Fram


Fram - 03.06.1922, Page 3

Fram - 03.06.1922, Page 3
fRAM 73 Nr. 20 Garðurinn hefir því alt af verið bithagi og ekki nóg með það, held- ur hafa kransar og blóm á leiðun- um ekki haft frið. Það er því engin furða þó að þeir sem leiði eiga í garðinum séu orónir leiðir á að gróðursetja þar eitthvað og hlúa að þeim, þegar þeir mega eiga það víst að sképn- urnar rífi það í sig um leið og það lifnar. Pað fyrsta sem þaif að gera, til að standa sig við það að gera þær kröfur til almennings, að leiðin í garðinum séu prýdd er það, að girða garðinn svo að skepn- ur gangi ekki í honum, og þeirri kröfu á bærinn að sinna. Væri garðurinn vel girtur er eg viss um áð það yrði margur til að prýða leiðin á vorin og sumrin með blómum og blómsveigum, sem alt er nú til einkis, meðan girðingin er eins og hún er. Hún er t. d. ekki nema 10 og25 sm. hærri að sunnan heldur en moldarhaugarnir, sem búið er að safna þangað úr garðinum. Ogsvo mjög kvað að þessum moldaraustri út fyrir girðinguna, í tvö vor að eg hélt það ætti að fara að girða hann með moldu, utan yfir rörin. Það munu nú 15 ár liðin í haust síðan byrjað var að grafa í þessum garði og er nú farið að þrengjast svo í honum að varla mun hann endast lengur en 10 ár enn. F*að er því ástæða til að fara að hugsa um að stækka hann, sé það hægt, af því það mun ódýrara en að taka nýtt garðstæði. Eg vona því að bærinn tryggi sér nú þegar plássið norðan við garðinn, út að túnunum því álitleg- ast mun vera að stækka hann í þá átt nú fyrst og síðan suður. Það þarf vita skuld að gera dá- lítið við þann part — taka. úr hæð- inni sem yrði í norðvesturhorninu og flytja niður í slakkan í norðaust- urhotninu — áður en hægt yrðiað nota hann allan. Eg er á því að það eigi að fara að undirbúa þessa stækkun strags af því að með því er þeim gert léttara fyrir sem grafa framvegis í garðinum og bænum um leið til hagnaðar. Pað á sem sé að setja hlið norð- an á garðinn og um það á að aka allri mold og rusli úr garðinum út og ofan í slakkann fyrir sunnan túnin, til að fylla upp með þvi þar. Með þessu er mönnum gert létt- ara fyrir að koma frá sér moldinni frá leiðunum um leið og þeir hjálpa til við að undirbúa stækkun garðs- ins. Eg vona nú að bærinn láti girða garðinn v e I og undirbúa stækkun- ina nú þegar á þessu sumri, því að garðurinn á það skilið — á s v o fallegum stað er hann — að um hann sé svogengið að hann verði bæjarprýði, en það verður hann aldrei meðan hann er i 11 a g i r t u r. Siglufirði 1. júní 1922 Guðm. Skarphéðinsson. Vikan. Veðrið. Tíðin hefir verið ágæt alla vikuna; mestaltaf blíðviðri, þóvarkalsaveður á mánudagsnóttina, mánud. og fram eftir þriðjudeginum, en seinni^ part vikunnar hlýtt. Frostkalsi hefir verið oft á nóttum, og hálf kalt ef veðrið hefir hopað nokk- uð til norðurs. Skipin sem vanta. Af þeim hefir ekkert frést. — Margir tögaranna sunnu- lensku, leituðu þeirra jafnframt því að þeir voru á veiðum enn þeir hafa einkis orðið vísari og varðskipið eigi heldur. V.b. »Skaphéðinn« sem sendur var að leita að »Samson« kom á fimtud. Hafði hann leit- að rækilega á Ströndum; — höfðu þeir gengið allar fjörur frá Norðurfirði og vest- ur á Hornvík, en einkis orðið varir. Tvö skip vanta frá vesturlandi, vélbát- inn »Hvessing« frá Hnífsdal og vélsk. »Skírni« frá Súgandafirði og Var bátur frá ísafirði einnig að leita, og mætttust hann og »Skarphéðinn« á Hornvík, enn öll leit þeirra var árangurslaus. Skipakomur. E.s. »Danebod« kom hingað á miðv.d. með um 100 tonn af salti til kaupm. og útgerðarmanna og affertnir hér þessa dagana. Fer héðan til Græn- lands að taka Kriolit farm til Kmh. V.s. »Sjöstjarnan« kom hingað á miðvd. nótt í flutningaferð, hlaðin vörum. Með henni komu og nokkrir farþegar, — þar á meðal Friðrik Júlíusson kaupm. sem ætlar að versla hér í sumar eins og undanfarið. V.s. »Stathav«, eign Helga kaupm. Haf- liðasonar hér, kom inn á þriðjudag af þorskveiðum að vestan með 22 skpd fiskjar. V.s. »Brúni« frá Akureyri kom hér inn á fimtudag á h^mleið að vestan af veið- um, með fullfermi af fiski. V.s. »Fönix« kom inn í dag með mann veikan af lungnabólgu; segir um 25 skpd. V.s. »Christiane« eign sam. versl. hér, kom í nótt að vestan með 20 skpd. fiskj- ar. Öll segja skipin mjög tregt um fisk við vesturland og fiskinn fremur smáan. « Vélbátar eru nú sem óðast að koma hingað, þeir, sem ætla að stunda veiðar hér. »Hjalti« og »Skrúður« komu á þriðjud. frá Akureyri og síðan margir fleiri, og all- ir eru nú