Fram


Fram - 19.06.1920, Blaðsíða 2

Fram - 19.06.1920, Blaðsíða 2
96 Einar B, Guðmundsson eigi enn oftar eftir að verða stoð sveitar sinnar — sem hann mun naumast draga sig í hlé með ef nauðsyn krefur. Hólum í Fljótum 31. maí 1920. Jóhannes Friðbjarnarson. Erl. sínifregnir. —oo— 12. júní. Bolsjevikkar taka borgir við Kaspiska hafið. ■13. júní. Giolossi ætlar að taka að sér að mynda nýja stjórn á íta- líu, en Hermann Múller hefir gefist upp við að mynda nýja stjórn á Pýzkalandi. Á Ungverjalandi varð sprenging í námu og fórust þar 175 verka- menn. 14. júní. Samveldismenn íChicago hafa kosið Harding þingmann til forseía-efnis. 15. júní. Sendiherra Svía í Hels- ingfors á Finnlandi hefir verir kall- aður heim til Svíþjóðar. París 16. júní. Sendiherraráðið hef- ir viðurkent hin nýju landamæri Danmerkur. Verkamenn í Khöfn tóku aftur til vinnu sinnar 15. þ. m. Svíar hafa nú beðið Stórveldin að skera úr Álandseyjadeilunni. Norska stjórnin hefir sagt af sér. innl. símfregnir. Rvík 18. júní. Hér var hátíðahald í gær, bæði í endurminningu Jóns Sigurðssonar, eins og venja er til. og sömuleiðis til minningar um sarrieiningu ^Danmerkur og Suður- Jótlands. Gullfoss kom hingað í dag og með honum fjöldi farþega, þar-á meðal listamennirnir Pálf ísólfsson og Pétur Jónsson, en Haraldur Sig- urðsson kvað vera á leið hingað. Guðm, Guðmundsson varkamað- ur druknaði í Elliða-ánum í gær; var að baða sig. f Friðrik Einarsson útgerðarmaður. Hann veiktist hér mjög snögglega á miðvikudag í fyrri viku af botn- Ianga- og lífhimnubólgu, var á föstu- dag fluttur upp á líf og dauða til Akureyrar, en áður en tiltækilegt væri að gera á honum uppskurð lést hann síðastl. laugardagsmorgun. Friðrik heitinn var búsettur á Akur- eyri og læíur eftir sig ekkju og ung börn; hann var maður ábestaaldri, ekki hálf-fimtugur, hinn mesti at- orku- og sæmdarmaður, mesta prúð- menni og Ijúfmenni í ailri framkomu og ávann sér traust og hylli allra sem með honum störfuðu og hann þektu. Friðrik heitinn rak fiskiútgerð héðan frá Siglufirði undanliðin sum- ur með miklum dugnaði og var hann nú nýkominn hingað með út- hald sitt. Við fráfall þessa manns er stórt skarð höggvið í hóp dugn- aðar og framtaksmanna Siglufjarðar og Eyjafjarðar. / FRAM t Svafar Pálsson sonur Páls kaupmanns Bergssonar í Hrísey er nýlega látinn í Vejle í Danmörku. Svafar heitinn var bráð- ungur maður, rétt rúmlega tvítugur, hinn mesti efnis- og atgjörvismað- ur. Hann hafði fengið ágæta versl- unarmentun og hafði þegar mjög góða trúnaðarstöðu. Hann var al- veg sérstaklega vel látinn, elskaður og virtur af öllum, sem honum kynt- ust, jafnt vinum sem vandalausum, og er að honum hinn mesti mann- skaði. Álalækurinn. —oo— Eins og flestum bæjarbúum er kunnugt eru hér ekki færri en 15 fastar nefndir sein allar eru sérstak- lega skírðar ti! þeirrar skyldu — sumar jafnvel að miklu leyti sjálfar kosið sig til þess — að hafa fram- kvæmdarstjörn á hinum ýmsu op- inberu störfum fyrir bæinn og yfir höfuð að vaka yfir þroska hans og sóma