Fram


Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 2

Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 2
122 FRA.M. Nr. 33 Símfregnir. Rvík í dag. Skaðabótanefndin í París hefir sent tvo rnenn til Berlínar til að ráðgast um skaðabæturnar við stjórn ina en engu heíir enn verið ráðið til lykta og Frakkar hafa heldur ekki tekið Rínarlöndin enn. Stjórn Austurríkis telur ríkinu enga viðreisnarvon nema það sam- einist einhverju öðru ríki, Tékó- slóvakíu, Pýskalandi eða Ítalíu. Blake flugmaður hefir verið skor- inn upp í Kalkútta vegna botn- langabólgu og er heimsflugið talið úr sögunni. Bernhard Shaw hefir talað um írlandsmálin og telur hann her De Valera réttdræpan þorparalýð. Hæstirétturinn í Nevv-York hefir bannað að greiða De Valera 2300 þús. dollara, en það voru samskot frá Ameríku til stuðnings sjálfstæð- isbaráttu írlands. Michael Collrns forsætisráðherra var skotinn til bana í Cork. írska þingið hefir vtrið kvatt saman. Alment uppnánr. Almenn atkvæðagreiðsla um vín- bann fer fram í Svíþjóð í dag. Suð- ursvíþjóð talin andstæð, en Norð- ursvíþjóð hlyní banni. Ghr. Krogh, frægasti málari Nor- egs varð 7Ö ára 13. ágúst. Heiðr- aður mjög um ait landið þann dag. G r í I f i t h foringi írsku fríríkis- manna, var ekki orðinn forseti eins og stóð í síðasta fréttaskeyti tii blaðsins, heldur var hann dáinn. Hann var jarðsettur 17. ágúst að viðstöddu uin 300 þús. manns. Innlent: Landkjörsatkv. talin 21. D-listinn 3259, B-listinn 3196, C-lisinn 2675. A-listinn 2035, E-listi 633 atkvæði. Verða það sinn maður af hverjum þeirra þriggja fyrst töldu lista, hinir komu engum að, 141 atkv. ógild. Tvö norsk skip voru tekin f gær við Sléttu fyrir landhelgisbrot og farið með þau inn tif Húsavíkur. Stjórnarráðið hefir tilkynt hingað að erlend skip megi ekki selja meira en 700 tn. af síld, hvert ein- stakt, í la d. Norðraenn hafa sent kvörtun heim um þetta. Stjórnin sendir nefnd manna til Noregs að semja um ívilnun á kjöttollinum. _ Stjórnarráðið hefir falið Pétii Ólafssyni að leiíast tyrir um nýjan fiskmarkað erlendis samkv. fjárveit- ingu Alþingis. Mun tíann einkum reyna í Ameríku. E i n k a s a 1 a á steinolíu. Rað kom víst mörgum á óvart, þegar fullnaðarfregn koni um það núna á dögunum að landið tæki steinolíusöluna í sínar hendur frá 10. febr. n. k. — Pað höfðu að sönnu komið óljósar fregnir utn, að stjórnin væri í einhverjum samn- ingagerðum við erlent olíufélag, en þær íregnir voru mjög óljósar og var lítt irúað; — ntun fæsta hafa grunað það, að stjórnin ætlaði sér að nota heimildariögin frá þinginu 1917, nú að 5 árum liðiuim án þess að bera það undir þing að nýju, þar sem aðstæður allar eru nú svo mikið breyítar frá því sem þá var, og þar sem úísöluverð á steinolíu innanlands hefir stöðugt farið lækk- andi í sumar, og er enn að lækka. Félag það sem stjórnin hefir sam- ið við, British Petroleum Compagny, er að sögn kunnugra tryggt og gott félag og um samningana fyrir ríkisins hönd, að svo niiklu leyti sem þeir eru kunnir orðnir, má víst segja að varla hafi verié við þeim betri að búast. — Um þá hlið málsins er því að svo stöddu fátt að segja. En það er stefnan sem þarna er fylgt sem vér verðum að telja skaðlega landi og þjóð. Öll einokun, í hvaða mynd sem hún er, er hættuleg viðskiftaiífi þjóðarinnar, og hálfu hættulegri er hún, þegar hún kemur á þá vöru tegund, sem jafn nauðsynleg er fyrir framleiðslu landsins og stein- olían er. Pað gegnir talsvert öðru máli um tóbakseinkasöluna þótt