Fram


Fram - 20.03.1920, Qupperneq 4

Fram - 20.03.1920, Qupperneq 4
46 FRAM Nr. 12 Hugsið ykkur! —oo— Lag: Fljóðin imgu fá sér vini Höfðavatnið, hugsið ykkur! höfn er bráðum komin þar, það er gildur gróðahnykkur og gefur af sér krónurnar. Svona er þráður gæfu gerður, en garnið stímar lukkan hröð, líttu á, það líka verður landsins mesta síldarstöð. Blika glæstir borgarmúrar, búðir alslags verslunar, bíóhús og beitu-skúrar, bræðsluþrór og platningar. Alt mun þar í afbragðslagi, af öllum götum þveginn saur, lögreglunnar æðstur agi og aðvörun á hverjum staur. í hverju húsi sjálfsagt sími, svo um borgargöturnar verða, á sínu vana stími: vagnar, hjól og bifreiðar. Raflýsing í hverju koti, hvað þá meiri stöðunum, þar fæst hvergi skuggi í skoti að skýla myrkra verkunum. Alt með rafmagns einum funa upp má iýsa sveitirnar, líka verða lág til muna Ijósa’ útgjöldin kirkjunnar. Rafmagns strauma virðar vita vel, að nota er tækilegt, svo til Irka suðu og hita. Svei mér er það bærilegt. Sölubúðir sést í kringum: »Sóma tilboð,« »Lesið þér«. — Á útílúruðuin auglýsingum: »Odýrast og best hjá mér.« Pá mun engan þar á furða þó að verði auglýstur líka, allra landsafurða langt um hæsti markaður. Nóg af flutnings nýjum gögnum nota má á brautunum, Két og smérið keyra’ á vögnum karlarnir úr sveitunum. Rað er fengur fyrir hreppinn að fá þetta alt í lúkurnar, hann er líka lengi heppinn og losnar nú við klípurnar. Útgjaldanna eynida ýlfri allir hætta og það er stoð, um gilda búka af gróða silfri þeir glitra eins og síldarroð. Fagnið stúikur, gleðjist gumar, glaðnar yfir sveitunum, þið njótið ykkar næsta sumar á nýju síldar'pöllunum. Enginn gugnar, ansakornið, allir beita kröftunum. Tunnu, salt og síld í hornið, syngja fram á pöllunum. En komi frí, sem hvíldir boða, hvergi er stans á nýjungum, Rað er margt, sem þarf að skoða þarna út í hötðanum. Rar eru ekki bældir blettir beljum af né hrossa fans, en dokkir, lautir, dalir sléttir, dýrleg blóm þar flétta krans. Út þar fífla aldin springur ásamt fjólu blöðunum, eða máske umfeðmingur í öllum skjólastöðunum. Kári. Ritstj. og afgreiðsluin. Sophus A. Blöndal. Siglufjarðarprentsmiðja. Undirritaður vill benda fólki á það að hann hefir nú mikið meiri vörur að bjóða en nokkru sinni áður og skulu hér upptaldar nokkrar vörutegundir sem ekki er betra að kaupa annar- staðar og sumar þeirra á als ekki að kaupa annarstaðar, svo sem skósvertu margar ágætar tegundir, brúnan áburð, feitisvertu, skóreimar breiðar og mjóar, gummihæla heila hina viðurkendu sem kosta aðeins 2 kr. parið, skóbursta, skóhneppara o. fl. o. fl. Reykjarpípur, Reyktóbak 6 teg., Skraatóbak, Rjól, Eldspítur, Cigarettur og Vindla í stóru úrvali, Sápur, handsápur 3 tegundir, stangasápu, grænsápu 1 kg. í baiikum, skeggsápu, Sóda, Maívöru, smjörlíki 2 tegundir, Oma kr. 175 1|2 kg. íslenska smjörlík- ið 2 kr. 1|2 kg., kaffi, export, strausykur, rúsinur, sveskjur, Kex, Vefnaðarvörur, hand- klæði, vasaklútar, axlabönd, kvensvuntur karlm. fataefni afpössuð, enfr. ýmsar aðrar vörur svo sem Cokolade át og suðu margar teg. gráfíkjur, appelssínur o. fl. fl. Allir sem þurfa að kaupa skófatnað ættu tyrst að snúa sér til mín. Athugið þetta. Allar þessar vörur eru ósviknar þar sem eg hefi skoðað þær nákvæmlega áður en þær eru keyptar. Von á ýmsum góðum smekklegum og þörfum vörum, hringið í síina 22, ef yðurvan- hagar um eitthvað, spyrjið fyrst um verðið komið síðan og kaupið. Siglufirði 18. mars 1Q20. Jónas Jónasson. Núverandi hiuthafar »Prentsmiðjufjelags Siglufjarðar« eru hjermeð á- mintir um að fresturinn til að skrifa sig fyrir nýjum hlutabrjefum í fjelaginu, er útrunninn síð- asta þ. m. Eftir þann tíma seld öðrum. Friðb. Níelsson. Clement Johnsen A|s Bergen Norge Telegrafadresse: „Clement“ Aktiekapital & Fonds Kr, 750.000. Mottar til forhandling fiskeprodukter: Rogn, Tran, Sild, Fisk, Vildt etc. Lager af Tönder, Salt, Bliktrantönder, Ekefat. það á hættu að þér ofkælið yður einmitt þegar þér eruð að byrja ferð yðar til heilsubóta.