Fram


Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 3

Fram - 26.08.1922, Blaðsíða 3
Nr. 33 FRAM 123 »kommúnistarnir« og svo hermenn- irnir. Bænum er stjórnað með her- valdi. Alt hið besta og nytasta af hvaða tæi sem er, hrifsa kommún- istarnir og hermennirnir til sín, en hirða ekkert um þótt lýðinn vanti það. Öll bestu húsin hafa þeir tek- ið handa sér. Besta hótel borgar- innar var nú hermannaskáli, Jafnvel kvennfólkið, gift eða ógift, taka þeir. Ef lagleg stúlka sést þar í bænum, þá á hún nokkurnveginn víst að verða losta þeirra að bráð, og ef hún ekki gefur sig á vald þeirra viljuglega, þá er hún tekin og sett í fangelsi og svelt þar til hún lætur bugast. Einu skraut- klæddu og sællegu konurnar sem við sáum þar voru fryllur stjórn- endauna. Almúginn er sljór og læt- ur sér á sama standa um flest, — og hann vinnur lítið. Hann veit að það er til lítils, því mestalt er af honum tekið sem hann fram- leiðir til að fylla hina botnlausu hýt valdhafanna.« »Var matvælaskortur íborginni?« »Nei, Þar var nóg af matvælum og fólkið leið þar ekki sult, en margt var þar dýrt og almúginn hafði lítinn gjaldeyri, F»ó voru korn- vörur þar lítið dýrari en vér áttum að venjast. Verslun var þar fjörug. Par lágu skip frá mörgum þjóðum og fermdu og affermdu vörur, því landið í kring er frjótt, — þar er frarnleitt bæði korn og trjávörur, tjara, skinnavörur og margt fleira«. »Var kalt þar meðan þið dvöld- uð þar?« »Nei. Pað var besta veður allan tímann nema nokkra daga í maí. Annars hlýtt og gott veður, stund- um 28 stiga hiti í skugga«. »Vissuð þið nokkuð um aftöku vændiskvennanna sem »Aales. Avis« flutti fregnina um að skotnar hefðu verið á bryggjunni?« »Vér heyrðum talað um hana og norski konsúllinn taldi hana sanna. Aftöku sáum vér enga fara þar frarn, en það gat vel hafa verið fyrir því, því hegningar voru þar afar strangar fyrir hvað smá afbrot sem voru. T. d. var piltur dæmdur til 5 ára þrælkunar fyrir að stela nokkr- um pundum af sykri og við vorum sjónarvottar að því, að unglings- piltur sem hnuplaði einhverju mjög smávægislegu á torgi bæjarins, var skotinn niður af lögregluhermönnum en hvort hann beið bana af þvf eða ekki, vissum vér ekki. Hann var strax borirm burtu«. Skipstjórinn taldi engan vafa á því, að rússneska stjórnin svelti í- búa landsins með yfirlögðu ráði, þar eð hún vissi að ef fólkið fengi betri kjör að búa við, svo að því yxi manndáð og kjarkur, þá mundi það strax kasta af sér oki hinna 800 þús. Bolsjevikka og hefna kvala sinna grimmilega á þeim. Vikan. T í ð i n. Fyrripart vikunnar regn og stormar. Seinnipartinn þokur en þurklaust og logn. Heyskapurinn gengur afleitlega nú utn tima, því að ofan á grasbrestinn bætast nú óþurkar, og eru töður víða farn- ar að skemmast hér í firðinum. Síldin. Framan af vikunni var ókyrt til sjóarins, en af því síldin er nú svo nærri landi þá hepnaðist mörgum af skip- unum að ná henni. Seinnipart vikunnar hefir yeiðst mjög vel á íslensku skipin en útlendu skipin fengið lítið. Reknetasíld hefir lítið veiðst þessa viku. Hér á Siglufirði var búið að salta 92 þús tn. fiskipakkaðar um síðustu helgi. — »Islendingur« segir þá saltaðar um 125 þús. tn. hér norðanlands, en yfirsíldarmats- maðurinn hér telur það vera 132 þús. tn. I dag mttn vera búið að salta hér á Siglufirði tim 100 þús. tn. • Skipaferðir. E.s. »Sölve« kom frá Gautaborg á mánttd. tók hér síld hjá Godtfreðsen og fór á fimtud. E.s. Tord- enskjöld Bergenska kom á fimtud. tekur