á öllum sviðum. Ein af þessum velæruverðugu riefndum er heilbrigðisnefndin, en með því að hún sem slík á að gæta alls þess, er varðar þrit'nað bæjarins og heilbrigði, beini eg hérmeð sér- staklega til hennar, og því næst allra bæjarbúa, þeirri fyrirspurn hvort það sé hættu eða vansalaust að hreinsa ekki Álalækinn, minsta kosti á hverju vori á meðan hann er lát- inn renna opinn í gegn um bæinn. Pað er ætíð óviðfeldið að sjá slíkt liggja ofanjarðar — og það þó fjær sé — sem menn daglega sjá nú af aðaigötu bæjarins liggja í Álalækn- um; að öðru leyti vil eg helst kom- ast hjá því að gefa nákvæma lýs- ingu á þeirri viðurstygð, sem nefnd- ur lækur er fyrir bæinn, eins og hann lítur út, enda ölium augljóst og vitanlegt. Hvað snertir hina heilbrigðislegu hættu af því að hafa lækinn óhreins- aðan vil eg benda á það, að eg hefi orðið þess var, að börn eru oft að sulia í læknum (ef til vill drekka úr honum) og þar á meðal að veiða upp úr. honum ýmsan gamlan ó- þverra, sem vel getur verið þeim og öðrum skaðlegur, auk þess mun það eiga sér stað, að fólk fari með mat og matarílát í lækinn. Annars virðist mér það, hvernig sem á er litið mjög óhyggilegt auk óþrifn- aðarins að láta lækinn renna suður í gegn um bæinn í stað þess að gjöra honum farveg annað hvort út og niður í Hvanneyrarkrók, sem ef til vill væri það besta, eða þá beint niður frá hliðinu á Hvanneyr- argirðingunni niður í tjörnina fyrir neðan Kamb og úr henni með röri í gegnum malarkambinn. Haldi lækurinn þeim farvegi, sem hann hefir nú, hefur það þær afleið- ingar meðal annars að óumflýjan- legt er að kosta æði miklu fé til þess að tryggja aljan veginn með fram honum, sérstaklega ,Hvann- eyrarbrautina, sem hann er nú á góðum vegi með' að eyðileggja. í öðru lagi verður ekki hjá því kom- ist aði hreinsa farveginn á hverju ári og helst dýpka hann nokkuð. í þriðja lagi verður lágeyrin að utan (mýrin) aldrei vel þurkuð upp á meðan lækurinn rennur suður fyrir ofan hana, og í fjórða lagi verður það ekki fyrirbygt — sem getur verið mikið peninga-spursmál — að lækurinn, þó straumlítill sé hér neðra, beri æði mikið fram og skemmi með því bestu bryggju- stæðin. Eru grynningarnar fram af honum Ijósastur vottur um það. Að leiða lækinn ofan frá hliðinu kostar mjög lítið, þegar þess er gætt. að skurð eða lokræsi gegn um há- vaðann sunnan við Kamb ofan í áð- urnefnda tjörn þarf að gjöra hvort sem er til þess að þurka upp mýr- ina. Sé það ekki ákveðið enn hvar Álalækurinn á að falla til sjávar í framtíðinni, er þegar kominn tími til að gjöra út um það, og hefði það helst átt að gjörast áður en byrjað var á braut þeirri, sem nú er verið að leggja meðfram læknum. Vildi eg svo mega mælast til þess við heilbrigðis og sóttvarnar- nefndina að þær bæru ráð sín sam- an og athuguðu hvort ekki mætti komast af með mykjuhauginn sem bæjarprýði þó lækurinn væri hreins- aður, settur í lokaðan farveg eða breytt um stefnu hans? S v. B. f Friðrik Einarsson er látinn. — Vinur minn I — Farðu vel! Eg þakka þér fyrir samveru- stundirnaV og vinarbrosið þitt og drengskap þann, er þú lést mér í té. -----Eg þakka þér fyrir sjómensk- una þína og hrausta hönd, er þú lagðir að útgerðinni þinni.