Fram


Fram - 03.06.1922, Blaðsíða 4

Fram - 03.06.1922, Blaðsíða 4
74 FRAM Nr. 20 Ný verslun verður opnuð í dag í Aðalgötu 20. f Sophus Arnason. Atvinna. Nokkrir góðir fiskimenn geta fengið skiprúm á m.k. „Jakob“ frá Akureyri sem fer á handfærafiski um miðjan júní n. k. Menn geta snúið sér til undirritaðs eða hr. Péturs Jóhannesson- ar á Siglufirði. Akureyri 30. maí 1922. Anton Jónsson. „Fussum svei!“ Við erum ítestöli, kaiiar og kon ur, vön því að breyta ögn um bún- ing með vorkomunni; — höfiim líkiega tekið það eftir rjúpunni og sólskríkjunni, Við erum vön að klæðast ijósari og líflegri litum og snyrta okkur ögn til, eins og nátt- úran sjálf. Náttúran, dýrin og menn- irnir, — alt fagnar það sumrinu prúðbúið,— alt, nema bærinn okk- ar. Eg skammast mín vegna hans og eg bíst við að þið gjörið það öll með mér, — skammast mín fyrir hve illa hann fagnar sumrin^. Hann fagnar því nú reyndar á sína vísu, en hann heldur sér svo lítið til fyr- ir því, — hann tekur á móti því grútskitinn og gauðrifinn. Nei, hann er sannarlega ekki skrýddur brúðkaupsklæðum« bær- inn okkar; hann er ekki á því að vígjast vorkomunni. Honum er nú líka vorkun. F*ví margt misjafnt verður hann að reyna af vetrinum; sem er harður húsbóndi, enn oft mun hann þó strangari hafa reynst enn í þetta sinn. Og svo er vetur- inn búinn og farinn. En bærinn situr eftir enn þá í fjósagörmum vetrar- ins í stað þess að hann ætti fyrir löngu að vera kominn í Ijósan og litfagran sumarbúning eða a. m. k. vera þó búinn að dusta og |3vo af sér vetrarrykið. Nei, það er sorgleg sjón að sjá bæinn okkar sem getur verið svo snyrtilegur og sem okkur þykir svo vænt um, vera jafn sóðalegan og hann er núna. — Það er vorkunn, þótt aska og óhreinindi safnist ná- lægt húsum okkar á veturna, þegar snjókyngi er, og næstum ómögu- legt að koma þessháttar frá sér, en núna er sú afsökun ekki til, því allir vita að þessi síðasti vetur var snjólaus, —- og svo á það líka að sjálfsögðu að vera fyrsta verkið jafnótt og upp tekur snjóinn, að koma þessu burtu. Petta er ekki gert, og nú, í júníbyrjun, liggja sorphaugar, — (eg vil ekki nefna þá verra nafni) — við fjölmörg í- búðarhús bæjarins og eru ágætar alistýjur fyrir rotturnar sem »mars- jera« þar um í stórfylkingum, óá- reittar af öllum, nema köttum og hundum. Úldin síld, sem sænskir magar áttu að melta einu sinni hér um árið, liggur f hrúgum hér og þar; — búið að brenna tunnunum en innihaldið skilið eftir; — merkilegt að bæjarstjórn notar hana ekki í uppfyllinguna makalausu ofan við Álalækinn, og mykjuhauginn fræga, sem enn þá »bíður gestum« rétt við aðalgötuna vetur og sumar og lætur angan sína ókeypis í té hverj- um sem fram hjá fer, — já, sendir hana jafnvel óbeðið heim til manns. Þið eruð nú kann ‘ske bræður góðir, að bíða eftir því að heilbrigð- isnefndin fari að sækja þetta heim til ykkar. Nei, ónei! — F*á megið þið nú lengi bíða. — Heilbrigðisnefndin hefir sem sé engan minsta tíma til þess að hugsa um svona hluti, — hún er aítaf að »spekúlera« í því, hvar eigi að láta sorpið, og hún er ekki komin á neina niðurstöðu enn í því máli. Reyndar kvað einn nefndarmanna hafa verið búinn að finna staðinn fyrir það, á ð u r en hann komst í nefndina en nú er hann sagður búinn að steingleyma hvort heldur það var—á Siglunesi eða Dölum! Fæði er selt í kaffihús inu í Suðurgötu 12. — Við megum víst til með að taka sorpið sjálfir og koma því á afvikna staði, — annars tekur enginn það, — og annars drepur það okkur með ólykt og rottugangi í sumar! Ættum við ekki aó taka það sem fyrst? S o k k i. Eftir að þetta er sett, höfum vér fengið þær upplýsingar að heilbrigó- isnefndin hafi tekið málið til með- ferðar núna srðustu dagana og gjört ráðstafanir til þess að allvíða yrði hreinsaó til og fyltar upp verstu óþverra-vilpurnar. Vér crum nefnd- inni þakklátir fyrir þetta, enn það þarf meira. Hún þarf að skylda a 11 a til þess að hreinsa, hvern hjá sér. — Skipa almenna bæjarhreins- un eins og Akureyringar. R i t s t j. