Fram


Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 4

Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 4
ÉRAM __i_ Nr. 33 E.s. Lagarfoss fermir hér í dag og á morgun til úautaborgar og Kaupm.hafnar. E.s. Goðafoss verður hér á þriðjudag og tekur síld til Kaupmannahafnar og jafnvel til Gautaborgar ef nægur farmur fæst. Peir sem vilja senda síld eða aðrar vörur til nefndra staða, snúi sér til Afgreiðslu H.f. Eimskipafélag íslands Guðm. Hafliðason. Karlmannaföt, Silkisvuntuefni gullfalleg, hvítar Skinnhúfur á telpur, Prjónagarn, Regnkápur fullorðnra og barna og ótal m. fl. best og ódýrast hjá Andrési Hafliðasyni. Málverkasýning mín verður opin í Barnaskólanum á rnorgun (sunnud.) frá kl. 1—7 s.d. Kristín Jónsdóttir. Tóm steinolíuföt kaupir H.f. Hrogn & Lýsi Bakka. Sími 37. Pær kvennfélagskonur sem ætla ,að gefa drætti á hlutaveltu félagsins, sem í ráði er að haldin verði sunnud. ,3. sept. n. k., eru beðnar að hafa skilað þeim fyrir 30. þ. m. til einhverra af undirr. nefndarkonum. Siglufirði 23. ágúst ’22 Petrína Sigurðard., Anna Vilhjálmsd., Sveinína Jónsd., Marsibil Ólafsd., Sigr. Porleifsd., María Guðmundsd., Porfinna Sigfúsdóttir, Herdís Hjartardóttir. Þurkaða, ósaltaða HÁKARLSUGGA bæði bak og eyrugga kaupir erindreki Fiskifél. Páll Halldórsson háu verði, og borgar með peningum út í hönd. Nýmóðins Karlmanna- alfatnaður kemur næstu daga í „Hamborgj* Stúfasirtsið ágæta kom í gær til Guðm. Hafliðasonar. Víkingmjólkin lang ódýrust í „Hamborg." V. A. C. Gúmmístigvél selur „Hamborg.“ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jóhannesson. Siglufjarðarprentsmiðja. 176 Et'tir litla stund breyttist hann í útliti. Augnaráðið, sem hafði verið fremur órólegt, varð nú milt og hyrt, hann tautaði eitthvað sem ekki skildist, og hné niður á koddann. Eva rak upp hljóð og komu þeir inn, Dereham og læknirinn. Hastings benti Dereham að krjúpa við hlið Evu, lyfti skjálf- andi hendinni og lagði saman hendur þeirra Evu og lávarðsins. Hann gat nú ekki talað lengur, en leit á þau og brosti. Svo sneri hann sér upp og bærði varirnar eins og hann væri að biðjast fyrir. Gaf hann svo upp öndina með bros á vörunum og svo hægt og hljóðlega, að enginn þeirra, sem viðstaddir voru, vissu fyrir víst hve nær það var. Dereham leiddi Evu grátandi frá hinum framliðna út í vagn- inn. Hann fylgdi lienni heim og yfirgaí hana þar án þess að segja nokkurt orð og sneri svo aftur heini til sín til þess að undirbúna jarðarförina og burtför sína frá Englandi. XXV. Þriðja áfallið. Síðustu þrjú missirin höfðu enga breytingu haft í för með sér, að því er við kom einbúanum í kofanum við Lonely-Creek. Hrukkurnar á enni hans voru orðnar dýpri og hærurnar fleiri en þegar hann var síðast á Englandi, en að öðru leyti var hann Jítið breyttur. Hann siíur nú við eldstóna að gömlum vana, stiltur og rólegur og er að lesa bréf, sem hann hefir tekið upp úr svörtu öskjunni. Lað er auðséð a svip hans, að hann gerir þetta ekki að eins sér til dægrastyttingar, en hann hefir fundið bréf, sem hann hefir 177 ekki lesið áður og virtist hafa mikilvægar fréttir að geyma. Situr hann nú þarna og starir á gulnaðann pappírinn, letraðan hlykkj- óttum en þó greinilegum stöfum. Svo tekur hann annan bréfa- ströngul, sem skrifað er utan á með sömu hendi, en þó ekki til hans. Hann skoðar hann nákvæmlega, en flettir honum ekkisundurog lætur hann ofan í öskjuna aftur ásamt bréfinu, sem hann var að lesa. Að svo búnu sezt liann aftur, starir framundan sér og tek- ur ljósmynd upp úr vasa sínum. Aftur breytist svipur hans, and- litsdrættirnir mýkjast, bros leikur um varir honum og augu lians fyllast þrá og eftirvæntingu þar sem hann horfir á mynd dóttur sinnar. Honum þykir sem hann væri kominn heim til Morningtons aftur, heim í hálfdimma dagstofuna, þar sem hann sat aleinn hjá dóttur sinni kvöldið áður en hann fór frá Englandi. Kofinn hækk- ar og stækkar og hann er staddur aftur í hinum skrautlega við- hafnarsal, en blómin anga framan á brjósti Evu og augu hennar Ijóma við honum. En hvað var þetta? Hann spratt upp og hlustaði með öndina í hálsinum. Nei, það var víst ekkert annað en ímyndun — ekkert annað en ýlfr- ið í vindinum. Svo sezt hann aftur og fer að dreyma á ný, en rýkur upp aftur eftir augnabliksstund. Nú var enginn efi því, að þetta var mannsrödd. Lað heyrð- ist greinilega sárt vein, eins og einhver væri nauðulega staddur. Haraldur Mornington náði sér í lukt, opnaði dyrnar og hvarf út j myrkrið. Úti var hríðarveður, sem lamdi hann í framan og blindaði hann. Hann sá ekkert annað en dökka trjástofnana og iðulausa hríðina, en gegnum veðurgnýinn heyrði hann sama veinið aftur, bara veikara. Hann gekk nokkur skref áfram, lyfti upp luktinni og horfði í Ijósrákina, sem lagði frá henni til jarðar.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.