Fram


Fram - 20.03.1920, Blaðsíða 2

Fram - 20.03.1920, Blaðsíða 2
44 FRAM Nr. 12 hver sem upphafið eða aðaldrjftina hefir átt í því að safna undirskrift- unum’ virðist mér það tiltæki væg- ast sagi hið óskynsamlegasta, svo að eg hefði ekki trúað að trú Guð- rún væri ekki vaxin larigt yfir að eiga þátt i slíku, Menn gátu haft bæði »skömm og gaman« af því að sjá smalana leggja undir sigall- an bæinn með sama herópið: »Hefn- um Guðrúnar,« inn í hvert hús, eins og eitthvert stórmál væri uppi, sem allan ^lmenning varðaði. Eg er einn af þeim, sem lesið hafa »Fram« frá byrjun og minnist eg ekki að hafa séð í lionuin meið- andi greinar, sem þó ekki er óal- gengt í blöðum, að undansk. ádeil- unni á séra Bjarna í ritstj.tíð þeirra H. J. og F. N. í hnippingum Tóm- asar og Halldórs stappar víða nærri og sömul. í bolamálinu o. fl. Eg geri ráð fyrir ef séra Bjarni, svo vel látinn sem hann er, hefði ráð- ist á blaðið með rógi og undirskrifta- smöltin að hann hefði getað feng- ið flesta hreppsbúa til að segja því upp, en auðvitað var hann yfir það vaxinn, enda hefði alstaðar mælst fyrir sem hin mesta ómenska. Petta uppsagnaruppþot nú, út af ómerki- legasta prívatmáli, er eindæmisháð- ung og auglýsir hina hörmulegustu mynd af andlegum þroska og fé- lagslífi bæjarins. Pað dylst engum að það félagslif er óheilbrigt, sem lætur ekki einstaklinginn sjálfráðan og í friði um það, hvort hann kaupir eitt vikublað eða ekkl, og þvælir honum og heimili hans inn í ýms slúður- og óvildarmál, sem hann gæti verið laus við. Séu menn óá- nægðir með blaðið sem þeir kaupa, ættu þeir hver og einn að geta sagt því upp hjálpariaust og án þess að sérstakir menn gengjust fyrir því, jafnvel þó það væri skylda, sem ekki er, að láta uppsögninni fylgja skammabréf til ritstjórans. Sem einn af kaupendum og les- endum »Frams« get sagt fyrir mitt leyti, að þó eg sjái það eins og aðrir, að fjórar krónurnar eða fimm sem hann kostar nú, séu ekki fyrir neðanmálssögunni og pappírnum, miðað við pappírs og bókaverð, er eg þó nógu heimtuírekur til þess að geta kosið hann betri. Ekki að mér þyki hann svo orðhvass eða ófyrirleitinn, því í því efni kemst hanti ekki í nei-nn samjöfnuð við önnur blöð, sem lesin eru hér, held- ur þykir mér hann ræða oflítið al- menn mál, sérstaklega þó hin op- inberu mál kaupstaðarins og ötinur framfaramál þessarar sveitar. Eigi »Fram«aðverðabænum til uppbygg- ingar, sem hlýtur að hafa verið hinn upphafl. tiigangur hans, verð- ur hann að taka í sig meiri einurð og festu en mér virðist hann hafa og auðvitað jafnfraint því að vera frjálslyndur og réttsýnn. Eg minn- ist þess t. d. að fyrir nokkru gerði hann þá fyrirspurn til eins bæjar- fulltrúans, því hann hefði í bæjar- stjórninni greitt atkvæði með sínu eigin tilboði í vinnu bæjarins, þó það væri bæjarsjóði næstum tvö þúsund krónum dýiara en tilboð annars manns í sömu vinnu. Pegar þessi fyrirspurn kom fram, þótti hún af sumum óþarfa árás og afskifta- semi og þannig hefir fulltrúinn sjálfur víst litið á hana, því þrátt fyrir skýiausa siðferðilega skyldu sína gagnvart gjaldendum bæjarins — sem fæstír geta setið á bæjar-‘ stjórnarfundum — að gera grein fyrir þessari einkennilegu afstöðu sinni, hefir hann engu svarað. 