Fram


Fram - 19.06.1920, Blaðsíða 3

Fram - 19.06.1920, Blaðsíða 3
Nr. 25 FRAM 97 NAUÐSYNJAVÖRUR ódýrastar í VERSLUN „HAMBORG“. Ung kýr til sölu, • afbragðs skepna. Upplýsingar gefur Matthías Hallgrímsson. Rúmteppi Náttkjólar Undirlíf Buxur Skyrtur Svuntur Koddaver Lífstykki er best að kaupa í verslun „Hamborg.“* Gúmmístígvél karlmanna, kvenfólks og barna eru ódýrust í versl. „ísafold.“ Nýkomið til verslunar Sig’. Sigurðssonar: Kandís Hænsabygg Hrísgrjón Kaffi Export Dilkakjöt 1,25 Vs kg. Skrautmunir í stóru úrvali mjög ódýrir í verslun „Hamborg“. Skófatnaður Alfatnaður Verkamannaföt í stærstu úrvali í verslun „Hamborg.“ Salt. Eg hefi nokkur tonn af óhreinu salti, samt ónotuðu, til sölu. Beinteinn Bjarnason. Hvanneyri. Þeir sem skulda verslun Helga Hafliðasonar verða að greiða skuldir sínar nú þegar eða semja um greiðslu á þeim, annars verða skuldirnar innheimtar taf- arlaust með lögsókn. Helgi Hafliðason. Verslun Jónasar Jónassonar er nú vel birg af allskonar skófatnaði sem mælir með sér sjálfur. Skal hér sérstaklega bent á barna og unglinga gúmmí- og leður- skófatnað af öllum stærðum. Ennfremur nýkomið beint frá Englandi karlmannagúmmí- stígvél, sem eru mjög vönduð, og vatnsleðurskór mjög sterkir, sem verka- menn ættu helst að kaupa af þyí að það borgar sig best. Margar aðrar vörur nýkomnar smekklegar og góðar, sem eru ekki betri annarsstaðar. Verslun þessi mun hér eftir sem hingað til hafa á boðstólum aðeins fyrsta flokks vörur, þó sérstaklega skófatnað. Kaupið því skófatnað' hjá fagmönnum. Skósverta, mest úrval, lægst verð. Kaupirðu góða skó þá mundu hvar þú fékst þá. Jónas Jónasson. Clement Johnsen A|s Bergen Norge Telegrafadresse: „Clement" Aktiekapital & Fonds Kr, 750.000. Mottar til forhandling fiskeprodukter: Rogn, Tran, Sild, Fisk, Vildt etc. Lager af Tönder, Salt, Bliktrantönder, Ekefat. 76 hann andann svo djúpt og erfiðlega, að eg þóttist vita, að þetta hefði fenglð talsvert á hann, eða jafnvel gert liann hálfóttabland- inn. En það stóð ekki lengi á því, að við fengjuin skýringu á þessu, og sú skýring snart mig eins og einkver eiturör. Marske leit undan og gekk út á skipið. Hann ætlaði sér þá eftir því að dæma, að fara til Lundúna með 'sömu járnbrautar- lestinni sem Janet og hlaut sá ásetningur hans að byggjast á því, að hann hefði fengið einhvern grun um, hvað hann ætlaði sér. Honum hlaut að hafa dottið þetta skyndilega í hug og þá sam- stundis afsakað sig við Alphingtons feðginin og snúið aftur til þess að ná í skipið. En jafnvel þótt þetta atferli hans hlyti að styrkja grun minn um sekt hans, þá gerði það mig hins vegar mjög kvíðafullan vegna unnustar minnar. Mér hafði næstum fundist það smánar- legt að láta unga og óreynda stúlku fara til Lundúna eina síns Iiðs til þess að reka þar þau erindi, sem eiginlega hæfðu alvön- um leynilögreglumanni og hafði eg ekki annað mér til afsökun- ar með að láta hana leggja út í þetta en mínar eigin erfiðu á- stæður og ómöguleikann á því, að trúa nokkrum öðrum fyrir þessu. En það var óbærileg tilhugsun að vita þennan mann veia samtímis henni i Lundúnum meðan hún var að fást þar við eftir- grenslanir^sínar, sem honum hlaut auk þess að standa ógn af ef tilgáta okkar skyldi reynast rétt. Hann hlaut þá að hafa það eitt í hyggju að vera henni ætíð og alstaðar þröskuldur í vegi og neyta til þess allra bragða. Svo framarlega sem hann var banamaður móður minnar og systur, þá var hann líka sannkall- aður djöfull í manns mynd og mundi þá sízt hika við að drýgja einn glæpinn enn til að dylja þá, sem á undan voru gengnir. F*að veit haniingjan, að eg engdist sundur og saman af sál- arangist þegar eg var að velta þessu fyrir mér. Eg varð að minsta kosti að fylgja henni fyrsta sprettinn og láta svo kylfu ráða kasti um það, hvort eg annaðhvort gæti fengið hana til að hætta við ' 73 «Eg hefi aldrei séð forstæðisráðherrann,< sagði eg. Það kann að vera, að eg þekki hann eftir Ijósmyndum, ert það getur líka brugðist og mér finst það væri því vel til fallið, að eg fengi að sjá hann persónulega sem allrafyrst. Eg vildi helzt bindaein- hvern enda á þetta og fara svo að komast héðan því að þessi sífelda geðæsing ætlar alveg að fara með mig. Við skulum vera við þegar skipið kemur.« »Það er ágætis uppástunga og eg get vel skilið ákefð yðar,« svaraði Herzog þurlega. Og svona stóð á því, að við voruin niðri á hafnargarðinum og horfðum á skipið nálgast um leið og það sveigði fyrir Kleifar- nestána. Pað var enn þá æði langt undan þegar Herzog kipti í handlegginn á mér og beindi athygli minni að risavöxnum manni í gráum sumarfötum, sem stóð við stýrishjólið og var að tala við skipstjórann. »F*arna stendur Alphington lávarður, sagði hann fullum rómi enda var hann ofhygginn til að segja það í hálfum hljóðum inn- an um mannfjöldann, því að slíkt hefði getað vakið grun, en ekki það, að benda hispurslaust á jafnalþektan mann. »Já, það er Alphington lávarður, og þér skuluð nú vera við- búinn því að líta í hans haukfránu augu eins og blöðin komast að orði, því að innan skamms mun eg leiða björgunarmann minn fyrir hann,« sagði einhver nijög glaðlega fyrir aftan okkur. Við snerum okkur við og sáum að það var ungfrú Múríel og Roger Marske í fylgd með heuni. Var hún komin til að taka á móti föður sínum. Herzog hafði orð fyrir okkur og furðaði mig á svari hans, því að hann var ekki vanur að glopra neinu út úr sér lnigsun- arlaust. »Ef þér viljið nokkurt tillit til mín taka, ungfrú Múríel, sem lækuis herra Marteins, þá kysi eg heldur að þetta drægist ofur- lítið enn. Sjúklingur minn er ekki rétt vel fyrir kallaður í dagog

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.