Fram


Fram - 20.03.1920, Page 3

Fram - 20.03.1920, Page 3
Nr. 12 FRAM 45 Safnaðarfundur fyrir Hvanneyrarsókn verður haldinn annan Páskadag næstkomandi, í kirkjunni og hefst strax að afstaðinni guðsþjónustunni. Verður þar fyrirtekið: 1. Framlagðir reikningar kirkjunnar fyrir árið 1919. 2. Rætt um fjárhag kirkjunnar og væntanl. hækkun kirkjugj. 3. Kosinn einn maður í sóknarnefnd í stað þess er úr gengur og ennfremur tveir til viðbótar í nefndina samkvæmt 4. gr. laga 16. nóv. 1907, allir til 6 ára. 4. Rædd önnur þau safnaðarmál er fram kunna að verða borin, svo sem um bygging nýrrar kirkju o. fl. Siglufirði 18. mars 1920. Sóknarnefndin. Piltur & stúlka geta fengið atvinnu við verslun hér í bænum. Purfa að kunna reikning og dönsku. Umsóknir merkt.: verslun P. h. 72 leggist inn á Pósthúsið fyrir 25. þ. m. Lítið andsvar til frú Guðrúnar Björnsdóttur og orðsendingar þeirrar, er hún sendi mér í seinasta blaðinu af »Fram« 13. þ. m. og sem vísast á að vera einhverskonar greinargerð fyrir að- dróttunum þeim, er eg vísaði heim til föðurhúsanna í grein minni í »Fram« 6. þ. m. Líklega hefir frúnni svelgst á greininni og til þess að sneiða sem allra mest hjá málefn- inu, þá kennir hún bæjarstjórnar- kosningunni um alt saman, eða gefur í skyn, að eg hafi orðið óður og uppvægur af því að ná ekki kosningu o. s. frv. — Eg skil nú raunar ekki hvers vegna frúin er að setja grein mína í samband við bæjarstjórnarkosninguna og verðað álíta »orðsending« hennar til mín fram komna af því, að hún hafi ekki haft öðru til að dreifa. Eg hefi ekki, enn sem komið er, fundið til þessarar reiði, sem frúin er að bregða mér um, og býst heldur ekki við, að eg muni finna ti! hennar, enda er það eðlilegt, þar sem framboð mitt hvorki var margþvælt né held- ur mengað neinum ofsa og mikil- mensku-brjálæði — og fyrir bragðið slapp eg líka við martröð og illa drauma um vantandi atkvæði o.s.frv. Ekki gerði eg heldur út flokk manna til að gana milli fjalls og fjöru og kvists og kjallara í þeim tilgangi að kenna mönnum, hvernig þeir ættu að koma þvi fyrir, að neðsta nafnið á listanum gæti orðið efst og borið sigur úr býtum, Annars fanst mér kosningin fara vel fram, en hafi eg vakið hneyksli og sett blett á Siglfirðinga með því að leyfa að nafn mitt væri sett á A-listann, þá vil eg vona, að það hneyksli og sá blettur máist af áður en langt um líður. Og heilræðið sem frúin gefur mér að síðustu að vera helst ekki að skifta mér oftar af málefn- um bæjarins — því heilræði vísa eg aftur til ráðgjafans sjálfs með þeirri athugasemd, að það verður alls ekki til greina tekið, — Hvað snertir »yfirlýsingu« þá, sem Jóhann Porfinnsson setur í sama blað, þá skal eg leyfa mér að taka það fram, að »vottorðið« sem Jó- hann gaf mér sjálfur af frjálsum og fúsum vilja og prentað er í »Fram« 6. þ. m., er í alla staði sannleikan- um samkvæmt frá byrjun til enda. Annað sem til umræðu kom á þeim »málfundi,« varðar mig ekki um, með því að það hefir væntanlega ekki snert mig að neinu leyti, enda má mér að öðru leyti á sama standa, hvort eg hefi verið sá fyrsti eða síðasti, sem lagður var á vogarskál frúarinnar þann daginn. Siglufirði 19. mars 1920. O. Tynes. Vikan. —oo— Tiðin: Fremur hæg veðrátta hér í Siglufirði fyrri part vikunnar en töluverð frost. í gær gekk í landátt og er í dag komin asahláka, sú fyrsta á vetrinum. Fréttir bæði austan og vestan herma hið sama, alstaðar hláka, og er vonandi að framhald verði á henni, því víða mun nú vera orðin brýn nauðsyn á að breytist til um tíðarfar. Um alt land hagleysur, og víða svo mikil fannkyngi að slíks eru eng- in dæmi, sumstaðar sunnanlands voru símastaurar á kafi í fönn á löngum svæð- um. Skíðakapphlaup 0g skíða íþrótt- ir ýmsar áttu að fara fram hér í dag, en þá kom hlákan og eyðilagði skíðafærið. Er það skíðafélag nýstofnað hér í bænum sem gengist hafði fyrir þessari kepni og mun nánar minst á félagsskap þennan í næsta blaði. Skíðahlaupin fara fram fyrsta dag sem gott skíðafæri verður. Villemoes fór héðan á mánudags- nótt, beina leið til Kaupmhafnar. Kirkjan Messað á morgun kl 1 síðdegis. Dóttir glæpakon- ungsins verður sýnd í síðasta sinn kl. 8V2 annað kvöld. Notið þetta síðasta tækifæri til að sjá þessa ágætu mynd. H.f. Siglufjarðar-Bíó. Gúmmíboltar og fínt Kex nýkomið í versl. Jónasar Jónassonar. Hornbikara þurfa allir að eiga (nema tempiarar) 3 stærðir fást hjá Jónasi Jónassyni. Skraatóbak, Rjóltóbak, Súkkulaði, Brjóstsykur, Fíkjur o. fl. fæst hjá Stefáni. 