önnum kafnir við aó búa út báta sína og mikill veiðihugur í sjómönn- um vorum. Vonandi að blessaður þorsk- urinn láti sjá sig bráðlega úr hátíðinni. B arn ask ól an u m var sagt upp að loknu prófi síðasta > maí. Söngpróf var einnig þennan sama dag, og þótti söngur Þurkaða, ósaltaða HÁKARLSUGGA bæði bak og eyrugga kaupir erindreki Fiskifél. Páll Halldórsson háu verði, og borgar með peningum út í hönd. Qaddavír. Nokkrar rúllur af góðum gadda- vír, fást með góðu verði í verslun Helga Hafliðasonar. Hestakerra til sölu. — A. v. á. barnanna takast vonum framar, sérstaklega með tilliti til þess, að þetta er fyrsti vet- urinn nú lengi, sem söngkensla fer þar fram. Skip væntanleg. Villemoes er vænt- anlegur hingað á þriðjudag, 6. þ. m. — Goðafoss kemur til landsins á morgun eða annan. — Gullfoss er í Englandi. M e s s a ð í kirkjunni báða hátíðisdag- ana kl. 1 e. m. Ferming og altarisganga á hvítasunnudag. Leigjandinn: (nýfluttur). Hér er fult af rottum. — Hvað á eg að gjöra við jjær ? Húseigandi: Hafið þér þær friðaðar um tíma, og ef fyrirrennari yðar gjörir ekki tilkall til þeirra, þá getið þér slegið eign yðar á þær. 134 væruð kannske í þungum hugsunum eins og eg og hefðuð ekki tekið eftir því, að það er farið að rigna. Jajæja — þér eruð orð- inn rennvotur,« hélt hann áfram og strauk hendinni um frakka Vicars. »Við getum báðir notað regnhlífina ef við eigum sam- leið.« Vicars leit á komumann hálfvandræðalegur. »Petta er ésköp vel boðið,« sagði hann. »Eg tók ekkert eft- ir úrfellinu, en ef þér ætlið í áttina til Lowndes-torgs, þá vil eg gjarnan þiggja boð yðar.« »Það er ekki úr leið fyrir mig,« svaraði hinn og urðu þeir svo samferða. ““ »Reykið þér?« spurði ungi maðurinn og bauð Vicars vindl- ing, sem hann þáði, en þegar hann laut að honum til þess að fá sér íkveykju í vindlingi hans, brá unga manninum við. »Eg hlýt að hafa séð yður einhvern tíma áður,« sagði hann. »Mér finst eg kannast við andlitsfall yðar«. »Rað er mjög ólíklegt,« svaraði Vicars og fletti kraganum upp um eyru eins og til að verjast rigningunni- betur. ^Rað er þá einhver misgáningur úr mér,« sagði ungi mað- urinn og leit á grænu gleraugun. »Já, það er eflaust«. Peir gengu nú þegjandi spottakorn, en þá sagði Vicars:, »F*ér sögðust líka vera í þungum hugsunum, en það getur naumast borið sig, að jafn ungur maður og þér hafi miklar á- hyggjur. »Allir höfum vér einhverjar áhyggjur, bæði ungir og gamlir,« svaraði hinn og stundi við, »og mér er óhætt að segja að eg hafi ekki farið varhluta af þeim.« »Leyfist tnér að spyrja, hverjar áhyggjur yðar eru?« spurði eldri maðurinn, en þá rétti hinn úr sér og svaraði þóttalega: »Rér getið varla búist við, að eg fari að tala um hagi mína við bráðókunnugan mann.« 131 »Eg fer eftir vikutíma,« svaraði Vicars og fanst Evu kenna líkt sem einhverra kveinstafa í röddinm. »Farið þér svona fljótt?« sagði hún. »Það er leiðinlegt.« »Það er fallega sagt af yður,« sagði hann og brosti dauf- lega. »það verður vissulega ekki löng viðstaða, sem eg hefi hjá yður.« »F>ér hljótið að kunna velNvið yður í KanaJa. Hafið þér dval- ið þar alla æfi?« , »Onei — ekki alla,« svaraði hann. »Eg er fæddur á Eng- landi, en af ýinsum ástæðum tók eg mér bóllestu í Kanada þeg- ar á unga aldri og síðan hefi eg ekki átt annarstaðar heinia.« »Kyntust þér föður mínum í Kanada,« spurði Eva. »Já, eg kyntist honum í Kauada,« svaraði hann og sagði svo eftir stundarþögn: »F*ér hafið annars lifað einkennilegu lífi, ungfrú Mornington — að vera sama sem foreldralaus frá barn- æsku til fullorðins ára og svo að heimta föður yðar alt í einu, sem þér aldrei höfðuð augum litið; þér hljótið að hafa fagnað afturkoniu hans ósegjanlega og nú hlýtur yður að þykja afskap- lega vænt um hann.« Eva fann að hann beið svars með eftirvæntingu. Hún gat ekki varist tárum, því að orð hans rifjuðu upp fyrir henni raun- ir hennar. Henni flaug í hug að segja hotuim alt af létta, en h\forf þegar frá þeirri hugs'un og sagði að eins: »Já, það voru óvænt umskifti.« Hún fór að rjála við glæðurnar í eldstónni til þess að leyna tárunum. Líklega hefði hún sagt honum upþ alla sögu, ef hann hefði gengið fastar að, en hann sagði ekkert meira þessu við- komandi, heldur starði þegjandi í eldinn og loksins varð hún til þess að rjúfa þögnina. »Segið þér mér eitthvað um heimili yðar í Kanada, herra Vicars. Eigið þér heima í einhverri borg, e.)a eruð þér búsettur uppi í sveit?«

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.