1 þessu máli sem fleirum, þykir mér »Fram« hafa skort einurð og atfylgi að taka það ekki til rækilegrar athug- unar og skýringar, því óneitanlega er framkoma fulltrúans í því svo dularfull og tortryggileg, að öll á- stæða er fyrir bæjarbúa að vilja vita, hvaða heilbrigðar varnir hann hefir að færa fyrir henni eða hvort hann hefir ætlað að nota stöðu sína til þess að auðgast á bæjarsjóðnum. Að gefa út blað í bænum, en að almenningur hafi þó litla eða enga hugmynd um hvað geríst á bæjar- stjórnarfundum, né hvernig fulltrú- arnir starfa, eða hvaða mál eru efst á dagskrá, er mjög óviðfeldið og öðruvísi en það á að vera. Mér finnst það því koina ómaklega nið- ur, þegar þess er gætt hvað »Fram« er aitof hæglátur og fáskiftinn um flesta hluti, að bregða honum um ósvífnar árásir á menn og málefni. Mér fyrir mitt leyti finst blaðið bera þess merki, að ritstjórinn sé alt of mjúkhentur til að hafa þann starfa á hendi enda mun hann megakall- ast sérstakur friðsemdarmaður og góðmenni í hvívetna. Yfirlýsing sú að það sé stefna ritstjórans að hvepsa í og níða saklausa menn, er blaðuppsögninrii fylgdi undirrit- uð af uppsegjendum, þar á meðal mönnum, sem að eins munu hafa reynt hann að góðu einu, mun því alment mælast fyrir sem óþörf send- ing og ódrengileg. í sambandi við það, sem »Fram« kann að vera ábótavant, finst mér verða að gæta þess: í fyrsta lagi hvað hann hefir miklu verri aðstöðu til frétta og annars fróðleiks en t. d, Reykjavíkur og Akureyrarblöðin, í öðru lagi að hann er langódýr- asta vikublað landsins og hefur því úr litlu fé að spila til fréttakaupa útlendra blaða og fróðlegra ritgerða auk margs annars, í þriðja lagi að sumir, sem að blaðinu hafa staðið hafa haldið fram þeirri einstrengis- legu sérvisku, að það ætti að vera skoðana og stefnulaust í öllum op- inberum málum, en með þvf hlýtur hvert blað að vera áhrifalaust og leiðinlegt, og í fjórða lagi, og ekki síst, er ritstjórn »Frarns« svo illa borguð að hún verður að veraein- göngu hjáverk. Laun fýrir ritstjórn og alla afgreiðslu munu vera eitt- hvað yfir tvö þúsund, en byrjunar ritstjóralaun, t. d. við blað Seiðfirð- inga, sem vakið var upp nú um ára mótin og er á stærð við »Fram« eru á fimta þúsurtd, og hafa þó ritstjórar aðalblaðanna til muna hærri laun. Eins og hér stendur á, að efni blaðsins verður að mestu leyti að koma frá ritstjóranum, ríður enn meira á því að hann geti gef- ið sig við því óskiftur. Að halda blaðinu og prentsmiðjunni við, álit og vera bæði sóma og nauðsyn fyrir bæinn, og að bæjarbaúr sem og aðrir hreppsbúar er nokkur efni hafa og áhrif ættu fremur að beita þeim þessum fyrirtækjum til stuðn- ings en eyðileggingar. Siglfirðingar geta ekki fremur en Seyðfirðingar talið sér vansalaust eða skaðlaust að leggja niður blað sitt, heldur ætti það að vcra þeim metnaðar- mál að styðja það svo að það þyrfti ekki að vera lakar úr garði gert en »Austur!and« eða Akureyr- arblöðin. Látum horfa til framfara og frið- samlegrar sambúðar, en ekki út í eld og eyðileggingu. Einn af kaupendum »Frams.« ATH. Heiðruðum greinarhöfundi þykir Frani vera uni of fáskiftinn hvað viðkemur op- inberum málum, og þá helst héraðsmál- um, og má það til sanns vegar færa, hefur og tæplega verið leyfilegt að þessu, en hitt, að almenningi hér sé ekki gefinn kostur á, gegnum blaðið, að fylgjast með stórmálum þeim sem t. d. bæjarstjórnin hefur með hönduni, finst oss ekki alskost- ar réttmæt athugun, því ekki minnumst vér þess að nokkurt það mál, sem hún hefur um fjallað, og sem stórmál eða reglulegt framfaramál þessa bæjar getur kallast, hafi farið alveg þegjandi framhjá oss, þótt slælega höfum vér lagt til mál- anna. En alt stendur til bóta, og þá von- andi eins ritstjórn þessa blaðs. Enn sem komið er, má heita að fyrirtæki þetta sé á byrjunarstígi, ritstjórnin aðeins hjáverk, eins og greinarhöf. réttilega tekur fram, en á framtið blaðsins og gagnsemi trúa margir góðir menn, og hafa