hér síld hjá ýmsunt. E.s. Stat kom á föstu- dag, tekur síld hjá O. Evanger E.s. Lagarfoss kom á föstud. að sunnan tók hér síld og fer austurum til útlanda. E.s. Gullfoss sömul. að sunnan og fór til Ak- ureyrar. »Fylla« fór til Grímseyjar á mánudag- inn með biskupinn og nokkra borgara bæjarins sem notuðu tækifærið og fóru þangað skemtiferð. Kont samdægurs. Ferðamenn. Með »fossunum» var allra mesti sægur ferðamanna, þar á með- al Emil Nielssen framkv.stj. Etmskipafé- lagsins, Einar Benediktsson skáld, Þorst. Gíslason ritstjóri og skáld, Jón JLaxdal tónskáld. Jón Auðun bankastj. frá ísafirði, Sigtnr Jóhannsson heíldsali, Matthías Ein- arsson læknir, Hjalti Jónsson framkv.st. Sigurjón Pétursson stórkaupmaður o. fl. L á t i n n er á norska sjómannahælinu s.l. fimtud. norðmaðurinn Ole Eliasen sjó- maður, 37 ára gamall, af m.k. Fjældvik frá Skudesnæs; Banameinið var blóðeitrun og hafði hanrí legið hér frá því á sunnud. — Hann lætur eftir sig konu og 2 börn. Verður jarðsettur hér eftir helgina. Málverkasýning frú Kristínar Jóns- dóttir (frá Arnarnesi) s.l. laugard. og sunnud var vel sótt. Jón Guðmundsson verslunarstjóri slasaðist nýlega í fæti, og fór í gær með Gullfoss til Akureyrar til læknínga. Ásigling. Vélskipið »Hrönn« frá Eyjafirði varð fyrir ásiglingu af norska fli.tiiingaguíuskipinu, »Bli,idensol«^á föstu- dagsnöttina undan Svalbarðseyri. Árekstur- inn varð svo mikill, að stefnið gekk inn í Hrönn og tók hún þegar að sðkkva enda V'r hún með þilfarið fult af síld. Tókst þó að koma henni til lands og hleypa henni upp í sandinn utanvert við Svalbarðs- eyrina en riðja varð allri síldinni. Eig- endur skipsins bíða þarna tilfinnanlegt tjón, bæði tap síldarinnar og skenidir á skipinu auk væntarilegrar veiði það sem eftir er veiðitímans, og er talið að þeir niuni bíða það bótalaust, sökum þess að hvorki skip- stjóri né stýrimaður voru á þitfari á Hrönn. Skemdir á Hrönn eru sagðar vonum minni. Allir þeir, sem skulda undirrituðum, áminnast um að greiða skuldir sín- ar fyrir 15. sept. n.k. eða semja um þær fyrir þann tíma. ^eir, sem vanrækja þetta verða tafarlaust lög- sóttir án frekari fyrirvara. Siglufirði 23. ágúst ’22 Stefán B. Krissjánsson. Sjómannahælið norska, sem hr. M. Skjelanger vei+ir forstöðu í sumar ætl- ar að halda kveðjuhátíð á morgun kl. 5 s.d.Þangað e.u allir, bæði Norðmenn og Islendingai boðnir velkomnir. Verður þar, auk bænahalds og söngs, ýmislegt til skemtana svo og veitingar, kaffi ognorsk- ar kökur. Sjómennirnir íslensku ættu að korna þangað, því þeir mega vel virða starí norska sjómanna trúboðsins, — Það er gjört jafnf fyrir þá eins og Norðmenn, og engu síður, — t. d. eru núna á hælinu 6 íslenskir sjúklingar en enginn norskur. Hr. Skjelanger segir aðsókn að hælinu af norðnrönnuni með langminnsta móti í sumar. Islenskir sjómenn ættu að sækja það meira, því það er talsvert ánægjulegra fyrir þá að sitja þar við kaffibolla, eða við að skrifa bréf, heldur enn- á sumum kaffihúsunum. Maður hvarfá Akureyri aðfaranótt 21 þ. m. Hann hét Sigtryggur Sigurjóns- son póstur, — hafði farið út um kl. 4 til að gæta að hvort skepnur væru ekki í matjurtagarði hans og kom ekki inn aftur. Mannsins var leitað af fjölda manns en hann hefir ekki fundist. Bæjarfógetinn fór til Akureyrar með Gullfoss i gær og ætlar þaðan ef til vill austur í sveitir. Síldarverðið hér á'staðnum er nú 8—10 kr. málið af nótsíid og 10—12 kr. af reknetasíld, K i r k j a n. Messað á morgun kl. 5 s.d. Trefill hefir tapast. Skilist að Hvanneyri. 