« Eg ásetti mér að leika hlutverk mitt fyrst um sinn og ætl- aði að fara svara honum eins og mér fanst við eiga, en í því kom maöur einn, herðabreiður og miðmjór, upp úr káetunni og gekk til ungu stúikunnar. Hann var eitthvað svo gortaralegur og þóttafullur á að iíta, að mér geðjaðist undir eins illa að hon- um, enda leit hann hæðnislega á mig og ætlaði að gera Herzog sömu skil, en glenti þá snöggvast upp blóðhlaupin augun og leit undan í skyndi. »Mér þykir leitt að eg gat ekki komið fyr, en egvarönnum kafinn að líta eftir farangrinum yðar«, sagði hann og snéri sér að ungu stúlkunni. Hann lét sem hann væri að leita að einhverju í yfirfrakka- vösunum og sagði síðan gremjulega: »Eg hlýt að hafa gleymt því í vagninum — en eruð þér annars alt af jafnfíkin í fréttir, ungfrú Muríel, eins og núna í dag?« »Ónei, en mig langar til að fá að vita eitthvað um þennan flótta, sern allir eru að skeggræða«, svaraði hún. Mér brá all- mjög við þetta svar hennar og undraðíst eg þó enn meira er hún bætti við mjög alvarlega: »Eg er ekki að minnast á þetta mín vegna, eins og þér vitið, en vinkona mín ein er svo sannfærð um sakleysi Riving- tons kapteins, að hún er hálfvegis búin að fá mig á sitt mál.« Ressi orð hennar gáfu það í skyn, að ungfrú Muríel væri í einhverjum kunningsskap við Janet og höfðu þau allmikil og skyndi- leg áhrif á manninn, sem hún var að tala við. Hann setti á sig reiðisvip og bandaði hendinni óðslega. »Fyrir alla muni — verið pér ekki að tala hlýlega í garð þessa þrælmennis! Fað leikur enginn efi á því, að hanu er sek- ur og ekki heldur á því, að hann verður handsamaður og hengd- 27 ur innan skamnis«, sagði hann og leit í kringum sig. Honum varð litið á mig af tilviljun og fór mér kalt vatn milli skinns og hörunds. »Rér talið svo hranalega um þetta, að það er engu Iíkara en að þetta sé einlæg ósk yðar«, sagði unga stúlkan fremur fálega. »Nei, alls ekki. Eg er máli þessu algeriega ókuimugur og læt mig það engu skifta,« ÍM næst hrópaði þessi óþekti róg- beri minn — auðsjáanlega í þeim tilgangi að víkja að einhverju öðru: »Nei, lítið þér á stóra gufuskipið, sem er að koma á móti okkur. Eg held að það sé liðsflutningaskip.« Við vorum staddir í Sólentflóanum þar sem hann var mjóst- ur og gengur þar út í hann langur oddi, er nær hálfa leið til Wighteyjar, en í sundinu sjálfu er beljandi straumur líkast því sem röst væri. Unga stúlkan snéri sér snögglega við til að horfa á hið afarniikla gufuskip, er nálgaðist okkur nú óðum, og af á- kafanum tylti hún öðrum fætinum á öldustokkinn, er var mjög lágur, og hallaði sér út fyrir hann. Pað sem nú fór á eftir bar svo brátt að, að eg er búinn að hálfgleyma því, en hún misti jafnvægið og datt í sjóinn, Skipstjórinn lét þegar stöðva vélina og einn hásetinn fór að bauka við að ná í björgunarhring, en fórst það ail-óhöndulega. Mér varð litið á manninn, sem stóð það næst að bjarga stúlkunni, en eg sá undir eins, að hann mundi skeyta lítt um þá skyldu sína. Hann æddi bara fram og aftur eins og vitlaus maður og reytti skegg sitt: Eg gleymdi mér algerlega á þessari alvöru-stund, gleymdi því, að eg var dauðadæmdur glæpamaður, sem átti dauðan vís- an ef eg vekti eftirtekt manna á mér, gleymdi því, aðegvai með grímu fyrir andlitinu, sem gat eyðilagst ef hún blotnaöi í sjónum, gleymdi í raun og veru öllu, sem mér reið mest á þar sem ekki var annað sýnna, en að eg yrði að horfa á stúikuna drukkna þarna beint fyrir augunum á mér. Iierzog reyndi að aítra mér, en eg vatt hann ai mér, stökk fyrir borð og synti til veslings

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.