Kennarablaðið - 01.11.1899, Page 8

Kennarablaðið - 01.11.1899, Page 8
24 skoðanir hafa verið, þá hafa menn samt ekki haft svo mikið andlegt þrek né trúarbragðalega þekkingu, að þeir hafi getað rekið boðbera þeirra af höndum sér, heldur hafa menn fúslega hlýtt á kenningar þeirra, og margir jafnvel fagnað yfir hverju því hnjóðsyrði, sem fallið hefir í garð kirkjutrúarinnar. Það liggur sannarlega nærri að ætla, að hjá þeirri þjóð, sem þannig umhugsunarlaust eða að minsta kosti umhugsunarlítið kastar fyrir borð því, sem henni ætti að vera hvað dýrmætast, að hjá henni sé kristindómsuppfræðslunni að einhverju leyti ábóta- vant, að hjá henni sé kominn inn einhver leiði á þeirri sálar- fæðu, sem hún á að venjast við, svo að hún sækist eftir til- breytingu í einhverri mynd. Og ég fyrir mitt leyti er nú sann- færður um það, að þessi leiði hefir hjá mörgum manninum byrjað í fjósinu, þegar hann var þar sem barn að berjast við að læra kverið sitt. Og þó nú svo væri, að eitthvað af öllu þvi, sem hann lærði þar, kynni siðar að hafa bætandi áhrif á hann, þá er það áreiðanlegt, að hann hefir komist að því dýrt keyptu, því að hann hefir grátið fyrir það mörgum tárum, annaðhvort tárum vonleysis og örvæntingar eða gremjutár- um; hann hefir gefið fyrir það drjúgan hluta af barnslegu lífs- gleðinni sinni og ef til vill ekki svo lítið af traustinu á sjálf- urn sér; því þegar börnunum gengur illa með það, sem þau eiga að gera, hættir þeim svo mjög til að missa traustið á sjálfum sér, og hversu skaðlegt það er, eigi sizt fyrir börnin, sem eiga alla baráttuna í lífinu eftir, það liggur í augum opið. Þetta gefa þá mörg íslenzk börn fyrir það að fá inn í höfuðið heilt trúarlærdóma-kerfi, sem fæst þeirra nokkurn tíma læra að skilja til hlýtar, sem sum varla skilja eitt einasta orð í, en flest hafa gleymt að örfáum árum liðnum. Þetta gefa þau fyrir það, auk alls tímaní, sem fer tii þess að læra það, tíma, sem er svo afardýrmætur, því að það er sá tími, sem menn að réttu lagi ættu að hafa mest gagn af; það er aðal- námstíminn þeirra flestra, undirbúningstíminn undir lífið. Ég held nú, að þetta sé nokkuð dýrt keypt, og að það væri gott, ef að hægt væri að finna upp ráð til þess að fá fyrir minna verð eitthvað betra eða í öllu falli vissara en þennan vpnar-

x

Kennarablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.