178 \ 175 Hvað var þarna? Það var eitthvað, sem hreyfðist, einhver dökkleit vera, hálf- grafin í fönn. Hann ££kk nær og sá þá að þetta var maður sem lá á jörðinni og studdist fram á hendur sínar eins og hann gæti ekki staðið upp, en Haraldur Mornington greip hann þegar í fang sér. Maðurinn stundi við — og Ijósið skein framan i andlitið á Cecil Braithwaite. »Hamingjan góða!« sagði einbúinn og hrökk við, svo að hann misti manninn ofan í fönnina aftur. En hann áttaði sig brátt, tók manninn aftur í fang sér og gat dröslað honum inn í kofann með niiklum erfiðismunum. Síð- an fleygði hann nýjum kvistum á eldinn þangað til hann fór að skíðloga. Svo færði hann manninn úr fötunum, neri hann allan og helti brennivíni inn á milli vara hans. Smám saman færðist roði í kinnar Cecils Hann opnaði aug- un og litaðist um. Hann gat auðsjáanlega ekki komið því fyrir sig, hvar hann var. Lokaði hann svo augunum aftur, andaði þungt og féll í svefn. Einbúinn vafði hann í skinnum og breiddi yfirhöfn sína ofan á hann. Svo settist hann aftur við eldstóna. þetta var undarlegt. Nú eru þessir félagar komnir í sama kofann aftur, en nú er mikil breyting á orðin. þegar morgnaði svaf maðurinn enn og einbúinn sat kyr í sæti sínu. Hann skotraði augunum við og við til komumanns eins og liann kviði fyrir því, að hann mundi vakna. Svo stóð hann upp og fór að bera fram morgunverð. Komumaður vakn- aði, reis upp á olboga og leit í kringum sig hálfringlaður. Hon- um varð litið á einbúann og strauk ennið. »Hvernig komst eg hingað?« tautaði hann. »Mig liefir hlot- ið að dreyma þetta.« »Eg fann þig hálfdauðann í fönninni í gærkvöldi ogbarþig Hún játti því. »Hefði eg fengið að lifa, Eva,« sagði hann, »þá hefðumvið átt einum einasta manni alla hainingju okkar að þakka —mann- inum.sem við erum stödd hjá. það var Dereham lávarður, sem sýndi mér fram á mistök mín og sannfærði mig um, að mér væri óhætt að leita ástar þinnar — og hann lét ekki þar við sitja. þegar eg sagði honum, að mér væri þaó omðgulegt vegna þess að eg hefði lofað að fara til Kíua, þá ætlaði hann að fara i minn stað. Hann hefði verið fús til að fórna lífi sínu fyrir ham- ingju okkar.« Nú fékk hann ákaft hóstakast, svo að hjúkrunarkonarf kom inn og gaf honum inntöku, en rödd hans var orðin þróttminni þegar hann gat tekið til máls aftur. »Enginn manneskja, ekki einu sinni þú, elskan mín, hefði getað stundað mig með ineiri nákvæmni en hann. Hann hefir ekki vikið frá mér hvorki dag né nótt og hafi eg vaknað um hánótt og fengið eitthvert hóstakastið, pá var liann óðara kom- inn, hélt utan um mig cg hughreysti mig, Já, Eva mín! Þó eg hefði fengið að li a, þá efast eg næstum um, að eg hefði getað orðið hamingjusamur fyrst það hlaut að kosta hamingju slíks manns og eg dey ánægðari ef eg mætti vonast eftir því, að þú umbunir honum einhvern tíma eftir verðleikum, þó ekki gerir þú það þegar í stað ef til vill.« Hún drap höfði meðan hann v..r að segja þetta. »Eg mun aldrei elska neinn annan en þig,« kjökraði hún, fók fastar utan um hann og þrýsti h'onum að sér, eins og hún ætlaði að verja hann dauðanutn. »Petta er guðs vilji, elskan mín, og eg’ er ánægður,, Eg held ekki, að nein jarðnesk sæla h.tfi átt íyrir mér að liggja, enda snerist það á aðra leið jafnskjótt og ég scútist eftirhenni Qráttu ekki, elskan mín,«' sagði hann og strauk kinn hepnar blíðlega. »Eg kvíði ekki dauðanum.«

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.