allir góðir og rétthugsandi Siglfirðingar. Hannes Jónasson. Aths. Ritstjóri þessa blaðs er eindreginn bann- andstæðingur, en þar semblaðið ætlarsér að taka þátt í umræðu sem flestra mála, og frá sem flestum hliðum, neitar það ekki um upptöku ritgerða, hvort heldur er um bannmálið með eðamót, eða önnur stjórn- mál, sé rúm í blaðinu, og skrifað undir fullu nafni. En hvernig hugsa menn sér að vér Siglfirðingar og Siglufjörður, eins mislitur og hann er yfir bjargræðistímann geti orðið fyrirmynd annara í því að halda og vernda bannlögin, þessi lög sem sýnt hafa hvar sem þau hafa reynd verið úti um heim, og þá ekki síst hér á Islandi, að ómöguleg eru til framkvæmda. Þjóð vor hefir það í meðvitundinni að þetta eru þvingunar- og þrælalög, í þeirri mynd sem þau erUj 0g ógleymt erþað ölíum fulltíðamönnum, hvernig farið var að því að hvolfa þeim yfir höfuð hennar. Vér er- um á móti því að vínstraumnum sé óhindr- uðum hleypt á land, en fyr má rota en dauðrota. Lögunum þarf, og á að breyta til þess vér allir getum unnið að verndþeirra. Frekari athugasemda út af grein Hann- esar einkum viðvíkjandi lögreglustjóranum má vænta í næsta blaði. . Ritstj. Húsklukkurnar niargeftirspurðu er aftur komnar. Einnig Úrglös, Munnhörpur Sílfur-Úrfestar dömu o. fl. Guðbr. Sarnúe/sson, úrsmiður. Legsteina úr marmara og granit tek eg að mér að útvega. Teikningar til sýnis, Jón Jóbannesson. Reyktóbak altaf ódýrast hjá undirrituðum. Sumarl. Guðmundsson. Ýmsar vörur væntanlegar með fyrstu ferð. Sumarl. Guðmundsson. Hebemjólk nýkomin. Ýmsar aðrar vörur vænt- anlegar með næstu ferð þar á með- al silkibönd og ýmislegt fleira. Sanngjarnt verð. Sumarl. Guðmundsson. Nýkomið: Kaffi Margarine Mjólk Átsúkkulaði Suðusiikkulaði Skraa Reyktóbak o. m. fl. Alt selt með lægsta verði í verslun Jens Eyjólfssonar. Kriddvörur miklar birgðir nýkomnar í verslun H.f. Hinar sam. ísl. verslanir. Fernisolía, Mótortvistur hvergi ódýrara en hjá 5. A. Blöndal. Verslun Stefáns Kristjánssonar tekur upp fjölbreyttar og smekk- legar vörur er verða seldar með sanngjörnu verði, Verslunin verður þaraf leiðandi lokuð í 4 daga. Westminster Cigarettur nýkomnar S. A. Blöndal. Gamla og nýa LIFUR kaupir hæsta verði O. Tynes. Stórt úrval af reyktóbaki og cigarettum nýkomið. Von á meiru síðar. Selst aðeins í heildsölu. Óvanalega lágt verð. Friðb. Níelsson. Tóm steinoluföt kaupir hæsta verði Síldarcrlíuverksmiðja Siglufjarðar. Sören Goos. Mennsnúisértil Gust BIomquisteðaHannesarJónassonar. Mótorbátur „Hörður“ er til sölu, semja má við Jón Jóhannesson. Vefnaðarvara, allskonar, mjög ódýr eftir atvikum nýkomin í verslun H.f. Hinar sam. ísl. verslanir. Eldsvoðatrygging á sveitabæjum, húsum og húsmunum fæst hjá und- irrituðum umboðsmanni brunabótafélagsins H.f. Nordisk Brandfor- sikring, Kaupmannah. Iðgjöldinlág! Tryggið í tímal Eðvald F. MöIIer Haganesvík. Nýkomið: Hobemjólk Sultutau Laukur The Friðb. Níelsson. Tvær stofur móti suðri, og eldhús eru til leigu. Upplýsingar í prentsmiðjunni. Nokkrar danskar sögubækur til sölu í prentsmiðjunni. Nýkomið: Vanilíedropar Möndludropar Cardemommur heilar & st. Muskat Nelliker Gerpúlver í lausri vigt. verzíun Slg Krisijánssonar.

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.