ill sé. Þar er um munaðarvöru að ræða sem allir geta án verið, en þarna er um að ræða þá vöru, sem enginn get- tir án verið og sem öflugasti hluti framleiðslu landsins hvílir á. Pað þarf ekki nema svo örlítið út af að bera til þess að vöníun á steinolíu geti ollað einstökum mönnum og einstökum verstöðvum stórtjcns, þegar ekki er nema einn seijandi á öllu landinu. — T.d. fær útvegsmaður frétt sem hann telur áreiðanlega um það, að olía eigi að koma þangað sem hann á heima með þessu eða þessu skipi. — Pað reynist ósatt, — aflahlaup kemur og hann getur ekki haldið út vegna olíuleysis. — Eða — skip sem hann á olíu með, ferst. Olíuskip til lands- verslunar ferst, — og svo mætti fá mörg dæmi. Verð steinolíunnar var að komast niður í það eðlilega — og hefði fljótlega komist það. — Pað var ein- göngu frjálsri samkeppni að þakka, en nú þegar stjórnin grípur inn í, hættir su samkeppni og jafnvel þótt verð olíunnar lækki frá því sem nú er, þegar landsverslun fer að selja hana, þá er það alls ekki sönnun þess, að það hefði ekki lækkað enn þá meira með áfram- haldandi frjálsri verslun. En hagnaðarvonin fyrir ríkissjóð? munu margir segja. Jú, hún er til, — á kostnað kaupenda olíunnar — landsmanna sjálfra, — með því að halda verðinu óeðlilega háu. Pað hefir landsverslunin sýnt undan- farið að hún kann, og vafasamt er hvort þessi steinolíueinokun verður búhnykkur fyrir ríkissjóð eða til að auka skuldasúpuna. Slátrun aíidýra. Með lögum um dýraverndun 3. nóv. 1915 og reglugjörð stjórnar- ráðsins frá 17. nóv. 1916 er það lögboðið að aflífa skuli sáuðfé, nautgripi og hesta með skoti, en þó gat stjórnarráðið veitt undan- þágu frá þessu ákvæði. — Akvæði þessi náðu of skarnt, því þau tóku ekki til slátrunar heima fyrir, og voru af mörgum talin gilda aðeins fyrir sláturhúsin þótt það muni alls ekki hafa verið meiningin, heldur ætlast íil að þetta ákvæði gilti fyrir öll kauptún og aðra þá staði sem bændur rækju fé sitt til til slátrunar, hvort sem þar væri sláturhús eða ekki. Ákvæðið hefði að sjálfsögðu átt að ná til heimaslátrunarinnar einn- ig, en þó var annað lakara við reglu- gjörðina, — það var það að henni var ekki og er ekki framfylgt nema aðeins þar sem sláturhús voru og hafa þó heyrst sagnir um að á sumum sláturhúsum hafi svæfingin verið notuð eftir sem áður. Hér á Siglufirði hefir ekki verið neitt sláturhús alt til þessa ogekki svo mikið sem sæmilega útbúinn sláturvöllur, og er slíkt raunar bæn- um til verulegrar hneysu. Pað hefir því víst verið litið svo á, að ákvæði reglugjörðarinnar frá 17. nóv. ’16 ætti eigi að koma til framkvæmda hér, enda mun lítið eða ekkert hafa verið skift sér af því hvaða slátr- unaraðferðir hér hafa verið notað- ar. Petta hefir vrrið því verra og skaðlegra, þar sem hér á Siglufirði mun vera slátrað á hverju sumri íleiri nautgripum en í nokkurum öðrum bæ landsins að Reykjayík einni undarfskildri og því leiðin- legra þar sem pláss er svo tak- markað hér, að oft hefir gripum verið slátrað rétt við sumar fjöl- förnustu göturnar. Geta víst flestir farið nærri um hvað liáar hugmynd- ir það gefi útlendum mönnum um menningu vora, að sjá gripi aflífaða þannig á almannafæri m e ð h i n n i hrottalegu svæfingu, sem hvert mannsbarn sem um þaðvillhugsa veit, að er e i n h v e r h i n n g r i m m ú ð I e g- asti og kvalafyllsti dauð- rl a g i s e m h u g s a s t g e t u r, og sem maður þar á ofan sér marg- oft mistakast. Pað er auvirðilegur nyrfilsháttur þeirra sem eiga gripina eða