þegar tekið höndum saman um að »Fram« skuli ekki velta út af á næstunni heldur verði að hon- um hlúð á alla lund, eftir föngum, og þá auðvitað ritstjórnin bætt eins og annað, og að því er og verður stefnt, að góður maður verði fenginn, sem eingöngu og óskiftur geti gefið sig að blaðinu, þótt vér hins vegar teljum víst að aldrei verði sá fenginn sem öllum gerir til geðs. Ritstj. Jón biskup Vídalín. —00 — Pessi andríki ræðiiskörrmgur, þessi höfuðprestur íslenzkra kennimarrna fyr og siðar, hefur átt miklum vin- sældum að fagna meðal landsbúa í meira en tvær aldir, og á enn í dag ítök í hugurh margra einkum eldra fólksins. Vjer íslendingar stöndum í mikilli þakkarskuld við þessa tvo höfuðkennimenn vora á iiðnum öldum, Hallgrím Pjetursson og Jón Vídalín. Og öllum þeim, sein unna minningu Jóns biskups Vídaiíris eða finna til þessarar þakk- lætisskuldar vor allra, gefst nú kost- ur á að sýna þetta r' verkinu; því biskup landsins hefur skrifað öll- um próföstum, en þeir aftur öllum prestum þess efnis, að öll klerka- stjett landsins gangist fyrir því, að hafin verði fjársöfnun nú þegar með- al allra landsmanna í þeim tilgangi að reisa Jóni biskupi Vídalín minn- isvarða á komandi sumri, þar sem í srunar eru liðin rjett 200 ár síðan hann andaðist. Eru því allir í þessu prestakalli, æðri sem lægri, konur bæði og karlar, vinsamlega beðnir þess, að sinna þessu málefni sem fyrst og láta eitthvað af hendi rakna til þess að heiðra minningu þessa ágæta manns. Er hjer sem optar Nýkomið: * Hollenskir Vindlar mikið úrval. Klukkur • 3 teg. Flónel 3 teg. og fjölmargt annað sem vert er að athuga. Friðb. Níelsson. meira komið undir því, að samskot- in verði almenn en að hver leggi mikið fram. Margar hendur vinna Ijett verk. Tek jeg undirritaður þakklátlega á móti gjöfuni fólksins í þessu skyni og afgreiði þær á sínum tíma ásamt gefendalista til prófasts, en hann sendir gjafirnar úr öllu prófastsdæminu til biskups. Vona jeg að samskotin hjeðan verði okkur frekar til sóma en hitt; og fel jeg svo málefni þetta öllu góðu fólki í prestkalli mínu til athugun- ar og aðgerða, og tel frekari með- mæli óþörf. B. Þorsteinsson. Erl. símfregnir. —oo — 13. mars. Bylting á Pýskálandi og er Ebert flúinn en Kapp frá Königsberg orðinn forsætisráðherra. Frá Chicagó fréttist að fulltrúar Austurlanda ætli sér að mynda Bandaríki Austurlanda í líkingu við Pjóðabandalagið og á markmiðið að vera óvopnað bróðerni meðal þjóðanna. Brezkir kolanámumenn hefja ekki verkfall, en ætla að koma fram kröf- um sínum á annan hátt, 16. mars. Pýskir jafnaðarmenn hefja verkfall af þeirri ástæðu að Kapp neiti að leggja niður völd. Engin blöð koma út á Þýskal. og óeirðir eru í Kiel. Kapp hefir boðið óháðum jafn,- mönnum að taka þátt í stjórnarmynd- un. Frakkar vilja skerast í leikinn en LIoyd-George vill bíða átekta. Atkvæðagreiðsla á Suður-Jótlandi í syðra beltinu fór svo, að Danir fengu 13,025 atkv. en Þjóðverjar 48,148. Dönsk blöð kveða þjóðina hafa orðið fyrir miklum vonbrigð- um, íhaldsblöðin krefjast þess að Danir fái Flensborg en »Social- Demokraten« telur það ganga glæpi næst, að hún sameinist Danmörku. Innl. símfregnir. Reykjavík 19. mars. Stjórnin hefur skipað viðskiftanefnd og sitja í henni Oddur Hermannsson, Zímsen kon- súll, Kaaber, Hannes Thosteinsson og Hallgr. Kristinsson. Egill Skallagrímsson er fyrsti ísl. botnvörpungurinn, sem hefir fengið loftskeytatæki. Sóttkvíun á einstökum húsum er upphafin. Pýskur botnvörp. strandaði undan Höfðabrekku. Inflúenzan breiðist hægt út oger væg.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.