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jóhannesson. Siglufjarðarprentsmiðja. ' I 132 Heimili rnitt hefir ekkert það til að bera, sem yður þætti gam- an að fræðast um,« sagði hann og brosti raunalega. »Eg bý al- einn á þessum eyðislóðum og vil miklu heldur tala um Eng- land. En Eva var ekki á því. >Aleinn, segið þér! En eruð þér þá ekki giftur?« spurði hún. »Eg er ekkjumaður,« svaraði þann. »En eigið þér engin börn?« hélt Eva áfram. Vicars hélt á postulínsskál í hendinni, en misti hana ofan á gólfið. F’að brá fyrir hrygðarsvip á andliti hans og hann varð enn fölari en hann átti að sér og Évu sýndist votta fyrir tárum bak við gleraugun. »Æ, fyrirgefíð þér, sagði hún blíðlega. »Eg átti ekki að vera svona ógætin.« iF’að var ekki yður að kenna,« sagði hann, »en orð yðar mintu mig á atvik, sem mér fellur þungt að hugsa til. Eg átti tvö börn en þau eru dáin — að mins-ta kosti hvað mig snertir.« bætti hann við svo lágt, að Eva heyrði það ekki. »Dóttir mín var ekki ósvipuð yður í sjón og væri nú a yðar aldri, ef hún lifði.« Evu vöknaði um augu, en f þessu kom ungfrú Langton inri aftur og reyndu þau þá bæði að leyna geðshræringu sinni og fóru að tala um hversdagslega viðburði. Vicars fór að segia ýmsar smásögur af lífinu í Kanada og þær hlustuðu á með Á- hygli, alt þangað til að Mornington kom aftur. Skömmu síðar gengu þau til náða. Daginn eftir hafði Eva lítil afskifti af Vicars. Jafnskjótt og morgunverði var lokið gengu þeir út saman, Mornington og gestur hans og komu ekki heiin aftur fyr en miðdagSverður var fram borinn. Að honum loknum átti Mornington að fara á þing- íund og fylgdi Vicars honum þangað og hafði þá ánægju að að heyra hann halda eina sína beztu ræðu. Peir sem veittu ræð- unni nána eftirtekt, þóttusl þá í fyrsta skifti verða varir við ein- 133 hvern taugaóstyrk hjá Mornington og vissu ekki hvað valda mundi, en hefðu þeir gætt betur að, þá mundu þeir hafa tekið eftir því, að á þessu bar fyrst þegar Mornington varð litið upp á áheyr- endapallana. F’ar horfðist hann í augu við Vicars, sem hafði tek- ið af sér gleraugun, og það var eitthvað í svip hans, sem kom fáti á Mornington, Vicars hitti hann í anddyrinu þegarfundurinn var úti og varð honum samferða út úr þinghúsinu án þess að minnast á ræðuna einu orði. F*egar þeir voru komnir að vagninum staðnæmdist Vicars alt í einu eins og honum hefði dottið eitthvað skyndilega í hug. »Eg ætla heldur að ganga heim, ef þér er sama,« sagði hann. Mornington lét það gott heita og ók burtu, en Vicars rölti á eftir. Hann gekk í hægðum sínum og litaðist um, en nam svo staðar og gekk sömu leið þangað til hann kom á Westminsterbrúna. Hann stansaði á miðri brúnni, hallaðist út yfir handriðið og starði ofan í fljótið og á Ijósin meðfram því. Innan stundar hné höfuð hans ofan á handlegginn, sem hann hvíldi á handriðinu. Pað var nú farið að rigna og leit lögreglu- þjónn, sem þar var á gangi fram og aftur, grumsamlega á hann í hvert skifti, sem hann gekk fram hjá honum. En einmitt í því hann ætlaði að segja honum að halda áfram leiðar sinnar, kom annar maður þar að og ávarpaði Vicars og lét lögregluþjónninn hann þá afskiftalausan. Pað var ungur maður, sem þarna kom að, í stórri yfirhöfn með regnhlíf í hendinni og vindling í munninum. Pegar hann kom á móts við manninn, sem hallaðist fram á handriðið, leit hann á hann og þálfhnykti við, nam staðar stundarkorn og gekk svo til Vicars og hnipti í hann. »Eg bið afsökunar, herra góður,« sagði hann vingjarnlega þegar Vicars hrökk við og leit upp, »en mér datt í hug, að þér

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.