kaupa þá til slátrunar, að tíma ekki að eyða skoti á þá, ef þeir eiga þess kost með hægu móti, og fyrir því gæti bæjarstjórnin séð ef hún vildi vel. Hún gæti samið við einhvern mann um að deyða gripi og sauð- fé fyrir hvern þann sem þyrfti þess gegn hæfilegu gjaldi frá eigendun- um og jafnvel þó þeim manni væri þóknað eitthvað lítilsháttar af bæj- arfé, þá erum vér þess fullvissir að það mundu fæstir átelja slíkt. Nú mun bráðlega vera von nýrr- ar reglugerðar um þetta efni og á hún að taka til aflífunar allra húsdýra og banna aflífun þeirra á annan hátt en með skoti eða helgrímu Vér skorum á bæjarstjórn að búa nú í tíma svo í haginn, að þessum ákvæðum verði hægt að framfylgja hér betur en ákvæðum hinnar eldri reglugjörðar því það er erfitt fyrir aðkomumenn að fylgja ákvæðun- um nema bærinn sjái um: 1. Að til sé forsvaranlegur slát- úrvöllur á afskektum stað með þéttri fjárrétt og aflífunarklefa — svo og nægu vatni svo hægt sé að halda kjöti og slátri hreinu og að fenginn sé maður til að hafa umsjón með vellinum og halda honum hreinum. Eigendur dýranna ættu að greiða víst, lágt gjald fyrir notkun vallarins. 2. Að bæjarstjórn semji við þar tilhæfann mann að vera ávalt reiðubúinn að aflífa skepnur fyrir þá sem þess þurfa gegn fyrirfram ákveðinni borgun. 3. Að hafa til nægileg áhöld (skotvopn og skotfæri. — Hel- grímur). 4. Að auglýsa þetta svo rækilega að aðkomuinenn viti um það. Kemur þá til kasta lögregluvalda bæjarins að ganga ríkt eftir því að ákvæðum reglugjörðarinnar verði hlýtt og munu þeim að vonum vera það Ijúft. Norskur blaðamaður. Hr. Nordalf Olsen, ritstj. »Berg- ens Aftenblad« var hér á ferð með »Siriu^«, og áttum vér talviðhann. Hr. Olsen tókst þessa ferð á hend- ur eingöngu til þess að kynnast ís- landi og hinni íslensku jojóð. Sagði hann að sér og mörgum fleiri norsk- um blaðamönnum þætti mjög leitt hve lítið hin norska þjóð yfirleitt, vissi um ísland. Hann lét hið besta af ferðinni það sem af var, og kvað sér lít- ast mjög vel á ísland, en sérstak- lega var hann hrifinn af þjóðinni íslensku og hafði við orð að ferð- ast hingað síðar og dvelja þáleng- tir hér til að kynnast þjóðinni betur. Pað eitt joykir hr. Olsen að hér hjá oss, hve örðugt sé og dýrt að ferðast hér yfir landið. Taldi hann best ráðna bót á því, með góðum bílfærum akvegum. Hr. Olsen ætlar að skrifa í blað sitt (og fleiri blöð) ferðapistla um þessa íslandsferð og þann fróðleik sem hann hefir aflað sér um landið og hagi þess, og nnin »Fram« geta þeirra á sínum tíma. Vér minntumst á kjöttollsmálið við hr. Olsen, og spurðum um álit hans á því, hvort vér myndum mega gjöra oss vonir um tilslakanir í því máli eða helst fullkomið afnám tollsins. Pað taldi hr. Olsen mjög líklegt, gegn ívilnunum frá vorri hlið, sér- staklega tilslökun ájiskiveiðalögun- um. Sjálfur kvaðst hann vilja fylgja þeirri stefnu að Noregur og ísland innu sem mest satnan í bróðerni og einingu. Frá Rússlandi. Samtal við norskan skipstjóra, nýkominn þaðann. Niðurl. Hvernig var ástandið í Arkang- el?« spurðum vér. »Bærinn er í afskaplegri niður- nýðslu. Göturnar eru næstum ófær- ar. Steinlagningin er allstaðar meira og minna biluð og sumstaðar djúp- ir pyttir, — og gangstéttirnar sem voru úr tré, eru víðast livar horfn- ar. Fólki hefir fækkað mikið í bæn- um síðustu árin og á borgarlýðn- um sjálfum ber lítið, — hann er fá- tækur, tötralegur og rolulegur af áþján. Pað sem rnest ber á þareru

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.