28 stúlkunnar, sem hafði farið í kaf, en skaut nú upp aftur. Mér hepnaðist að ná í kjólinn hennar um leið og hún var að sökkva í annað sinn og gat þannig haldið henni ofansjáfar þangað til skipið kom til okkar. Var okkur síðan bjargað upp á skipið, en eg var þá orðinn svo dasaður að eg tók ekki eftir neinu öðru en því, að Herzog þreif mig heljartaki, leiddi mig niður undir þiljur og hvíslaði að mér; »Bölvaður bjáninn! Eiguni við endilega að reyra snöruna um hálsinn á yður? Ef fjaðrirnar i gerviskegginu hefðu bilað, þá hefðuð þér verið dauðans matur á morgun eða hinn dag- inn.« Eg var nú látinn orna mér og þurka mig við eldstóna niðri í skipinu og var Herzog þar við staddur og færði mér annan klæðnað af fatabirgðum mínum. Meðan á því stóð var eg svo ringlaður, að eg hafði ekki hugmynd um annað en fögnuðinn yfir því, að hafa bjargað manns lífi, en þegar eg reis á fætur, þur og hress en samt kvíðandi því, að leiðtogi minn mundi hreyta úr sér einhverjum ónotum enn, þá sá eg, að hann hafði tekið aftur glaðlyndi sitt, »Pér hefðuð getað eyðilagt alt saman með þessu flani yðar,« sagði hann um leið og við gengum upp á þilfarið aftur, »og yður hefði líka tekist það ef eg hefði notað gúmmí til að líma kinnskeggið á yður, en ekki fest það með fjöðrum. En eins og nú horfir við, þá hafið þér byrjað vel og náð fótfestu í herbúð- um óvinanna, enda mun yður veitast létt úr þessu að komast í færi við Hans Hágöfgi.« »Hvernig þá?« spurði eg og skildi ekki við hvað hann átti. »Pessi stúlkukind, sem þér dróguð að borði, er hvorki meira né minna en hin tigna ungfrú Múríel Crawshay, dóttir Alphing- tons lávarðar,« hvíslaði hann að mér og glotti við. »En nú skal eg sjá svo um, að þér komist í kunningsskap við þetta fólk og • 25 á leið sinni út í Sólentflóann. Pað hilti í fjarska undir grænu háls- ana á Wighteyjunni, á hægri hönd gnauðuðu öldurnar við Ne- celleskerin ogá vinstri hcnd keptu lystiskútur frá Cowes um að kom- ast sem fyrst út á rúmsjó, en heilnæmt og hressandi sjóloftið tók á andlitið. Nú grilti í lystígarðana milli trjánna, enda þótt þeir væru í tveggja mílna fjarlægð — og einhverstaðar þar var Janet! Pvílík breyting! Um sama leyti í gær var eg inniluktur í fanga- klefanum, stórglæpamaður í réttvísinnar augum og dæmdur til lífláts innan tveggja sólarhringa. En þangað yrði eg nú samt að snúa aftur og bíða dauða minn hvað lítið sem út af bæri og þessi tilhugsun sneyddi mig allri þeirri gleði, sem eg hafði fundið til rétt áður. Petta var á þeim tíma árs, sem íerðamannastraumurinn er hvað mestur og var gufuskipið troðfult af fóiki. Herzog hafði keypt okkur far- seðla á fyrsta farrými, eflaust af einhverjum sérstökum ástæðum, og þess vegna var okkur heimilt að ganga upp á stjórnpallinn, þessi maður, sem bæði var verndari minn og illvættur i senn, stóð þar við hlið mér, hallaði sér út á borðstokkinn og skraf- aði við mig um alla heima og geima — til þess að villa öðrum sjónir. Rétt hjá okkur stóð ung stúlka, fögur og hávaxin, látlaus í klæðaburði en búningurinn þó af besta tægi og virtist hún vera ein síns liðs og enginn í för með henni nema þjónustumey henn- ar. Hún var ómannblendin að sjá, en tók þó eftir því sem fyr- ir augun bar og datt manni ósjálfráít í hug, að hún væri kona tigin- borin. Eg sá að Herzog fanst til um nærveru hennar og vissi að öllum líkindum hver hún var. Að minsta kosti leit svo út sem hann beindi orðum sínum til hennar er hann fór að drepa á samband það, sem hann ætlaðist til að menn héldu að væri milli mín og hans. »Ef yður finst of svalt hérna uppi, herra Marteinn, þá skul- um við fara ofan á afturþilfarið«, sagði hann. »Eg vil ekki eiga

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.