------ Og eg þakka þér fyrir góða greind og fyrir það, að þú varst trygglyndur maður.------ Nú ertu kominn á undan mér — yfir um — vinur minn! farðu vel! Blessuð sé minning þín. T. F. Vikan. —oo— Tíðin: Sama góða tíðin og grænkar jörð jafnóðum og snjóa leysir; er víða við sjó kominn besti gróður fyrir allar skepnur. Eru nú fann-þyngsli víða til dala hér nær- lendis. Fiskvart verður ekki ennþá og ermjög sjaldgæft að fiskur ekki sé genginn hér um þetta leiti. 17. júní og 19. Óvíða á landinu mun 17. júní jafn lítill sómi sýndur sem hér í Siglufirði; undanfarin ár hefur þó ýmis- legt verið gjört til hátíðabrigðis, en að þessu sinni var tæpast hægt að merkjaað tyllidagur væri, nerna hvað ungmennafé- lagið lét selja slaufur á götunum, flaggað var á flestum stöngum, og flestir kaupm. lokuðu búðum um miðjan dag. Einfald- ara gat það varla verið. Á þá Jón Sig- urðsson og alt sém hann gjörði fyrirfóst- urjörðina, að gleymast aftur, svona fljótt? Eða á Jón og alt hans starf að yfirskyggj- ast svo mjög af Ijóma kvenfrelsisdagsins, Nr. 25 af því aðeins einn dagur er á milli að 17. júní hverfi hans vegna úr sögunni, sem hátíðisdagur, því 19. júní heldur nú kvenþjóðin mjög svo hátíðíegan um land alt, og stendur mikið til. Hér gengst Kven- félágið fyrir hátíðahaldi í dag, og skal hér sett tilhögunarskráin: Kl. 3 e. m. Ræða: O. Hannesson bæjarfógeti. Söngur: Chr. Möller. Kl. 6,5 Guðm. Skarphéðinsson segir smásögur úr ferð sinni um Svíþjóð. Gamanvísur: Chr. Möller. Kl. 9 Kvik- myndasýning og: Dans á eftir fyrir full- orðna. Leiðrétta skal, að rangt er skýrt frá í síðasta tölubl. í fréttum af bæjarstjórnar- fundi, að frú Guðrún Björnsdóttir hafi greitt atkvæði á móti beiðni veitingam. um rýmkun á lokunartíma kaffihúsa; frúin var ein af þeim sem ekki greiddu atkvæði þó auðvitað sé, að það skifti engu tnáli, því hefðu allir sem ekki greiddu atkvæði, veitt beiðninni fylgi, hefði hún náð fram að ganga. Hákarlaveiðarnar. M.s. »Njáll« kom inn 17. úr öðrnm túr, með 144 tn. af lifur. Bæjarfógetaskrifstofan er flutt í hús Kjartans Jónssonar, gengið inn að sunn- an. Skrifstofan er opin hvern virkan dag, 11—12 árd. 1—3 og 4—6 síðd. Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæm- is er ákveðinn að Grund í Eyjafirði sunnu- daginn 4. júlí og hefst með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 12 á hádegi. Kirkjan Messað á morgun kl. 5. Rakvélar Rakvélarblöð Slípimaskínur Skeggbustar Skeggsápa áreiðanlega hvergi betra og ódýrara en í verslun Siff. Sig-urðssonar. Manchettskyrtur hvítar og mislitar Bindisiifsi (sem ekki þarf að sterkja) Hattar harðir og linir, verslun „Hamborg.“ NB. — Villa var í bauna aug- Iýsingunni í síðasta blaði, var 1,45 V, kg., en átti að vera 1,45 kg. verslun „Hamborg.“ Ritstj. og afgreiðslum. Sophus A. Blöndal. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.